Freyr

Árgangur

Freyr - 15.07.1998, Blaðsíða 9

Freyr - 15.07.1998, Blaðsíða 9
Athugun á notkun útitanka við geymslu búfjáráburðar Inngangur Meðhöndlun og geymsla búfjár- áburðar hefur breyst mjög mikið á undanfömum áratugum. Áður fyrr var algengast að aðskilja þvag og mykju í húsum fyrir stórgripi og í fjárhúsum var algengast að láta liggja við opin hús með taðgólfi. I stórgripahúsum var flórinn þá að jafnaði opinn, mykjunni mokað út og þvaginu var safnað í sérstakar þrær og dreift á tún. Nær öll tækni fram yfir miðja öld var því miðuð við meðhöndlun á föstum eða hálf- fljótandi áburði. Með meiri fjöl- breytni við landbúnaðarframleiðslu og stækkandi búum hafa orðið mikl- ar breytingar í þá veru að gera bú- fjáráburðinn meira einsleitan gagn- vart geymslu og meðhöndlun. Ástæðumar fyrir þessari þróun eru af ýmsum toga en til má nefna, auk þess sem framleiðslueiningarnar hafa stækkað, að notað er kjarn- meira fóður sem er uppskorið á öðr- um tíma sprettuferilsins. Þar af leið- ir að þurrefnisinnihald búfjáráburð- arins er að jafnaði minna og með allt aðra eðliseiginleika og því þarf ann- an búnað til að meðhöndla áburðinn. Samtímis þessu hafa menn reynt eftir föngum að hagræða við rekst- urinn á búunum, reisa og endurbæta byggingamar og gjaman í þá veru að nota megi sameiginlega geymslustað fyrir allan búfjáráburð. Fjósin eru t.d. flest orðin með flór- ristum eða ristum og flórsköfum sem færa áburðinn í geymslu undir húsunum eða við húsin. Líkt er farið um aðrar tegundir gripahúsa. Hér á landi er nokkuð á reiki hvað átt er við með hinum ýmsu heitum á bú- fjáráburði en til að fyrirbyggja mis- eftir Grétar Einarsson f 1 deildarstjóra bútækni- deildar RALA Æ J Ráðunautafundur 1998 skilning er í eftirfarandi umfjöllun talað um mykju þegar búfjáráburð- urinn hefur það lágt þurrefnisinni- hald að unnt er að nota dælur til flutnings á honum. Þó að það séu margir augljósir kostir við að með- höndla mykjuna umfram fastan bú- fjáráburð þá hefur það samt sem áð- ur leitt af sér ýmis hliðaráhrif, t.d. að fjárfestingarkostnaður varðandi geymslurými hefur orðið mun meiri og það hafa komið upp ýmis vanda- mál varðandi nýtingu búfjáráburð- arins úti á velli. Fjöldi rannsókna- stofnana erlendis hafa fengist við að skoða þessi mál. Megináherslan hef- ur verið lögð á að þróa ódýrar geymsluaðferðir, losna við óþægi- legan fnyk frá áburðinum, sérstak- lega í nágrenni við þéttbýli, og í þriðja lagi að koma áburðinum að plöntunum með þeim hætti að sem minnst tapist af næringarefnum. I eftirfarandi umfjöllun verður að- eins tekið á einum þætti þessa mála, þ.e.a.s. geymslu búfjáráburðar við gripahúsin. Ástæðumar eru þær að nú í haust var settur upp til reynslu útitankur við búfjárhús á Hvanneyri. Ætlunin er hér að kynna lauslega hvaða tækni um er ræða en eiginlegar niðurstöður liggja að sjálfsögðu ekki fyrir. Að þessum athugunum og rannsóknum standa Bændaskólinn á Hvanneyri sem leggur til aðstöðu og að hluta beinan kostnað við uppsetn- ingu, umboðsaðilinn Vélaval-Varma- hlíð hf. í Skagafirði sem leggur til geymslutankinn með búnaði og upp- setningu og bútæknideild Rala sem annast alla skipulagningu, gagna- söfnun og úrvinnslu. Magn og innihald búfjáráburdar I þessu samhengi er rétt að árétta og minna á hvaða magn- og verðmæta- tölur verið er að ræða um í tengslum við búfjáráburð. Árið 1992 var hald- in fróðleg ráðstefna varðandi búfjár- áburð að Hvanneyri þar sem tekið var á ýmsum þáttum sem snerta bú- fjáráburð. Meðal þess efnis sem þar kom fram var að í verðlagsgrund- vallarbúinu er reiknað með að til falli 369 tonn á kúabúum og 244 tonn á sauðfjárbúum (Ema Bjama- dóttir 1992). En þess ber þó að geta að ekki hafa á síðustu áratugum ver- ið gerðar kannanir varðandi magn þess áburðar sem til fellur. í stórum dráttum er efnamagn búfjáráburðar- ins ekki ólíkt því sem er í fóðurjurt- unum að samsetningu, enda er lang- mestur hluti fóðursins úr jurtaríkinu. j Breytileikinn er að sjálfsögðu afar j misjafn milli búfjártegunda og einn- ig hvort stunduð er kjöt- eða mjólk- urframleiðsla. Búast má við að finna j öll þau fmmefni sem plöntunum em j lífsnauðsynleg í búfjáráburði og af þeim ástæðum er hann mjög verð- mætur til áburðar. Vitað er að nýting j áburðarins er mjög misjöfn eftir næringarefnum og við yfirbreiðslu er t.d. oft miðað við að um helming- | ur köfnunarefnis tapist við geymslu og dreifingu. Freyr 9/98 - 9

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.