Mjölnir - 24.10.1969, Blaðsíða 4

Mjölnir - 24.10.1969, Blaðsíða 4
Siglufjorður Sigifirzh bœjarmálefni Bygging nýs skuttogara komin á undirbúningsstig Bæjarstjórn Siglufjarðar og stjórn S. R. hafa samþykkt aðild að félagi um kaup og rekstur á ca. 500 lesta skuttogara af Raymond-gerð TANNVIÐGERÐIR. Fulltrúar Alþýðubandalagsins í bæjarstjórn fluttu nýlega til- lögu um athugun möguleika á því, að Sjúkrasamlag Siglufjarð ar greiddi tannlækningar sam- lagsmeðlima að nokkru eða öllu leyti. Tillagan var samþykkt og málinu vísað til stjórnar sam- lagsins. SJÚKRAHÚSSRÁÐSMAÐUR. Átta manns sótti um starf ráðs manns Sjúkrahúss Sigufjarðar, sem auglýst var laust í sumar. Ekki var búið að ráða í starfið þegar blaðið fór í prentun. Er auðséð, að bæjarstjórn ætlar að vanda mjög valið á þessum starfsmanni; hafa verðleikar um sækjenda verið í athugun bjá henni í nokkra mánuði. LJÓSMÓÐURSTARF LAUST. Jóninna M. Sveinsdóttir, Ijós- móðir, sem gegnt hefur staríi sínu í Siglufirði um langt árabil við ágætan orðstír, hefur nú sagt upp frá næstu áramótum, þar sem hún hefur náð hámarksaldri opinberra starfsmanna, og hef- ur starfið verið auglýst laust til umsóknar. JARÐBORANIR. Lokið er borun einnar holu í Á síðasta fundi bæjarstjórnar Siglufjarðar var samþykkt önn- ur hækkunin á árinu á rafmagns- verði. Nam fyrri hækkunin, í árs byrjun, um 19%, og nú, réttum 9 mánuðum seinna, er samþykkt önnur hækkun, 12—13% að meðaltali. Hefur heimilistaxti hækkað um rúm 46% síðan 1967, var þá kr. 1,30, en er nú eftir þessa síð- ustu hækkun kominn upp í kr. 1,90. Beiðni um samþykkt þessarar síðustu hækkunar kom frá raf- veitustjórn á næstsíðasta bæjar- stjórnarfund, en var þá frestað til næsta fundar fyrir forgöngu Alþýðubandalagsmanna og Krist jáns Sigurðssonar, sem töldu skorta rökstuðning, sem réttlætti slíka hækkun. Fyrir síðasta fundi lá svo bráðabirgðayfirlit frá raf- veitunni um reksturinn fyrstu 9 mánuði ársins. Samkvæmt því námu útgjöld hennar frá ársbyrj un kr. 7.845.335,25, og er þar meðtalin fjárfesting hennar vegna framkvæmda við Skeiðsá og virkjunina á þessum tíma. Raforkusala 1968 nam alls Skútudal, og gefur hún um 8 sekúndulítra af ca. 65 stiga heitu vatni. Verið er að bora aðra holu, og var hún orðin ca. 140 m. djúp um síðustu helgi. Ekk- ert teljandi vatn kom úr henni þá, en hita varð þó vart í henni. Sérfræðingur var væntanlegur um miðja þessa viku til að rann- saka betur fyrstu holuna. Lík- legt má telja, að fá megi með dælingu meira vatn úr henni en þessa 8 sekúndulítra. Ekki er ljóst enn, hvort þriðja lilraunaborunin, sem ráðgerð var, verður framkvæmd í haust, en versni tíð að ráði verður erfitt að komast á bílum fram eftir, og eins að ná tækjunum, sem þar eru, þaðan aftur að borun lok- inni. HREINSUN NEYZLUVATNS. Ríkharður Steinbergsson verk fræðingur tók að sér í sumar að afla upplýsinga um aðferðir við hreinsun neyzluvatns, gera áætl- un um kostnað o. fl. í því sam- bandi. Hér í blaðinu var sagt 30. maí í vor, að greinargerð hans um þetta efni væri væntan- leg fljótlega. Bæjarstjóri skýrði blaðinu svo frá nú fyrir nokkr- um dögum, að greinargerðin væri að vísu ókomin enn, en væri væntanleg fljótlega. 8.354.055 kwst., á kr. 10.592.663 (Heimilistaxti kr. 1.50). Raforkusala 1/1—30/9 1969 nam 4.280.420 kwst. eða kr. 5.651.881.85 (Heimilistaxti kr. 1.70). Samanburðaryfirlit á raforku- sölu tímabilið 1/1 1968 til 30/9 1968 og á sama tímibili 1969 sýnir, að raforkusalan hefur minnkað um 386.090 kwst. eða 8.3%. Ef heildarsala á raforku allt árið 1969 reynist 8.3% minni en hún reyndist 1968 (8.354.055 kwst. -4- 693355 kwst.) þá verð- ur sala ársins 7.660.700 kwst. og heildarverð þeirrar raforku- sölu, án allrar verðhækkunar, miðað við verð ársins 1968, kr. 9.593.775.00. Af þessum upplýsingum virð- ist ljóst, að ENGA hækkun hefði þurft á raforkuverðinu árið 1969 til að standa undir rekstri og óhjákvæmilegri fjárfestingu þetta ár. Greiddu því bæjarfull- trúar Alþýðubandalagsins, ásamt Kristjáni Sigurðssyni, atkvæði gegn hækkunartilögunni, en hin- ir bæjarfulltrúarnir sex sam- þykktu hana. Mál þetta er búið að vera lengi í undirbúningi og athug- un, m. a. var Páli Guðmundssyni skipstj óra, sem er einn af stj órn- armönnum S.R., á sínum tíma falin athugun á þeim gerðum tog skipa, sem bezt mundu henta, en tilgangurinn með skipskaupun- um er fyrst og fremst öflun hrá- efnis fyrir frystihús. Snemma í þessum mánuði mætti Páll á fund í bæjarstjórn og gaf þar skýrslu um athuganir sínar. Nokkrum dögum seinna var sam þykkt á fundum, sem haldnir voru samtímis í bæjarstjórninni og stjórn S.R., að kjósa þriggja manna samstarfsnefndir frá hvor um aðila til frekari undirbún- ings. Nefndarmenn frá S.R. eru Sveinn Benediktsson, Sigurður Jónsson og Páll Guðmundsson, en til vara Þóroddur Guðmunds- son og Jóhann G. Möller. Nefnd- armenn bæjarstjórnar eru Ragn- ar Jóhannesson, Kristján Sigurðs son og Stefán Friðbjarnarson, en til vara Hinrik Aðalsteinsson og Kjartan Friðbjarnarson. Skipsgerð sú, sem hér um ræð- ir, mun hafa ýmsa kosti umfram eldri gerðir skuttogara, m. a. þann, að geta notað bæði venju- legt troll og fottroll, sem hækka má og lækka í sjónum eftir því hvar fiskurinn heldur sig, og ennfremur að hægt er að breyta vörpuopinu. Þá mun vinnuað- staða vera breytt til samræmis við fengna reynslu, og lestaút- SI. vor fluttu bæjarfulltrúar Alþýðubandalagsins í bæjar- stjórn Siglufjarðar tillögu um, að bærinn semdi við Yöku um að félagið tæki að sér að sjá um vinnumiðlunina, sem bæjarfélag inu er skylt að halda uppi. Var tillagan flutt með það fyrir aug- um, að gerð yrði alvarleg til- raun til að framkvæma lögin um vinnumiðlunina eins og til er ætlazt, en mikið vantar á að svo hafi verið hjá bæjarskrifstof- unni. Tillögunni var vísað til bæjar- ráðs, þar sem hún lá í salti í sum ar. Á síðasta bæjarstjórnarfundi flutti svo meirihlutinn og sam- þykkti tillögu um að flytja vinnu- miðlunina, og um leið atvinnu- leysisskráninguna, af bæjarskrif- stofunni, og lausráða mann hálf- an daginn til að annast þessi störf í húsnæði því, sem Rauðka notaði áður fyrir skrifstofu. Augljóst er, að þessi samþykkt er ekki gerð til að bæta úr þeirri vanrækslu, sem verið hefur á búnaður vera af fullkomnustu gerð. Ætlunin mun vera að stofna formlegt hlutafélag um skipið, með svipuðu formi og Utgerðar- félagið h.f. En fyrstu störf nefnd arinnar munu verða að leita eft- ir fjármagni til kaupanna, og síðan að semja um smíði skips- ins við íslenzka skipasmíðastöð. Afli þeirra skipa, sem stund- að hafa togveiðar fyrir Norður- landi, hefur verið góður. Minni bátar, sem liafa stundað veiðar með handfæri og nót, hafa aflað minna en undanfarin ár. Tog- skipin Siglfirðingur og Margrét öfluðu prýðilega fram efir sumri, en heldur hefur dregið úr afla er líða fór á. Ungur Siglfirðingur, Arngrímur Jónsson, tók við b/v Hafliða skömmu eftir áramót og hefur hann fiskað ágætlega. Sennilega er b/v Hafliði með aflahæstu togurum á landinu, miðað við úthaldstíma. Þessi góði afli togarans og togskip- anna sannar okkur betur en nokk uð annað, að við þurfum fleiri togskip, svo að íshúsin bæði bafi nægilegt hráefni. Hjá Isafold hefur verið mjög stopul vinna nú undanfarið og alls ekki líkur á því, að hægt verði að reka það framkvæmd vinnumiðlunarinn- ar, þar sem aðeins er gert ráð fyrir að skrifstofan verði opin hálfan daginn, en fyrirfram er vitað, að slíkt fyrirkomulag kem- ur ekki að tilætluðum notum. Tveir menn voru sl. vetur upp- teknir meira og minna allan dag- inn á bæjarskrifstofunni vegna vinnumiðlunarinnar. Hér er því greinilega stefnt til afturfarar í þessu efni. Það, sem ráðið mun hafa þess ari samþykkt meirihlutans hefur bersýnilega verið það að auka næðið á bæjarskrifstofunni með því að losna við umgang atvinnu leysingja og annarra, sem erindi kynnu að eiga þangað vegna vinnumiðlunarinnar, en ekki hitt, að bæta úr ástandinu. Bæjarfulltrúar Alþýðubanda- lagsins greiddu að sjálfsögðu at- kvæði gegn tillögu meirihlutans og héldu fast við þá afstöðu, að bezt og affarasælast yrði, að fela verkalýðsfélaginu framkvæmd vinnumiðlunarinnar. Gera menn sér vonir um, að hún þurfi ekki að taka lengri tíma en eitt ár. Teikningar af skipinu munu kosta um iy> millj. ísl. króna, en innifalið í því verði er eftir- lit með smíðinni. Talið er, að skipið muni kosta 55—60 millj. króna. Hér er um þýðingarmikið mál að ræða, og má eflaust vænta þess, að undirbúningsnefndin hraði störfum eftir því sem hægt er, og að stjórnvöld og fjármála- stofnanir láti ekki standa á nauð synlegri fyrirgreiðslu. af neinum krafti, verði ekki ein- hver breyting í sambandi við hrá efnisöflun. M/b Tjaldur og minni dekk- bátar eru byrjaðir með línu, en afli verið sáratregur. Er þetta er skrifað, hefur eng- in síld borizt hingað, önnur en sú, sem söltuð hefur verið austur á fjörðum fyrir Sigló-verksmiðj- una. Siglfirðingar mega þó rauna fífil sinn fegri í þeim efnum, því að sennilega liefur þetta ekki skeð sl. 80—100 ár. Nú er svo komið, að við verðum að treysta á annað en síldina, og er öllum þetta ljóst orðið. En hvernig höf um við brugðizt við þeim vanda? Því er fljótsvarað. Við höfum lítið sem ekkert gert lil þess að fá einhver atvinnutæki í bæinn. Þau atvinnutæki, sem nú eru starfrækt voru öll fyrir hendi; á meðan síld veiddist og voru þá í fullum gangi. Því fólki, sem við síldina vann, er því of- aukið. Enda er nú svo komið, að fólkinu fækkar ár frá ári, sem er ósköp eðlilegt. Það hefur ekki að neinu að hverfa hér. Verði eng- in breyting til batnaðar heldur þessu áfram. Það er skylda þess opinbera að koma í veg fyrir að þessu haldi áfram. Sundmeistort- mðtMirM Dagana 20. og 21. sept. var Sundmeistaramót Norðurlands haldið á Húsavík. Keppendur voru frá fjórum félögum: Hér- aðssambandi Þingeyinga, Iþrótta bandalagi Siglufjarðar, Sundfé- laginu Oðni, Akureyri, og Ung- mennasambandi Skagafjarðar. Þátttakendur voru margir og þar á meðal margt efnilegra sund mánna og var áberandi, að hér var flest keppenda enn á ung- um aldri, og má því vænta góðra Framhald á bls. 6. Bafmagnsverð hækkað Vinnumiðlunin flutt of bœforshrífstofunni Utgeri og oflðbrög} ð Siglufirií 4 — MJÖLNIR Það er nú svo langt um liðið síðan Mjölnir var síðast á ferð, að þess er enginn kostur að gera ýmsum þeim málum skil, sem á döfinni hafa verið. Þó dauflegt hafi verið hér í okkar bæ, Siglu- firði, hefur samt sitt hvað verið að gerast, sumt samkvæmt reglu- legri atburðarás, annað óvænt og vegna tilfallandi atvika. At- vinnulífið befur verið bæði gott og vont, á sumum vinnustöðum hefur vinna verið á stundum meiri en góðu hófi gegnir, ann- arsstaðar sæmileg og sumsstaðar stopul og afar léleg. Á þessari skipulagningarinnar öld virðist það vera ráðamönnum hér óyfir- stíganlegt vandamál, að skipu- leggja þannig þá atvinnu, sem til staðar er, að sem flest vinnuþurf- andi fólk fái notið hennar. Utsvörum var jafnað niður svo sem árleg venja er, og sem fyrr varð margt í þeirri góðu út- svarsskrá mönnum mikið undr- unarefni. Menn undruðust það stórlega hvernig einn verzlunar- forstjóri, sem farið gat ásamt frú sinni þrjár ef ekki fjórar utan- landsferðir sama árið hefur ekki nema 700 kr. meira útsvar en verkamannsekkja, sem hörðum liöndum vinnur fyrir sér og barni í skóla; eða hvernig hjón, sem reka flutningafyrirtæki ásamt umfangsmikilli umboðs- verzlun og konan vinnur a. m. k. hálft starf á vegum bæjarfélags- inSjigeta borið 3.800 kr. útsvar, eða jafn mikið og heilsuveill verkamaður með stopula vinnu. Um augljósan mismun á fjárfest- ingu í bílum og húsbúnaði þess- ara tveggja fjöskyldna ætti þó flestum að vera kunnugt, a. m. k. framtalsnefnd. Þannig dæmi mætti taka fjölmörg önnur, þar sem augljós mismunun á sér stað milli þeirra, sem möguleika hafa til undandrátla frá skatti, og hinna, sem engu skjóta undan. Svo er það hin hliðin á málinu, og það er meðferðin á því fé, sem af útsvarsgreiðendum er tekið. Eflaust verða menn ekki á eitt sáttir um það hversu vel eða illa er á þeim málum hald- ið, en þó munu þeir samt fleiri, sem telja að stjórnleysi og óhag- sýni einkenni um of þær litlu framkvæmdir, sem gerðar eru á vegum bæjarins, og það þýðir, að fjármunum skattborgarans er illa varið. ★ Nokkurt dæmi um þetta eru vatnsveituframkvæmdirnar. Mað ur nokkur, sem árlega heimsækir Siglufjörð og þarf að koma oft á ári til bæjarins, bafði orð á því að sér þætti undarlegt hversu ástatt væri með umhverfi Sjúkra hússins. I fyrra er hann kom hingað ferð eftir ferð voru allt- af opnir skurðir í kringum hús- ið. I vor þegar hann kom sína fyrstu ferð var byrjað að grafa og enn væri verið að grafa skurði. Hann sagðist hreint ekk- ert skilja í þessum framkvæmd- um og sig furðaði stórlega það langlundargeð, sem forráða- menn Sjúkrahússins hefðu, að geta þolað þetta moldarsvað og opna skurði við húsið mánuð eftir mánuð og ár eftir ár. Og það er von að maðurinn undrist. Það gera bæjarbúar líka. Það er furðulegt að ár eftir ár skuli allt vera sundurgrafið kringum Sjúkrahúsið og ekkert hreyft við því að fegra eða lagfæra um- hyerfi þess, sem að brekunni snýr. Og menn spyrja: Er þetta nauðsynlegt? — og ef svo er: hvers vegna er þessum aðgerð- um ekki hraðað meir en raun ber vitni. ★ I sumar var Túngatan grafin upp á kafla og skipt um jarðveg, átti þetta að vera áfangi að því að gatan yrði steypt. Það var slæmt að ekki skyldi ráðizt í að fullgera þennan kafla, því strax og breytti um veður og regn fór að streyma á götuna varð hún svo holótt að hún má teljast óakfær. Það mundi liafa kostað verulega upphæð að steypa þenn an kafla, en það á líka eftir að kosta mikið fé, óþægindi og leið- indi að halda henni sæmilega við eða hafa hana illfæra ella. Síðan nýja Sjúkrahúsið tók til starfa hefur starfi ráðsmanns verið sinnt af tveim, frú Hulda Steinsdóttir hefur annazt bók- liald og fjárreiður ásamt inn- kaupum og Skúli Jónasson hefur liaft á liendi umsjón með bygg- ingunni o. fl. Þessi tvískipting starfsins hefur reynzt illa og því ákvað bæjarstjórn að auglýsa starf ráðsmanns laust til umsókn- ar og var umsóknarfrestur til 10. ágúst sl. Um starfið bárust a. m. k. 7 umsóknir. Þetta setti bæj- arráð í mikinn vanda því flest voru þetta menn tilheyrandi meirihlutaflokkunum í bæjar- stjórn og því erfitt nokkurn um- sækjanda að styggja, og ekki hillti heldur undir neinar fleiri lausar stöður. Hinir ráðasnjöllu bæjarráðsmenn hafa enn ekki séð neina færa leið út úr þessu, þó munu hafa verið skrifuð fjöl- mörg bréf og eflaust leitað álits hinna færustu sérfræðinga, sam- kvæmt venju. Fátt varpar betur Ijósi á starfshæfni og vinnu- brögð þessara ráðamanna bæjar ins en svona smámál. Ráðning manns í starf, sem að vísu er þýð ingarmikið, verður þeim óleys- anlegt um langan tíma vegna þess, að ekki verður viðkomið hinum einföldu pólitísku valregl- um eða kaupskap um stöður. Margir pólitískir samherjar sækja um sama starfið, og þótt allir væru vel til starfsins hæfir er engan hægt að velja vegna þess, að hinir kunna að hlaupa í pólitíska fýlu, — og kosningrr eru í vor. ★ Þótt atvinnulegt árferði hafi verið misgott á liðnu sumri — og mannanna stjórn slæm, þá hefur gæzka veðurguða sjaldan verið meiri en þetta sumar hér norðanlands. Allur gróður náði fullum þroska, kartöflu- og berja spretta var mikil og hafa margir haft mikla búbót af að hagnýta þau gæði jarðar. Hinsvegar munu bændur og búalið hafa átt full erfitt með að ná góðri nýt- ingu á heyfeng sinn, þó ólíkt muni það betra en á Suðurlandi, þar sem neyðarástand ríkir vegna samfelldra óþurrka allt sumarið. Og senn líður að þeirri stund að Siglfirðingar geti eins og aðr- ir í „menningu“ landsins glápt á sinn imbakassa kvöldin út o'g inn. Þó mun enn ekki hægt að spá hvenær sú stund rennur upp, en menn munu sem óðast að und irbúa móttöku þessa vinsæla fjöl- miðlunartækis. Siglfirðingar munu samt óska þess allir að útsending sjónvarps verði betri til þeirra en bljóðvarpið hefur verið allt til þessa. STRPA Fréttabréf trá Skagaströnd 10. okt. Sauðfjárslátrun hófst hér um miðjan september-og lýkur um 20. október. Slátrað verður um 10.000 fjár í sláturhúsi S.A.H. -hér á staðnum. Fallþungi dilka mun vera lieldur fyrir neðan meðallag. Við sláturhúsið vinna um 40 manns. — Heyfengur bænda mun vera lélegur hér á þessu svæði, en þó það góður að ekki verður um fækkun á bú- stofni að ræða, nema þá i fáum- tilfellum. Héðan hafa róið 5 bátar í sum ar og hefir afli þeirra verið mjög rýr og því mjög stopul vinna í frystihúsinu, en það er svo til eina vinnan, sem hér hefir verið í sumar. Atvinnuleysi hefir því verið talsvert t. d. voru um 50 manns á atvinnuleysisskrá í júlí og ágúst, þessvegna eru dálítið skothentar fréttir frá íhaldsbrodd unum hérna, í blöðum og út- varpi, um grózku í atvinnulífi hér, en það mun eiga að vera einhver skrautfjöður í hatti rík- isstjórnarinnar, skemmtilegra væri samt að það ætti sér stoð í veruleikanum. Tilraun var gerð hér fyrir nokkrum árum með rækju- vinnslu, sem mistókst því miður hrapalega. Nú á hins vegar að gera aðra tilraun, og er einn bát- ur byrjaður fyrir nokkru, en veður hefir hamlað veiðum nú undanfarið svo ekki hefir gefið á sjó nema einu sinni og veidd- ist þá um hálft tonn og virðist vinnan við það lofa góðu um framhaldið. Það eru því nokkr- ar vonir bundnar við rækju- vinnsluna. Nokkur vinna var hér fyrri- part sumars við að ljúka við steinker, sem hér voru byggð fyr ir hafnargerðirnar á Blönduósi og Þórshöfn. Byggingarvinna hefir hér eng- in verið nú undanfarið nema hús sem byggt hefir verið hér í sumar yfir tæki sjálfvirkrar sím- stöðvar, sem áætlað er að taki hér til starfa um mánaðamótin nóvember—desember 1969. Forseti vor, Kristján Edjárn, og frú hans, komu hér við á ferð sinni um Norðurland á síðast- liðnu sumri. Móttaka hér var öll hin lágkúrulegasta og skal þeim sem að þeirri móttöku stóðu vin- samlegast bent á að lesa reglur um meðferð íslenzka þjóðfánans áður en þeir draga hann næst að húni við hátíðleg tækifæri. Það breytir engu í þessu sam- bandi þó ekki væri um opinbera heimsókn forsetans að ræða. Atvinna hér á komandi vetri fer algerlega eftir aflabrögðum ■bátanna eins og venjulega, þar sem uppbygging atvinnuífsins hér er einhiða byggð á sjávar- afla og vinnslu hans í landi. Aukning hefir orðið á bátaflot- anum, þar sem okkur bættist ný- legt 200 lesta togskip á síðast- liðnum vetri og hefir það fiskað fyrir frystihúsi síðan það kom í marz síðastl. og er þetta skip bú- ið að leggja hér á land um 1200 lestir af fiski og skapa mikla vinnu. Nú mun vera nokkurn veg inn ákveðið að Skagstrendingur bf. (en svo heitir félagið, sem kéypti togskipið í fyrra) láti byggja 400 lesta skuttogara á Akranesi og ættum við þá að verða sæmilega settir með skipa- stól til hráefnisöflunar fyrir frystihúsið. Það held ég sé nokkuð almennt álit manna hér, að dragnótaveiði hafi engum orðið til góðs en öll- um til ills. Ekki bjargað útgerð- inni fjárhagslega og sáralitla vinnu gefið í landi, ef undan er tekið fyrsta sumarið sem opnað var fyrir þessa veiði. Ég er persónulega sannfærður um að þetta veiðarfæri er búið að gera okkur meira ógagn en gagn. Það er að minnsta kosti staðreynd, að hér hefir ekki sézt fiskur á grunnmiðum eftir að 'búið var að stunda þessar veiðar eitt sumar. En eftir að fiskveiði- landhelgin var færð út í 12 míl- ur 1958 og þar til opnað var fyrir dragnótina 1964 var fiski- gengd hér á grunnumiðum allt- af að aukast og þá sérstaklega ýsa. Ég er hræddur um að það þætti lélegur bóndi í sveit, sem ætti eina kú og skæri hana sér til matar, hann hefir að vísu að borða á meðan hann étur kjötið af kúnni, en livað svo? Osköp finnst mér þetta svipað með dragnótaveiðina. Kjósi. MJÖLNIR Utgefendur: Alþýðubandalagið I Norðurlands- kjörd. vestra og Alþýðubandalagið á Akureyri Abyrgðarmenn: Hannes Baldvinsson og Haraldur Asgeirsson. Afgreiðslustaðir: Suðurgata 10, Siglufirði, sími 71294, og Prentsmiðja Björn Jónssonar h.f., Akureyri, sfmi 1 1 024. Ársgjald kr. 100,00. Lausasala kr. 10,00 eint. Prentsmiðja Björns Jónssonar hf., Akureyri VÍSNAÞÁTTUR ÞaS er iikt og ylur í ómi sumra braga. Mér hefur hlýnað mest ó því, marga kalda daga. Þannig kvað skóldið góða, Þorsteinn Erlings-: son, og mun ekki ofmælt, enda hafa margir hag- yrðingar tekið í likan streng. Bjarna Ásgeirssyni hlýnar lika um hjartarætur í sambúð sinni við stökuna. Hann kveður svo um ferskeytluna: Ljóðadísin hjartahrein, hjartaisinn bræðir. Góða vísan munamein i 1 mýkir, lýsir, græðir. Guðrún Þórðardóttir fró Valshamri leitar huggunar hjó stökunni, þegar hún er unglingur í hjósetu og leiðist einveran. Hún kveður svo: Þegar ég er mædd og móð, ‘ mínum yfir kindum. , Oft til gamans yrki ég Ijóð, ' ein á fjollatindum. Kolbeinn Högnason fró Kollafirði er einrj hinna mörgu, sem styttir sér stundir við vísna-* gerð. Hann kveður: Bezt mér hefur stundir stytt stakan yndisríka. Hún gat verið hjarta mitt, himinn, veröld lika. Jóhann Olafsson fró Krossi metur hringhend- una mest allra braghátta. Um hana kveður hann "þessa vísu: Skóldavald og dægradvöl, dýr ó spjaldið skróist. Gegnum alda bliðu og böl, blóm sem aldrei móist. Það er gott að vaka í samfélagi visna og kveð-: skapar. Þormóður Pólsson fró Njólsstöðum kveð- ur svo: Gott er að vaka og vera til, — vængjablakið til min seyðir. Þegar stakon yndi og yl, ] yfir klakann til mín leiðir. Ekki þarf að kvarta, þó ekki gangi allt í vil. Stakan gefur vonir um að aftur batni. Guðrúrí Gísladóttir kveður: Býsna tómur andinn er, ei mun skarta að kvarfa. Vísnahljómur veitir mér von i hjarta, bjarta. Ekkert það er til, sem góður hagyrðingur gef- ur ekki kveðið stöku um. Sigurður Snorrason kveður svo: Þó á tungan engan yl, [ — enga fagra sögu, þegar ekkert efni er fil, í ferskeytta bögu. Guðfinna Þorsteinsdóttir fró Hömrum kveðui* um fegurð stökunnar og líkir henni við skrýdda brúði: Er hún þjóðlcg, alltaf ný, óþekk skrýddri brúði. Stakan rétta reifuð í v rims og stuðla skrúði. Það er rétt að enda þennan þótt með hinnJ alkunnu snilldarvisu Andrésar Björnssonar: Ferskeytlan er frónbúans fyrsta barnaglingur, \ enwerður seinna í höndum hans hvöss, sem byssustingur. Þó læt ég þessu lokið að sinni, en mig langar til að biðja lesendur þáttarins, sem eiga vísur í fórum sínum, annað hvort eigin kveðskap eða annarra að senda mér þær til birtingar I Mjölni. Höfundanöfn þurfa að fylgja, en þau verða ekki birt ón leyfis. Þetta mó senda til Sigurjóns Sig- tryggssonar, Suðurgötu S9, Siglufirði. Vona ég oð lesendur bregðist vel við þessari ósk minni. S. S. ; MJÖLNIR — 5

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.