Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.2001, Blaðsíða 46

Freyr - 01.05.2001, Blaðsíða 46
Afkvæmarannsóknir á hrútum haustið 2000 reytt kjötmat kom til fram- kvæmda haust- ið 1998 og þá hófst um leið umfangs- mesta einstaka verkefni sem unnið hefur verið hér á landi í sauðfjárrækt þegar á vegum búnaðar- sambandanna voru settar upp skipulegar afkvæma- rannsóknir vegna kjöt- gæða. Framleiðnisjóður landbúnaðarins styrkti þetta verkefni. Viðbrögð bænda voru meiri og betri en nokkur hafði þorað að vona. Samtals voru unnar rannsóknir á rúmlega 250 búum og dæmdir á þenn- an hátt yfir 1400 af- kvæmahópar. Umfang starfsins var nánast óbreytt haustið 1999. I þessum rannsóknum er leitast við að samþætta í eina gæðaeinkunn nið- urstöður annars vegar úr kjötmati á lömbum und- um hrútnum og hins veg- ar á niðurstöðum mats á lifandi lömbum þar sem ómsjármælingar vega mest en einnig telur þar með stigun fyrir lærahold á lifandi lömbum og mat á ullargæðum. Haustið 2000 var þessi starfsemi áfram styrkt af Framleiðnisjóði landbún- aðarins. Reglum um fram- kvæmd var breytt þannig að nú var gerð krafa um að til þess að rannsókn væri styrkhæf væru að lágmarki fjórir hrútar í rannsókninni á búinu en áður voru þrír hrútar lág- 46 - pR€VR 6-7/2001 mark. Rétt er samt að taka fram að rannsóknir með þrem hrútum eru teknar til uppgjörs og nokkrar slíkar voru unnar haustið 2000, allar á Suðurlandi. Rétt er hins vegar að minna á að þessa vinnu er verið að framkvæma til þess að fá grunn til að velja á milli hrútanna sem eru í rann- sókninni. Eftir því sem fleiri hrútar eru í rannsókn því meiri möguleikar verða til úrvals að henni lokinni. Haustið 2000 varð þátt- taka í þessu starfi talsvert meiri en áður hafði verið þrátt fyrir ögn hertar regl- ur. í töflu 1 er gefið yfirlit um umfang rannsókn- anna eftir svæðum. Þar sést að rannsóknir voru alls á 266 búum haustið 2000, þannig að þar er fjölgunin ekki mikil, en afkvæmahópar, sem dæmdir eru, eru 1700 og þeim fjölgar verulega á þriðja hundraðið frá því sem áður var. Slíkt verður að teljast ákaflega já- kvætt. I sambandi við tjölda afkvæmahópa kemur fyrir með örfáa hrúta að þeir séu í prófun á fleiri en einu búi og eru þá tvítaldir í þessum fjölda. Slík tilvik ná samt ekki heilum tug. Um- fangið eykst á öllum svæðum nema á Vestur- landi þar sem umtals- verður samdráttur er í starfinu frá árinu áður. Það má vafalítið skýra að stórum hluta með því að haustið 1999 var mikið af veturgömlum hrútum eft- ir sæðingar sem bændur voru duglegir að fá próf- un á. Haustið 2000 var hins vegar frekar lítið af veturgömlum hrútum á svæðinu þar sem sæðing- ar höfðu ekki verið árið áður og þess vegna áhugi minni. A Austurlandi er einnig aðeins minna um- fang en árið áður. Þar er einnig miklu stærri hluti rannsókna unninn með lágmarksfjölda hrúta í rannsókn, eins og sjá má á töflunni, ef borið er saman hlutfall búa og hrúta. Til að ná sem mest- um árangri með þessum rannsóknum ætti það að vera kappsmál þeirra sem framkvæma þær að fá um leið mat á allan þann hrútastofn á búinu sem á að vera í ræktunarstarf- inu. Nýr þáttur, sem kom til sögunnar haustið 2000, voru afkvæmarannsóknir á nokkrum stöðum vegna sauðfjársæðingastöðv- anna. Haustið 1999 var leyfi veitt af dýralækna- yfirvöldum til þess að framkvæma afkvæma- rannsóknir á hrútum fyrir stöðvarnar á nokkrum stöðum. Þessar rannsókn- ir voru því skipulagðar strax haustið 1999. Fram- kvæmdin er þannig hugs- uð að unnt sé að safna á eitt bú nokkru úrvali hrúta af stærra svæði og fá þá boma saman inn- byrðis í afkvæmarann- sókn. Hrútahópurinn er síðan hafður í einangrun- argirðingum um sumarið. Um hausið, strax og nið- urstöður liggja fyrir, eru síðan fluttir beint inn á stöðvarnar þeir hrútar sem taldir eru hafa sýnt Tafla 1. Umfang haustið 2000 afkvæmarannsókna Svæði F.jöldi búa Fjöldi hópa Vesturland 30 192 Vestfirðir 20 144 Strandasýsla 32 237 V-Húnavatnssýsla 27 175 A-Húnavatnssýsla 12 65 Skagafjörður 41 250 Eyjafjörður 17 107 S-Þingeyjarsýsla 16 101 N-Þingeyjarsýsla 20 151 Austurlands 18 84 A-Skaftafellssýsla 6 33 Suðurlands 27 161 Samtals : 266 1700
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.