Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2006, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2006, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 24. MARS 2006 Fréttir DV Vill lögbann Héraðsdómur Norður- lands vestra úrskurðaði nú á dögunum að Sýslumaður- inn á Blönduósi hafi gert rétt með því að synja ósk Stefáns Stefánssonar, framkvæmdastjóra Þróunárfélags Austurlands og landareiganda, um lögbann á byggingu veiðihúss. Það var Veiðifé- lag Blöndu og Svartár sem hugðist byggja húsið en Stefán er meðlimur í félaginu. Málinu hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar. Hálka á ísafirði Umferðaróhapp átti sér stað á ísafirði á miðvikudag þar sem bifreið lenti á vegriði vegna hálku. Fjórir farþegar voru í bifreiðinni sem var á leiðinni frá ísafirði til Súðavíkur og misSti ökumaður stjórn á bifreiðinni vegna hálku. Ekki urðu mikil slys á fólki en tveir voru fluttir á sjúkrahús til að gera að minniháttar meiðslum þeirra. Bifreiðin er töluvert skemmd. Allthjá hernum Rafiðnaðarsamband Islands sendi fjölmiðlum í dag nákvæmar útskýringar á ályktun miðstjórnar félagsins um varnarliðið. Þar kemur fram að allt vallarsvæðið, það er að segja íbúðir, verkstæði, götulýsingar, flugskýli, brautarljós, lendingartæki, flugturn, símakerfi, samskiptakerfi, öryggiskerfi og eftirlitskerfi flugvallarins væri tengt í gegnum bandarískt rafkerfi eða 110 V 60 riða rafkerfi. Það íslenska er eins og flestir vita 220 V og 50 riða. Bíræfinn heimabankaræningi rændi tæpum tveimur milljónum af reikningi Hjálmars Arnars Jóhannssonar sem starfar í Brimborg. Kona sem vann við skúringar hjá Brim- borg er grunuð um að hafa komist í tölvu Hjálmars. Hjálmar Örn Jóhannsson er bróðir Egils Jóhannssonar framkvæmdarstjóra fyrirtækisins. Skúpingahona grunuð um að rffina heimabanka Egill Jóhannsson fram- kvæmdastjóri Brimborgar Tveimur milljónum var rænt af bróöur Egils i Brimborg. Rænt var tæpum tveimur milljónum króna frá Hjálmari Erni Jó- hannssyni, sölufulltrúa Brimborgar. Grunur leikur á að kona sem vann við ræstingar hafi komist inn á heimabanka Hjálmars og millifært upphæðina á annan reikning. Talið er að þjófnaðurinn hafi átt sér stað í kringum síðustu helgi. "Við höfum gert viðeigandi ráð- stafanir," segir Egill Jóhannsson framkvæmdarstjóri Brimborgar. Egill er bróðir Hjálmars. Faðir þeirra er Jóhann J. Jóhannsson, stjórnarformaður Brimborgar og einn eigenda. Egill segir að konan, sem grunuð er um glæpinn, hafi ekki unnið hjá fyrirtækinu sjálfu. Samkvæmt heim- ildum DV vann hún við ræstingar ásamt annarri konu sem tengist ekki málinu, að því að talið er. Færði fé yfir á bróður sinn Samkvæmt lögreglunni barst kæran síðastliðinn mánudag. Lög- reglan segir að fjárhæðin hafi verið millifærð í gegnum heimabanka. Talið er að upphæðin hafi verið færð yfir á reikning bróður hinnar grun- uðu. Lögreglan segir rannsólcn vera á frumstigi. Samlcvæmt heimildum DV mun stúlkan hafa komist í gögn Hjálmars í gegnum starf sitt sem skúringakona. Þekkt er að fólk slökkvi ekki á tölvum sínum þegar það fer heim eftir vinnu og því auðvelt fyrir hvern sem er að komast í viðkvæm gögn. Ein manneskja grunuð Lögreglan segir að þegar bankar eru rændir með þess- um hætti séu góðar líkur á að endurheimta féið. „Það eru margir sem / koma að svona fyrir- tæki," segir Egill Jó- hannsson en margt fólk kemur inn í Brim- borg að sögn hans og því margir sem koma til greina. Egill stað festirþóað eintil tekin mann eskja s( grunuð. net- Spilafíkinn fjársvikari Samkvæmt heimildum DV er áð- urnefnd kona, sem er 28 ára, sterk- lega grunuð um verknaðinn. Hún mun áður hafa verið orðuð við fjár- svik. Hún mun hafa verið spilafíkill en unnið bug á þeirri fíkn sam- kvæmt heimildarmönnum. Bróðir stúlkunnar, eigandi reikningsins sem talið er að lagt hafi verið inn á, hefur oft komist í kast við lögin vegna fíkniefna. Jóhann J. Jóhannsson vildi ekki tjá sig efnislega um málið og ekki náðist í Hjálmar Örn þrátt fyrir ítrekaðar til- Hjálmar Örn Jóhannsson raunir. Varð fyrir barðinu á bíræfnum heimabankaþjófi. vaiur@dv.is Fyrrverandi starfsmaður varnarliðsins áfrýjaði Treystir á fébætur í Hæstarétti Mál Alberts Sævars Þorvaldsson- ar, sem ranglega var bendlaður við fjársvikin hjá Sölunefnd varnarliðs- eigna, var tekið fýrir í Hæstarétti í gær. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi íslenska ríkið í sumar til að greiða Alberti um eina milljón króna vegna vangoldinna launa. Sem starfsmaður vamarliðsins á Kefla- víkurflugvelli var honum gefið að sök að hafa aðstoðað starfsmann söltmefhdarinnar við ólögleg við- skipti með eignir varnarliðsins. Á meðan á rannsókn málsins stóð var Alberti meinaður að- gangur að herstöðinni Keflavík. Albert, sem vann í skemmu 866 á vellinum, komst því ekki til vinnu sinnar í um hálft ár. Á meðan þetta ástand varði voru Álberti ekki greidd laun. Hann var þó enn skráður starfs- maður vamarliðsins og gat því ekki fengið atvinnu- leysisbætur. Albert sagði við DV eftir að dómur féll Hvernig hefur þú það? „Uffþað ersvo margt”segir Benedikt Freyr Jónssort, eða B-Ruff, plötusnúðurog tónlistarmaður. „Ég er til dæmis að spila á kaffibarnum um helgina. Annars er ég að undirbúa upptökur á nýrri plötu með félögum mfnum í hljómsveitinni Forgotten Lores. Viöætlumað takauppgrunnahéráIslandienhaldasíðantilDanmerkurog klára plötuna þar.” í málinu að hann væri ósátt- ur enda taldi hann sig eiga nær fimm milljón- ir inni hjá varnarlið- inu. Hann áfrýjaði málinu því til Hæsta- réttar sem tók málið fýrir í gær og skilar svo úrskurði sínum inn- an þriggja vikna. Albert Sævar Þorvaldsson Fékk eina milljón í héraði en segist eiga meira inni. DV-mynd:GVA Lögreglan lokaði landaverksmiðju Lögreglan í Reykjavík fékk vitneskju um framleiðslu á landa í heimahúsi og í kjölfar þess var heimilisfólkið heimsótt í fýrrinótt. Við húsleit komu í ljós tæki til eimingar og einnig fundust 100 lítrar af landa. Lögreglan tók landann og tækintil framleiðslu hans. Heimilis- fólkið var flutt til yfirheyrslu. Ekld vildi lögreglan tjá sig um hvar í Reykjavík þessi framleiðsla á landa var stunduð. lm !

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.