Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.2002, Blaðsíða 29

Freyr - 01.03.2002, Blaðsíða 29
Af landnemum og landbúnaðl í Nova Scotla Stóran hluta ársins 2001 dvaldist ég við landbúnað- arháskólann í Truro í Nova Scotia í Kanada. Þessum skóla er fyrst og fremst ætlað að þjóna nemendum frá austur- fylkjum Kanada. Ég var þar við rannsóknir og að kynna mér eitt og annað sem þar er verið að gera. Þetta er frekar lítill skóli, með tæplega 900 nemendur. Kanada er gríðarlega stórt land að flatarmáli, einungis Rússland er stærra. Þar búa um 30 milljón- ir manna, flestir í suðurhluta landsins. Kanada skiptist í 10 fylki og þrjú sjálfstjómarsvæði með takmarkaða sjálfstjóm. Vest- asta fylkið er British Columbia, þá Alberta, Saskatchewan, Mani- toba, Ontario, Quebec, New Brunswick, Prins Edward Island, Nova Scotia og Nýfundnaland (Newfoundland). Sjálfstjórnar- svæðin em öll í norðurhluta landsins en þau heita Yukon, The Northwest territories og Nunavut. í Kanada býr fleira fólk af ís- lenskum ættum en í nokkm öðru landi utan Islands. Flestir em í Manitoba og áhugi okkar fslend- inga hefur því fremur beinst að því fylki en öðmm. Fylkin á aust- urströndinni em lítil að flatar- máli miðað við hin og ekki fjöl- menn. Hér á íslandi höfðu menn varla heyrt minnst á Nova Scotia (Nýja Skotland) fyrr en Flugleið- ir fóru að fljúga til Halifax fyrir nokkmm ámm, en Halifax er höfuðborg fylkisins. Evrópubúar komu hins vegar snemma að austurströnd Kanada. Við þekkjum vel söguna af ferð- um Leifs Eiríkssonar og félaga hans um árið 1000. Páll Berg- þórsson, veðurfræðingur, telur að Straumsfjörður, sem nefndur er í Grænlendingasögum okkar, hafi verið þar sem nú er „Bay of Fundy” en hann skilur að Nova Scotia og New Bmnswik. Við Straumfjörð bjuggu hjónin Þor- finnur karlsefni og Guðríður Þor- bjarnardóttir í þrjá vetur. Árið 1497 kom John Cabot til Nýfundnalands (eða Nova Scotia, menn greinir á um það) og lýsti það enskt land. Næstu hundrað árin voru gerðir nokkrir leiðangr- ar til þessa svæðis og menn dvöldust þar um skemmri tíma að minnsta kosti. Árið 1605 námu Frakkar land í Port Royal í Nova Scotia og sú byggð entist í tvö ár, en þá fluttu þeir sig til Quebec. Evrópumenn settust því fyrr að á þessu svæði en annars staðar í norðanverðri Ameríku. Nova Scotia er rúmlega helm- ingur íslands að stærð (55.000 km2) og þar búa um 900.000 manns. Landið er hæðótt en eng- in há fjöll em þar. Hið hæsta er 500-600 m. Þarna er mikill skóg- ur, víðast vaxa lauf- og barrtré saman. Sums staðar er landið gott til landbúnaðar en víða er lítill Eleanor Belmore við minnisvarðann um íslenska landnámið í Marklandi. Kort af byggðinni sést einnig. (Ljósmyndir: Guðni Þorvaldsson). Freyr 2/2002 - 29 |

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.