Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.1999, Blaðsíða 34

Freyr - 01.03.1999, Blaðsíða 34
s Ahrif sláttu- og rakstrarvéla á tún Það má skipta sögu heyverka á þessari öld í tímabil eftir því hvaða tækni hefur verið notuð við hey- skapinn. Eitt tímabil tekur við af öðru. Fyrir 1930 var algengast að léttstígir sláttumenn og rakstrar- konur á sauðskinnsskóm heyjuðu á þýfðum túnum eða blautum engjum. Arið 1920 voru hestasláttuvélar líklega á um það bil 4-5% býla í landinu, en upp úr því fór þeim að fjölga. Á árunum 1920-1945 eign- ast flestir bændur búvélar fyrir hesta, svo sem sláttuvélar, rakstrar- vélar og vagna. Forsenda fyrir þessari tæknibyltingu var að túnin voru sléttuð en um leið voru þau stækkuð. Á þessu tímabili voru fluttar til landsins nokkrar dráttar- vélar, sem aðallega voru notaðar til jarðvinnslu. Eftir seinna heimsstríðið var farið að flytja inn litlar dráttarvélar, svo- nefndar heimilisdráttavélar, ásamt greiðusláttuvélum, sem hæfðu þeim. Þar með hófst nýting aflvéla við heyskap (Árni G. Eylands 1950). Þessar dráttarvélar voru flestar léttar, þyngdin 500-1000 kg og dráttaraflið 9-19 hestöfl. Breidd hjóla að aftan var 9-10 tommur. Líklega fóru þessar vélar tiltölulega vel með túnin. Árið 1949 hófst innflutningur á Ferguson dráttarvélum, með svo- nefnt þrítengi, sem breytti nýtingu dráttarvélanna. Nýju dráttarvélarn- ar voru dálítið þyngri en flestar þær vélar sem fyrir voru. Um og eftir miðja öldina fara að koma ýmsar nýjungar í heyvinnu- vélum. Greiðusláttuvélar voru samt allsráðafdi og voru á markaði fram yfir 1970, en þá var þeirra tími 34- FREYR 2/99 eftir Magnús Óskarsson og Óttar Geirsson liðinn. Sláttutætarar, sem tættu og slitu grasið frá rót, voru á markaði 1960-1980 og voru jafnvel boðnir til sölu fram um 1990, sem hluti af verkfærasamstæðum til votheys- gerðar. Laust fyrir 1970 komu sláttuþyrlur á markað, sem hafa síðan unnið sér sess sem ríkjandi sláttuvél. Rakstrarvélarnar, snúningsvél- arnar og múgavélarnar, svipaðar þeim sem hestum var ætlað að draga, voru í fyrst notaðar lítið breyttar fyrir litlu dráttarvélarnar. Árin 1959 og 1960 var farið að flytja hjólmúgavélar til landsins (Ólafur Guðmundsson 1961) og hafa þær haldið velli fram á þennan dag. Upp úr 1960 fara að koma til landsins margs konar driftengd heyvinnutæki, svo sem fjölfætlur og heyþyrlur og síðar stjörnu- múgavélar. Þessar gerðir véla er enn ráðandi á markaði. Ef þeim er beitt harkalega hafa þær mikið afl til að rífa upp svörðinn. Á nieðan dráttavélarnar voru litlar voru þær látnar draga hey- vagna sem svipaði til hestavagna. Tafla 1. Áhrif múgavéla á uppskeru túna árin 1964- 1970. Uppskera, meðaltal 7 ára. a. Snúið fjórum sinnum og rakað tvisvar með hjólmúgavél eftir slátt. 43,8 hkg/ha hey b. Rakað með hrífu. 50,7 hkg/ha hey Það eru 90% líkur á því að munurinn á milli aðferða sé raunhæfur. Tafla 2. Áhrif múgavéla á gróður túna. Tilraun nr. 153- 64. Samsetning gróðurs, % tegunda. Snúið fjórum sinnum + rakað tvisvar með hjólmúgavél Rakað með hrífu Vallarfoxgras 54 59 Túnvingull 18 19 Vallarsveifgras 6 6 Língresi 1 Ógróið 22 15 FREYR 2/99 - 34

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.