Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.2001, Blaðsíða 30

Freyr - 01.04.2001, Blaðsíða 30
Alyktanir búnaðarþings Hér á eftir fylgja ályktanir búnaðarþings 2001 að undanskilinni fjárhagsáætlun Allsherjarnefnd Aðild að Evrópusambandinu Búnaðarþing 2001 telur að mikil óvissa sé um marga þætti í starfi og framtíðarstefnumótun Evrópusam- bandsins. Jafnframt er ljóst að að- ild að Evrópusambandinu myndi hafa veruleg áhrif á starfsumhverfi íslensks landbúnaðar. Ætla má að bændur og ekki síður afurðastöðvar hérlendis mundu lenda í miklum erfiðleik- um á sameiginlegum Evrópu- markaði. Mjög líklegt er að mikill samdráttur verði í flestum grein- um íslensks landbúnaðar, störfum rnuni fækka og tekjur bænda lækka, gangi ísland í Evrópusant- bandið. Reynsla finnsks land- búnaðar eftir inngöngu Finnlands í Evrópusambandið staðfestir of- angreinda ályktun. Varðandi aðra þætti í starfsemi Evrópusambandsins ríkir einnig mikil óvissa og má þar nefna: * Erfiðleikar eru í fískveiðum og veiðistjórnun og endurskoðun á því sviði fyrirhuguð. * Mjög alvarleg vandamál hafa komið upp varðandi búfjársjúk- dóma og matvælaöryggi. * Mikil óvissa ríkir í gjaldeyris- samstarfi sambandsins. * Uppi eru misvísandi hugmyndir um breytingar á landbúnaðar- stefnu sambandsins og margt óljóst varðandi stækkun Evrópu- sambandsins til austurs. Við þessar aðstæður telur Búnað- arþing að aðild að Evrópusamband- inu komi ekki til greina, heldur beri að tryggja hagsmuni Islands með öðrum hætti. Samþykkt samhljóða. Mótun heiidarstefnu fyrir landbúnaðinn Búnaðarþing 2001 samþykkir að beina því til stjórnar BI að láta vinna að heildarstefnu fyrir íslensk- an landbúnað. Greinargerð: Þar sem tækifæri íslenskra bú- vöruframleiðenda miðast að mestu leyti við innanlandsmarkað, þarf að ríkja sátt í þjóðfélaginu um mark- aðinn, aðstöðu landbúnaðarins og um búskaparaðferðir. Þegar neytendur stíga fram og lýsa sig reiðubúna til að ræða þessi málefni gefst tækifæri til að móta stefnu fyrir landbúnaðinn til fram- tíðar með hagsmuni bænda, neyt- enda og umhverfis að leiðarljósi. Eðlilegt er að hefja starfið á því að taka saman allt það sem unnið hefur verið í málaflokknum, sam- ræma það og fylla í eyðumar. Þann- ig ætti að verða til aðgengilegur gagnagrunnur sem áframhaldandi vinna myndi byggjast á. Samþykkt samhljóða. Um vegagirðingar og aðgerðir til að draga úr slysahættu á þjóðvegum þar sem búfé á í hlut Búnaðarþing 2001 skorar á ríkis- stjórnina að beita sér nú þegar fyrir breytingum á lögum og reglugerð- um þannig að allur stofn- og við- haldskostnaður við vegagirðingar verði alfarið á hendi veghaldara. Greinargerð: Þingið telur eðlilegt og sann- gjarnt að öll mannvirki, þar með taldar merkingar og undirgöng, sem gerð eru til að friða vegsvæði stofn- og tengivega verði meðtalin í stofn- og viðhaldskostnaði þjóð- vega og því fjármögnuð af ríkis- sjóði, en Vegagerðinni verði falin öll samræming og umsjón fram- kvæmda. Gerðar verði nauðsynleg- ar breytingar á vegalögum nr. 45/1994, með síðari breytingum, og þar með verði felld brott 56. gr. vegalaga sbr. ályktun búnaðarþings 2000 og jafnframt numin úr gildi reglugerð um girðingar með vegum nr. 325/1995. Þá verði komið á reglubundnu eftirliti með lausa- göngufénaði á vegsvæðum í sam- vinnu við viðkomandi sveitar- stjómir og lögreglu. Samþykkt samhljóða. Frumvarp til girðingalaga Búnaðarþing 2001 hefur fengið til umfjöllunar drög að frumvarpi til girðingalaga. Þingið samþykkir að vísa málinu til stjórnar BI. Samþykkt samhljóða. Ráðstöfun ríkisjarða Búnaðarþing 2001 beinir því til landbúnaðarráðherra að í verklags- reglum vegna ráðstöfunar á jarð- eignum og greiðslumarki rfldsins verði eftirfarandi haft í huga: 1) Að þeir njóti forgangs að leigu eða kaupum á viðkomandi jörð sem ætla að stunda búskap og/eða hafa þar fasta búsetu. 2) Að þegar ábúðarhæf jörð losnar úr ábúð sé hún jafnan auglýst til leigu áður en til sölu kemur. 3) Að ríkið hagi viðhaldi jarða sinna, sem ekki eru í ábúð, þannig að það samræmist verk- efninu „Fegurri sveitir“. 4) Að sölu jarða sem ekki eru í ábúð verði hraðað. 5) Að sveitarstjórn verði gefinn 30 - pR€VR 3/2001

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.