Mjölnir


Mjölnir - 14.02.1945, Blaðsíða 4

Mjölnir - 14.02.1945, Blaðsíða 4
Miðvikudaginn 14. febr. 1945 6. tölubl. 8. árgangur Siglufjarðarbíó Finuntudaginn kl. 9: Kvenhetjurnar Þessa mynd ættu allir Sigl- firðingar að sjá. Föstudaginn kl. 9: Viðureign á N or ður- Atlanzhaf i Sýnd eftir áskoruniun og og verður þetta allra síð- asta sýning á þeirri mynd. NflAR BÆKUR Einar Jónsson, tvö bindi á kr. 160 Hafið bláa, eftir S. Helgason Heldri menn á húsgangi. Fasteignamat jarða og liús- eigna í Skagafirði. Úrval 6. hefti Heimilisritið, janúar Þeir sem vildu gerast áskrif- endur að eftirtöldum l>ókum, snúi sér til okkar: ALFRÆÐABÓKIN MAÐURINN STURLUN G AS AG A FUNDUR VlNLANDS Bókaverzlun Lárusar Þ. J. Blöndal NYJA BfÓ Miðvikudaginn kl. 5: Fagurt er á f jöllum Sýnd aðeins þetta eina sinn Miðvikudaginn kl. 9: Týnda bréfið Aðalhlutverk: * BRENDA JOYCE RICHARD TRAVIS Fimmtudaginn kl. 5: Kölski í sálnaleit Fimmtudaginn kl. 9: Týnda bréfið Sunnudaginn kl. 5: Smámyndir Sunnudaginn kl. 9: Vordagar við Klettafjöll Gullfalleg litmynd sem liefir alstaðar farið' sigurför með hinum vinsælmn og eftirsóttu BETTY GRABLE JOHN PAYNE CARMEN MIRANDA CESAR ROMERO »♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦•«»•♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦■♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦. Blandaðir ávextir 8. 70 kg. KAUPFÉLAGIÐ Bakkabúðin er opnuð aftur og þar selt: Mjólk, brauð, mat vörur, hreinlætisvörur og fleira KAJ EGERUP Nýreykt kjöt Barinn harðfiskur Reykt bjúgu Ávaxtadrykkir Síld í dósum og maiigt fleira Kjötbúð Siglufjarðar Frá Happdrættinu! Endumýjun er hafin. Skrif- stofa Happdrættisins er í Aðal- götu 14 (hús Jóhanns Sigur- jónssonar), gengið inn frá Vetrarbraut. ATHUGIÐ ! Til 15. þ. m. hafa menn forkaupsrétt að sömu númerum og í fyrra. JÓN GÍSLASON HINN SVARTI NAPOLEON Eftir KARL OTTEN ,,I herstöðinni Turel 29. ágúst 1793. Bræður og víöh*! Eg er Toussaint Louverture. Þið þekkið þeg- ar nafn mitt. Eg hef tekizt á hendur að hefna þeirra grimmu örlaga, sem urðu ykkar hlut- skipti hjá óvinunum .Það skal ríkja frelsi og jafnrétti í San Dómingó og það er verkefni mitt að koma því í framkvæmd. Bræður, gangið í lið með okkur, berjist með okkur fyrir okkar sameiginlega málstað. Einlægur vinur og þjónn svertingjanna Toussaint Louverture Hershöfðingi í hinum konunglega her, sem berst fyrir velferð fólksins.“ \ Þetta er eitt af hinum mörgu ávörpum, sem Toussaint sendir út til þess að hrífa þrælana úr deyfðardvala og eggja þá til stríðsins, sem í vændum er. í þessum ávörpum kunngjörir hann þeim hugsjónir sínar, sem í rauninni eru hinar sömu og frönsku byltingarinnar. Þarna kemur fram í fyrsta sinn hið leyndardómsfnlla orð Louverture, en menn vita hvorki um upp- runa þess né merkingu. Orðið birtist þarna einn góðan veðurdag og síðar hefur það verið tengt nafni hans, óaðskiljanlegt frá því. Hann sjálfur og svertingjarnir halda því fram, að þetta sé blátt áfram heiðursnafnbót. Toussaint var sá fyrsti, sem opnaði hlið frelsisins fyrir svertingjunum. Jean Francois, sem vill láta Spánverjana lítá á sig sem hinn mikla og önnum kafna her- foringja, en er gjarn á að fela samstarfsmönn- um sínum hinar erfiðu hernaðaraðgerðir, lítur með öfund og tortryggni til hinna ört vaxandi áhrifa Toussints. Dag nokkurn lætur hann svo einfaldlega varpa Toussaint í fangelsi í Valliere, undir ein- hverju einskisverðu yfirskini. Biassou mótmæl- ir strax kröftuglega þessu óþokkabragði og er Toussaint því bráðlega látinn laus aftur. En þetta atvik kemur honum til að vera ennþá varkárari og hafa um sig lífvörð, sex hundruð úrvals hermenn, sem hann þekkir alla persónu- lega. Hann lýsir sig þannig óháðan og styðst við úrvalshersveitir sínar. Stendur hann sem sjálf- stæður hershöfðingi, beint undir stjórn spánska landsstjórans, de Hermona. Frægð hans er nú orðin svo mikil, að margir blökkumannaherforingjar í franska hernum ganga í lið með honum. Hann kemur sér upp herforingjaráði og sjálfstraust hans styrkist og vex. Svo byrjar hann sitt eigið stríð gegn Frökkum, sem fljótlega komast í kynni við klær ljónsins. Frakkar hafa víggirt hinar gömlu svertingja- bækistöðvar Dondon, Marmelade og Ennery og gert þær að rammgerðum virkisborgum. E.r og mikill liðsafli þeim til varnar. Allar þessar borg- ir eru uppi í fjöllum, umgirtar hamraveggjum. Toussaint nær á svipstundu útvirkjunum við Dondon og Tannerie á vald sitt og byrjar um- sátur um Frakkana í virkjunum. Hermenn hans eru stöðugt á ferli um fjöllin, jafnt nótt sem dag. Þeir velta grjóti og björgum niður yfir hersveitir, sem ganga framhjá og veita lækj- unum út úr farvegi sínum niður í skotgrafirn- ar. Virkisstjórinn Brandicourt á því ekki ann- ars kost, en að hörfa til Marmeladevirkisins. Toussaint hefur nú yfir þessum litla sex hundruð manna her að ráða og stendur and- spænis tvö þúsund manna her evrópísks stór- veldis, vel þjálfuðum og útbúnum. Strax og honum verður ljóst, hvað Frakkarnir hafa í hyggju, skipar hann helmingi liðs síns milli virkisins og útvirkjanna og felur stjórn þess Charles Belair undirforingja. En með hinn hluta liðsins með sér hefur hann gát á hreyf- ingum Frakkanna í virkinu. Þeir gera sér vonir um, að geta komizt burtu í myrkrinu, því að þeir halda aðisambandsleiðin sé opin. Hún er auk þess víggirt og liggur um gil og gljúfur. Fyrirlitning þeirra á herkænsku svertingjanna er svo mikil, að þeir senda ekki einu sinni njósn- arsvetir á undan, heldur ganga í þéttri fylk- ingu. Og áður en þeir höfðu áttað sig, skellur á þá kúlnahríðin frá hermönnum Belairs. Tous- saint kemur svo aftan að þeim og hrekur bak- sveitirnar til meginhersins. Frakkarnir eru um- kringdir og Brandicourt hershöfðingi neyðist til að gefast upp með allan sinn her. Toussaint er ásamt herráði sínu að kanna stöðvarnar í Dondon, þegar honum berst fregn- in um uppgjöfina. Hann þýtur samstundis á vettvang og tekur á móti hinum handtekna hershöfðingja með allskonar virðingarmerkj- um. Eftir að gengið hefur verið frá samning- um er farið með fangana til bækistöðva svert- ingjahersins. Þeir ganga í fylkingum, herdeild eftir herdeild, undir blaktandi fánum og trumbuslætti með byssur um öxl. 'Þetta er í fyrsta sinn, sem þrælarnir taka höndum hersveitir Evrópumanna og semja við foringja þeirra. Svertingjarnir horfa nú skjálf- andi á beinunum á sína fyrrverandi herra ganga fylktu liði með öllum vopnabúnaði. Hvað eru þeir sjálfir ? í hæsta lagi aðeins vopnaðir ræn- ingjar. Og þeir höfðu tekið höndum þessar glæstu og vel búnu hetjur, aðeins sex hundruð saman! Svertingjarnir verða óttaslegnir og langar helzt til að hlaupa burt, En þarna stend- ur hinn mikli hershöfðingi Toussaint Louver- ture og heilsar rólegur og öruggur með sverði sínu. Þeir grípa þá einnig byssur sínar og sverð og setja sig í stellingar, eins og þeim hafði verið kennt. Toussaint heyir sitt eigið stríð, stríð.svert- ingjanna um lendur San Domingó. Hann fær skotfæri, mat og aðrar nauðsynjar ftá Spán- verjunum og leggur undir sig æ stærri hluta af frönsku landi í látlausum bardögum. Hann boð- ar svörtu íbúunum hugsjónir sínar. I öllum sveitaþorpum, sem hann hertekur, safnar hann saman íbúunum og skipar þeim að hefja endur- reisn ræktunaririnar. Því að í innsta eðli sínu hefur hann viðbjóð 'á þessu borgarastríði og öllu stríði, sem herjar og eyðir landið og leiðir yfir það sorg og óhamingju. Strax á þessu stigi málsins hlýtur honum að hafa verið ljóst, að svertingjarnir voru ekki þeim verkefnum vaxn- ir, sem leysa þurfti á sviði verzlunar og land- búnaðar. Þess vegna skoraði hann á alla land- eigendur, sem flúið höfðu inn á spánskt land, að hverfa aftur til búgarðanna og taka við um- sjón r^ektunarinnar. Tannerie, Dondon og Marmelade eru þegar á valdi hans. Brátt fellur einnig Ennery og Toussaint sækir fram til Gonaives, víggirtrar borgar við ströndina. Nú hefur þann náð til vesturstrandarinnar. Virkisborgir Toussaints skipta nú frönsku nýlendunni í tvennt. I norð- urhlutanum ráða svertingjarnir, en í suðurhlut- anum að meira eða minna leyti kynblendingar. Á meðan fallbyssur svertingjanna þruma úti fyrir borgarnajirum Gonaives, koma allt í einu ensk herskip í ljós úti við sjóndeildarhringinn. Þau setja á land liðsveitir og beina fallbyssum sínum áð borginni til að skýla fótgönguliðinu, sem sækir fram með byssustingina. m Svertingjunum og Englendingunum lendir saman í miðjum bænum og skjótast á. En hver hefur bæinn? íbúarnir ganga í lið með Toussaint og Eng- lendingarnir verða að hörfa úr bænum. Þetta var fyrsta Viðureign Toussaints við þá og segja má, að þetta sé fyrsti sigur hans yfir þeim. ►♦♦♦♦♦❖♦♦♦<

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.