Framsókn - 15.04.1955, Blaðsíða 1

Framsókn - 15.04.1955, Blaðsíða 1
BÆJ ARMÁLABLAÐ 2. árgangur. Vestmannaeyjum 15. apríl 1955. 7. tölublað. Sigurður Gottskálksson BÓNDI. KVEÐJUORÐ. Sighvatur Sighvatsson. MIN NINGARORÐ Hann var læddur 20. ágúst 1894, að Vatnsbóli í Austur- Landeyjum, sonur hjónanna Gottskálks,— sem þá bjó þar, — Hreiðarssonar bónda í Stóru Hildisey og Sigríðar konu Gott- skálks dóttur Sigurðar bónda Einarssonar í Hvammi undir Eyjafjöllum, og stóðu þannig að bonmn góðar og traustar Ijamda ættir í báðar ættir. Eftir að Sigurður fluttist til Vesinannaeyja sundaði hann þar \erkamannav. og sjómennsku þar til árið 1939, að hann hóf fjúskap áð Kirkjubæ í Vest- mannacyjum, þar sem hann bjó ti! dauðadags 5. þ. m. Sigurður innritaðist í yngri deild Samvinnuskólans haustið 1919 og lauk þar bekkjarprófi vorið 1920, en kom ekki aftur í skólann af fjárhagsástæðum :ins og þá \ar altítt. í Samvinnuskólanum naut Sigurður almennra vinsælda jafnt skólasystkyna sem kennara skófans og stundaði námið með alúð og kostgæfni. í \;estmannaeyjum, þar sem Sigurður dvaldist öll manndóms ár sín til dauðadags var Sigurð ur hvers manns hugljúfi, sc-m kynntust honum. Sigurður giftist 18. nóv. 1922 eftirlifandi konu sinni, frú Dýr- finnu dóttur Ingvars bónda Einarssonar að HelJnahóli undir F.yjafjöllum og eiga þau 3 upp- komin og mannvænleg börn. Sigurður Gottskálksson var beinvaxinn, í hærra meðallagi, fríður maður. sviphreinn með glaðlegn yfirbragði og viðmóts- þýður en hlédrægur. Samfvlgd Sigurðar var góð, svo sem liann átti ætt til og var hann traustur í öllum viðskipt- um, gætinn og fyrirgreiðslusam- ur. Sigurður Gottskálksson hafði bjartan og sölrænan svip og undi sér vel í hinni víðfeðmu sólar- sýn á Kirkjubæ. Um Sigurð stóð a'drei neinn styr og enga átti hann óvini eða óvildarmenn en allir sem kynni liöfðu af honum löðuðust ósjálfrátt að lionum og urðu vinir hans. Við andlát Sigurðar Gott- skálkssonar kveðja vinir hans hann fjær og nær með hlýjum pug og björtum minningum, sem enga skugga ber á. Eftirlifandi kona og börn geta mitt í treganum rennt björt um augum yfir farinn veg og glaðst yfir minningunni um manninn, senr eingöngu lætur eltir bjartar og fagrar minning- ar. Ii. B. Spurninga- þáttur 1. Er það rétt, að guðlaugsk- an sé búin að al'sala þeim rétt- indum, scm fyrrverandi bæjar- stjórn hafði aflað um lagningu rafstrengs til Eyja þannig að fyrirli ugaðar framkvæmdir, sem framkvæmanlegar voru á s. 1. ári eiga að dragast fyrir það fyrsta til ársins 1958? 2. Eiga tengsli Vestmannaeyja við raforkuver sunnlen/kra fall- vatna að bíða þar til rafvæðingu Austfjarða og Vestfjarða er lokið? 3. Hvers vegna gengst ekki bæjárstjörn Vestmannaeýja í að láta leggja særafstenginn með sambærilegum manndómi eins Framhald d 2. síðu. Á heimilinu í Ási við Kirkju veg í Vestmannaeyjum hefir á undanförnum árum verið háð hljóðlát barátta við heilsuleysi eins barnanna, Sighvatar Sig- hvatssonar, senr er sonur þeirra hjóna frú Guðmundu Torfa- döttur og Sighvats Bjarnasonar skipstjóra og bæjarfulltrúa, fædd ist 30. júní 1942 óg lé/.t 26. marz s. 1., og var heilsulaus alla ævi. Að vísu má segja að ekki verði héraðsbrestur þótt tólf ára ung menni falli frá eftir ævilanga vanheilsu, en harmur steðjar að foreldrum við slíkt ancllát. Börn in, sem mesta umönnunar þurfa með eru næst hjarta foreldra sinna og foreldraástin stendur í réttu ldutfalli við umönnunina sem veiku barni cr veitt. Sighvatur litli var vanheill alla ævi og gat ekki tjáð þakk- læti sitt fyrir ríkulega umhyggju og umönnun ástrikra foreldra mcð öðru en ylhýru þakklætis- brosi í litlum augunum, en augun sögðu foreldrunum, sem varirnar fengu ekki mælt og hið hljóða mál augna litla drengs ins cndurgalt foreldrunum ríku lega alla umhyggjuna. Þeir, sem þekkja hina skap- stilltu og traustu móður Sighvats litla, frú Guðmundu og hinn úr- ræðamikla aflamann Sighvat i Ási. en fyrir forystu hans um afladrætti blómgast fjöldi beim- ila bæði í Vestmanna.eyjum og víðar um land, geta gert sér í hugarlund hversu fast hefir ver ið glírnt urn líf litla Sighvatar áður en dauðinn hafði yfirhönd- ina og allar þær tilraunir, sem gerðar voru til þess, að heimta barninu heilsu. Hjónin í Ási eiga börn bæði eldri og yngri heldur en litla Sighvat, þau hafa vaxið og dafn- að og hin eldri þeirra eru kom- in í hóp góðra borgara Eyjanna, en litli Sighvatur liélt alla ævi áfram að vera litla barnið og var alltaf þurftugur fyrir for- eldraumhyggjúna, sem hann launaði með brosgeislum augna sinna. Ævi tólf ára drengsins, sem alclrei öðlaðist líkamskrafta, er cin af hinum torráðu gátum til- vcrunnar, hugurinn glímir við óráðnar gátur um hvað hefði getað orðið úr litla Sighvati, ef hei'sa hefði verið til staðar og lífið en/.t, en litla drengnum var það mikil gæfa að geta alla ævi notið foreldrauinhyggjunnar og foreldrunum má vera það gleði- efni mitt í treganum að fá sjálf að ganga frá hir.um hjálparvana líkama litla drengsins síns, sem h.efði átt svo erfitt, hefði til þess l.ornið, að hann þyrfti að njóta umhyggju annarra heldur en foreldranna. Hjónin í Ási liafa um langa ævi stýrt mannmörgu rausnar- heimili, þar sem húsmóðurhæfi leikar frú Guðmundu hafa not- ið sín vel og Sighvatur Bjarna son hefir með æðrulausri karl- ménnsku hrifið meðbræður sína úr greipum Ægis, en hæst hafa þau hjónin risið í umönnun- inni fyrir drengnum sínum, sem var alla ævi litli drengurinn þeirra, og gleði þeirra dýpst yfir þakklætinu í barnsaugun- um. Nú eru augu Sighvatar litla slokknuð og líkami hans hefir verið lagður til hvíldar í hinni ilmríku hlýju mold Heymaeyjar um það leyti, sem grösin eru aftur að byrja að grænka, en þakklát augnabros litla drengs- ins geymist í hugum foreldra hans. H. B.

x

Framsókn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framsókn
https://timarit.is/publication/880

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.