Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.2002, Blaðsíða 21

Freyr - 01.11.2002, Blaðsíða 21
Afkoma í nautgrlparaM á árlnu 2001 með samanburðl vlð árlfl 2000 samkvæmt uppgjörl búrelknlnga Inngangur I samantekt þeirri sem hér fer á eftir er unnið með gögn úr rekstri sérhæfðra kúabúa samkvæmt skýrslu Hagþjónustu landbúnað- arins um uppgjör búreikninga 2000 og 2001. Um er að ræða samanburð á niðurstöðum úr rekstri 168 kúabúa árið 2001, samanborið við 206 kúabú árið 2000. Sérhæfð kúabú eru skil- greind sem þau bú sem hafa að lágmarki 7/10 hluta af regluleg- um tekjum (búgreinatekjum) af nautgripaafurðum. Bústærð Bústærð í úrtakinu er að með- altali 28,6 mjólkurkýr árið 2000 og 29,8 mjólkurkýr árið 2001. Framleiðsluréttur í mjólk er 113.274 lítrar (2000) samanborið við 123.331 lítra (2001). Innlegg í mjólkurstöð samsvarar 115.133 lítrum (2000); um 1,6% umfram rétt og 126.939 lítrum (2001); um 2,9% umfram rétt. Miðað við innvegið magn í mjólkurstöð er nyt mjólkurkúa 4.026 lítrar (2000) samanborið við 4.260 lítra (2001). Vetrarfóðr- uðum kindum fjölgar að meðal- tali úr 52 í 57 á milli ára og hrossum úr 10 í 12. Búin eru mjög sérhæfð og sem hlutfall af heildarbúgreinatekjum er vægi tekna af nautgripaafúrðum um 94%, bæði árin. Umfjöllun A rekstraryfirliti (tafla 1) kemur ffam að heildarbúgreinatekjur eru 9,4 milljónir króna (2000) og rúmlega 10 milljónir króna (2001). Á árinu 2001 hækka tekj- ur af nautgripum um rúmlega 1,2 milljónir króna eða um 13,2%; aðrar búgreinatekjur losa 600 þúsund krónur og eru óbreyttar á milli ára. Þegar deilt er upp í tekj- ur af nautgripum með fjölda inn- veginna mjólkurlítra kemur fram að heildartekjur á lítra hækka úr 76,68 krónum (2000) í 78,72 krónur (2001) eða um 2,7%. Hafa ber í huga að um er að ræða allar tekjur af nautgripum. Breytilegur kostnaður hækkar úr 3,4 milljónum króna (2000) í 3,9 milljónir króna (2001); hækk- unin nemur 11,3%. Til skýringar er einkum aukinn kostnaður vegna rekstrarvara og vegna kaupa á kjamfóðri (þ.e. aukið magn). Framlegð hækkar um 800 þúsund krónur og framlegðarstig hækkar um 1% milli ára, eða úr 63% í 64%. Hálffastur kostnaður hækkar úr 1,8 milljónum króna í um 2,0 milljónir króna; um 166 þúsund krónur eða 9%. Þeir kostnaðarliðir sem hækka em einkum laun og launatengd gjöld, viðhald útihúsa og rekstrarkostnaður biffeiðar. Fymingar hækka úr 2,3 millj- ónum króna í rúmlega 2,5 millj- ónir króna eða um 209 þúsund krónur á milli ára. Til skýringar er einkum niðurfærsla greiðslu- marks og aðrar afskriftir. Fjármagnsliðir hækka töluvert á milli ára, eða úr 808 þúsundum króna (2000) í 1,0 milljón króna (2001); um 24%, að teknu tilliti til verðbreytingafærslu og vaxtatekna. Liðurinn „aðrar tekjur“ lækkar úr 932 þúsund krónum (2000) í 776 þúsund krónur (2001). Mest munar um lægri tekjur vegna sölu á greiðslumarki. Hagnaður fýrir laun eiganda hækkar úr rúmlega 1,9 milljónum króna (2000) í tæplega 2 milljónir króna (2001); um 3,2% og reikn- uð launagreiðslugeta hækkar um 118 þúsund krónur, eða um 4,9% á milli ára. Vergar þáttatekjur (tafla 3) hækka úr 5,5 milljónum króna (2000) í um 6,0 milljónir króna (2001); um 516 þúsund krónur eða sem svarar 9,3%. Á efnahagsyfirliti (tafla 2) kemur fram að veltufjármunir standa nokkum veginn í stað á milli ára. Eignamyndunin eykst aðallega í inneign í kaupfélagi og í birgðum á árinu 2001. Fastafé hækkar úr nær 15,6 milljónum króna (2000) í 18,3 milljónir króna (2001). Hér kemur einkum til aukin fjárfesting í greiðslu- marki og útihúsum. Bókfærðar eignir sem nema 16,9 milljónum króna (2000) hækka þannig í um 19,5 milljónir króna (2001). Heildarskuldir búanna aukast að meðaltali úr 12,9 milljónum Freyr 9/2002 - 21 I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.