Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Fylkir

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Fylkir

						Málgagn
Sjálfstæðis-
fzokksirt?
7. argangur.
Vestmannaeyjum 21. jan. 1955.
3. tölublað.
Bætt aðstaða til
íluoíerða.
Hinn 3. september s.l. samþykkti bæjarróð að senda Flugmála-
stjórninni eftirfarandi ályktun:
„Bæjarráð leyfir ér að beina eftirfarandi til Flugmálastjórnar-
innar:
1. Að hafizt verði handa um byggingu nýrrar flugbrautar (þver-
brautar).
„Bæjarráð leyfir sér að beina eftirfarandi til Flugmálastjórnar-
engan veginn komnar í viðunandi horf, fyrr en byggð hefur verið
þverbraut við þá flugbraut, sem fyrir er, þar sem hér hagar einmitt
þannig til, að iðulega, þegar ef til vill bezt er flugveður, er iending
flugvéla á vellinum útilokuð, sökum vöntunar á flugbraut, sem
hægt væri að lenda á í norðlægum eða suðlægum áttum.
2. Að í öryggisskyni verði sett upp Ijósakerfi við flugbrautina og
þá einnig á pá staði í nágrenni hennar, sem nauðsynlegt getur talizt.
3. Að byggt verði flugskýli við flugbrautina, það stórt, að unnt
sé að varðveita þar þær farþegaflugvélar, sem nú eru í förum
milli Vestmannaeyjo, þannig að flugsamgöngur hingað þurfi ekki
að truflast að öllu við, að vélarnar verði veðurtepptar hér á ber-
svæði eða að þær þurfi að leggja af stað héðan í tvísýnu veðri".
Allt frá því er flugferðir til
Vestmannaeyja hófust á árinu
1946, helur meira eða minna
verið um þær ritað. Þegar í upp
ha.fi var það ljóst, að með þeim
flugvelli, sem tekinn var í notk
un á þvi ári, var í raun og veru
ekki tjaldað til margra nátta,
heldur var hann upphafið að
því, sem koma skyldi, sem sé
flugvöllur, sem nothæfur yrði,
af hvaða átt sem vindurinn blési
þann eða þann daginn.
Á þeim árum, sem liðin eru,
síðan flugvöllurinn var tekinn í
notkun, hafa verið gerðar ýmsar
umbætur á honum. Unnið hefur
verið að lengingu hans til aust-
urs" og rutt úr Sæfellsnefinu,
sem gerði aðflug mjög viðsjár-
vert að austan. Þessari lengingu
er enn ekki lokið. Þá hefur ver
ið komið nýjum tækjum og út-
búnaði í flugstjórnarhúsinu og
það fært vestar. En þótt þessar
umbætur og ýmsar aðrar séu
góðar, þá eru þær engan veginn
fullnægjandi, og halda verður á-
fram áð endurbæta aðstöðuna
til flugs liér í Eyjum og skapa
bæði þeim, sem flugþjónustuna
annast, og hinum, sem hennar
eiga að njóta, viðunandi að-
stöðu, miðað við þá kosti, sem
hér eru fyrir hendi, og þær kröf
ur, sem gera þarí og gera má til
hvers konar astöðu eða ú'tbún-
aðar, sem nútíma tækni getur
uppfyllt.
Þverbraut.
Margt og mikið hefur verið
rætt og ritað um þörfina á þver-
braut á þá braut, sem fyrir er.
Það væri í rauninni að bera í
bakkafullan lækinn að endur-
taka þær röksemdir hér, sem
fyrir því hafa verið færðar, enda
var það að nokkru gert hér í
blaðinu á s.l. hausti.
Þá er Flugfélag íslands opn-
aði hina nýju farþegaafgreiðslu
sína hér í bæ í vetur, var m. a.
viðstaddur hér fulltrúi Flug-
málastjórnarinnar, hr. Sigfús
Guðmundsson. í hófi því, er
forráðamenn Flugfélagsins buðu
til við þetta tækifæri, ræddi Sig-
fús nokkuð um flugmálin að því
er Vestmannaeyinga varðar.
Kvað hann þær mjög ofarlega á
blaði  um  fyrirhugaðar  fram-
í ¦
kvæmdir við gerð og útbúnað
fiugvalla og lendingabóta. Um
þverbraut þá, sem gert hafði
verið ráð fyrir óg hér um ræðir,
sagði hann, að flugmálastjórnin
hefði tekið þetta mál til ræki-
legrar athugunar. Sú athugun
hefði leitt í ljós margvíslega
tæknilega örðugleika, sem enn
væri ekki vitað, hvernig leysast
mundu. Væri þar af leiðandi
ekki unnt að ráðast í byggingu
þessarar brautar að svo stöddu,
eða ekki fyrr en séð yrði,' hvern
ig þessi mál leystust. Hann kvað
flugmálastjórnina hafa fullan
hug á framkvæmdum og þau
orð hans gefa okkur vissulega
vonir um, að af íramkvæmdum
geti orðið í náinni framtíð.
Nauðsynlegt er að halda þessu
máli vel vakandi, og er gott til
þess að vita, að bæjarstjórnin
hefur enn einu sinni ítrekað ósk
ir sínar og bæjarbúa í þessum
Árshátíð Sjáif-
stæðisfélaganna
í Vestmannaeyjum verður hald
in á morgun, laugardag, hinn
22. þ. m.
Eins og kunnugt er, var ákveð
ið að hafa árshátíð Sjálfstæðis-
félaganna að þessu sinni í tvennu
lagi, þannig að Félag ungra
sjálfstæðismanna hefði sína eig-
in hátíð út af fyrir sig, en eldri
félögin aftur sér. Reynslan hef-
ur sýnt, að langtum færri hafa
komizt að en vildu, og því var
horfið að  þessu ráði.
F. U. S. hélt sína árshátíð s.l.
laugardag og nú er röðin komin
að hinum eldri.
Um nánara fyrirkomulag há-
tíðarinnar að öðru leyti vísast
til auglýsingar á öðrum stað í
blaðinu. En rétt er að benda
mönnum á, að tryggja sér að-
göngumiða í tíma, en þeir verða
seldir í Samkomuhúsinu í dag
frá kl. 5—7 e. h.
Reynt verður að vanda til
hátíðarinnar svo sem framast er
unnt.
efnum.
Þverbrautin er samt ekkert
lokatakmark, heldur ber að
stefna að öðrum umbótum jafn
hliða. Þá er það ljósakerfið,
sem minnzt er á í ályktun bæj-
arráðs.
Ljósakerfi.
Flugmálastjórnin hefur látið
koma fyrir ljósaútbúnaði við
lendingarstaði á nokkrum stöð-
um úti um land. Að slíku er
mjög mikið hagræði og öryggi,
og er þar skemmst að minnast,
er stór fjögurra hreyfla flugvél
nauðlenti á flugvellinum við
Sauðárkrók. Sú lending var því
aðeins kleif, að þar var fyrir
hendi fullkominn ljósaútbúnað-
ur. En Ijós þurfa að vera víðar
en meðfram sjálfum flugbraut-
unum. Þeim þarf að koma fyr-
ir á þeim stöðum, sem hæst ber
í nágrenni flugvallar. Nokkrir
Framhald á 2. síðu.
Fréffafilkynning
Hundrað ára afmæhs frjálsr-
ar verzlunar á íslandi verður
minnzt með hátíðahöldum 1.
apríl næstkomandi, og hefur
undirbúningsnefnd ákveðið að
hafa almenna hugmyndasam-
keppni um merki fyrir afmælið.
Verzlunarstéttin stendur öll
að hátíðinni og hafa Verzlunar
ráð fslands, Samband smásölu-
verzlana og Samband íslenzkra
samvinnufélaga skipað menn til
að undirbúa afmælið. Óskar
nefndin eftir hugmyndum að
merki, sem gæti verið táknrænt
fyrir íslenzka verzlun og nota
mætti sem merki fyrir hátíðina.
Hugmyndirnar þurfa ekki að
vera fullteiknaðar, en þó í
skýru uppkasti. Tvenn verðlaun
verða veitt, 2000 kr. í fyrstu
verðlaun og 1000 kr. í önnur
verðlaun.
Hugmyndir þarf að senda til
Verzlunarráðs íslands, Austur-
stræti 16, Pósthólf 514, Reykja-
vík, og verða þær að vera póst-
lagðar fyrir 15. febrúar.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4