Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.1998, Blaðsíða 18

Freyr - 01.08.1998, Blaðsíða 18
Afkvœma - og kjötrannsóknir í svínarækt 1980-1997 Aárinu 1980 voru gerðar fyrstu skipulögðu afkvæmarannsókn- ir í svínarækt hér á landi. Þáverandi forstjóri RALA, dr. Bjöm Sigur- bjömsson, hvatti mig eindregið til að vinna að þessum rannsóknum og gerði mér það kleift. Einnig er rétt að geta þess að dr. Halldór Pálsson, þáverandi búnaðarmálastjóri veitti mér aðstoð við skipulagningu þess- — eftir Pétur Sig- tryggsson svínaræktar- rádunaut BÍ Með ströngu úrvali lífdýra er hœgt að ná miklum árangri á skömmum tíma. ara rannsókna. Markmið þessa rann- sóknaverkefnis var í fyrsta lagi að afla upplýsinga um notagildi ís- lenska svínastofnsins og í öðm lagi að nota niðurstöðumar til að lækka framleiðslukostnað á svínakjöti og samtímis að koma til móts við kröf- ur neytenda um fitulítið, bragðgott svínakjöt á viðráðanlegu verði. Við það að skýrsluhaldið var tekið upp og með niðurstöðum afkvæmarann- sóknarinnar var fyrst hægt að leggja mat á það hvemig íslenski svína- stofninn var í samanburði við svína- stofna í nágrannalöndunum. Sá samanburður sýndi að svína- rækt á Islandi stóð svínarækt á Norðurlöndunum langt að baki. Grísir vom léttir við got, margir fæddust dauðir eða dóu skömmu eftir fæðingu, vöxtur grísa var mjög hægur og tók um tveggja til þriggja mánaða lengri tíma að koma grísum upp í sláturstærð á íslandi heldur en á Norðurlöndunum og fitusöfnun þeirra var miklu mun meiri. Enn- fremur sýndu niðurstöður afkvæma- rannsóknanna að með ströngu úrvali lífdýra var hægt að ná mildum ár- angri á skömmum tíma. Þannig jókst fjöldi nytjagrísa eftir gyltu á ári úr 13,2 grísum 1981 í 18,3 grísi 1983 og meðalaldur sláturgrísa við slátmn lækkaði úr 252 dögum 1981 í 228 daga 1983. Á árinu 1980 útbjó ég skýrslueyðublöð fyrir svína- bændur en því miður var lítill áhugi meðal þeirra að nota þessi eyðublöð, þar sem flestir töldu að rekstur svínabúanna væri í ágætu lagi. Með tilkomu skýrsluhalds og þess árang- urs, sem varð af þessum afkvæma- 18- Freyr 10/98

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.