Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.2001, Blaðsíða 36

Freyr - 01.11.2001, Blaðsíða 36
raunum þar sem spretta var lökust og ekki tekist að bæta úr því með fosfóráburði. Það kemur fram í því að fosfórprósenta er lægst þar sem sprettan er minnst (neðsta lína í öðrum dálki í 5. töflu). Fosfór í grasi við hámarksupp- skeru var 0,22-0,35% í þurrefni eft- ir uppskeru, 4.tafla. Við mestu uppskeru (5,6 to 6,5 tonn þurrefni á ha) er kjörmagn fosfórs lægst 0,22% í þurrefni. Annars er kjörmagn fosfórs á bilinu 0,29-0,35% P í þurrefni. Það er í góðu samræmi við fyrri rannsóknir. Samkvæmt erlendum rannsóknum og fyrri rannsóknum liér á landi (Friðrik Pálmason 1972) er hæfi- legt fosfónnagn i grasi og heyjum að jafnaði 0,30-0,31% í þurrefni. Kalí í grasi lækkar úr 2,5 í 1,8% í þurrefni með vaxandi hámarks- uppskeru frá 3 til 8 tonnum á hekt- ara, 6. tafla. Án kalíáburðar eykst hins vegar kalí í grasi úr 0,76 í 1,16% K með vaxandi uppskeru. Við mestu uppskeru án kalíáburðar (71 hkg/ha af þurrefni og 1,2% K) er kalí yfir neðri skortsmörkum (80% af hámarksuppskeru), en við minnstu uppskeru án kalíáburðar (16 hkg/ha og 0,76% K) er kalí langt neðan þessara marka. Kali við hámarksuppskeru (1,8- 2,5% K í þurrefni, 5. tafla) er sam- bærilegt við kjörmagn í rannsókn- um Wiegners og van Itallie (tilvitn- un Goodall and Gregory 1947)1.9- 2% K, en nokkru lægra en í fyrri rannsóknum hér á landi (2,5-2,7% K i þurrefni). í 7. töflu er sýnt hvað mikil upp- skera næst án N-, P- eða K-áburðar, sem hlutfall af mestu uppskeru með N-, P- eða K-áburðargjöf. Þannig er frjósemi jarðvegs metin fyrir plöntunæringarefnin N, P og K hvert um sig. Að jafnaði er mest svörun fyrir N-áburð (án N-áburðar fæst aðeins 34-68% af þeirri uppskeru sem næst með kjörmagni Náburðar) en svörun er mun breytilegri fyrir fos- fór (uppskera án P-áburðar 26-87% af mestu uppskeru með P-áburði). Minnst svörun er fyrir kaliáburð. Engu að síður er kalíáburður mikil- vægur ef tryggja á góða uppskeru (án kalíáburðar fæst aðeins 61-82% af þeirri uppskeru sem fæst með kjörmagni kalíáburðar). Með greiningu á skorti N, P eða K með notkun á töflum 4-6 er or- sök skortsins ekki fundin. Til greina kemur áburðarskortur eða léleg nýting áburðar vegna að- stæðna (lélegrar framræslu, þurrka eða kulda). Jarðvegsefnagreining mælir nýtanleg efni í jarðveg. Samnotkun jarðvegs og heyefna- greininga gefur fyllri upplýsingar en hvor um sig og möguleika á að greina hvort um er að ræða áburð- arskort eða léleg nýtingarskilyrði. Þess er vænst að þær aðferðir við greiningu á næringarskilyrðum í túnum og komrækt ,sem hér er lýst, eigi eftir að koma leiðbein- ingaþjónustunni og bændum að notum. Heimildir: Friðrik Pálmason, 1972. Fosfór og kalí í grösum og grasspretta. íslenskar landbúnaðarrannsóknir: 4(2), 15-31. Friðrik Pálmason, 2000. Heyefna- greiningar og áburðarleiðbeiningar. Ráðunautafundur 2000, 123-131. Goodall D.W. and F.G. Gregory, 1947. Chemical composition of plants ATTA C-samtökin... Frh. af bls. 37 Við styðjum þá viðleitni að af- skrifa skuldir þróunarlandanna sem og myndarlega þróunaraðstoð Nor- egs og annarra ríkra landa, en vekj- um jafnframt athygli á að aðstoð ríkra landa við fátæk lönd er nú minni, sem hluti af þjóðarfram- leiðslu, en hún hefur verið síðan 1960. ATTAC hefúr á síðari ámm, eins og mörg önnur samtök, tekið þátt í mótmælaaðgerðum víða um heim þegar efnt hefur verið til funda helstu leiðtoga heimsins. Inn i þessar aðgerðir hafa blandað sér as an index of their nutritional satus. Technical Communication No. 17. Imperial Bureau of Horticulture and Plantation Crops. Magnús Oskarson og Matthías Egg- ertsson, 1978. Efnagreiningar á jarð- vegi og gróðri. Aburðarfræði, Utg. Búnaðarfélag íslands, bls 80-84. Óttar Geirsson, 2000. Áburðamotk- un. Handbók bænda 2000, 50. árgangur 19-21. Ritstjóri Matthías Eggertsson, útgefandi Bændasamtök Islands. Páll Bergþórsson, 1985. Lofthiti, köfnunarefhi, fosfór og kalí. Freyr 81 (24), 989-993. Sirnan G., 1974. Nitrogen status in growing cereals with special attention to the use of plant analysis as a guide to supplemental fertilization. Disserta- tion. The Royal Agricultural College of Sweden 93 pages. Unnsteinn Snorri Snorrason, 2001. Kolefnis- og níturlosun í komræktar- jarðvegi og áhrif íblöndunar komhálms á losunina. Aðalverkefhi við Búvís- indadeild Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri 2001. Vielemeyer, H.P, P. Neubert, I. Hundt, G. Vanselow and P. Weissert, 1983. Ein neues Verfahren zur Ableitung von Grenzwerten fur die Einschatzung des Emahrungszustandes landwirtschaftlicher Kulturpflanzen. Archive Acker-, Pflanzenbau und Bodenkunde (Berlin): 27 (7), 445-455. fámennir hópar sem hafa þar hafl það helst að markmiði að beita valdi og stunda skemmdarverk. Þessir hópar hafa nær undantekningalaust skemmt fýrir málstað annarra hópa mótmælenda, svo sem ATTAC, auk þess sem við erum ósammála málstað þeirra. ATTAC hefúr sett sér þá meginreglu að beita ekki ofbeldi af nokkru tagi og samtökin hafa fengið viðurkenningu fyrir framkomu sína, jafnvel frá þeim þjóðarleiðtogum sem þau hafa verið að gagnrýna. Af þeim má nefna bæði Göran Persson, forsætis- ráðherra Svía, og Tony Blair, forsæt- isráðherra Breta. („Bonde og Smábruker", nr. 8/2001). 36 - FR€VR 11/2001

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.