Nýi tíminn


Nýi tíminn - 24.05.1951, Blaðsíða 8

Nýi tíminn - 24.05.1951, Blaðsíða 8
Forystugrein: Hagnaðarvonin bezti leiðarsteinninn — Sjá 4. síðu — NÝI TÍMJNN Róttækir stúdentar mótmæla hernáminu — Sjá 4. síðu — Eysteinn í píslargöngu til U.S.A. Fjármálaráðherra landsins, Eysteini Jónssyni, hefur nú verið stefnt til Bandaríkjanna, og fylgir hon- uni Jón Árnason bankastjóri Lansbankans sem ráðu- nautur og túlkur. Erindið er auðvitað fyrst og fremst það að gefa yfirboðurunum skýrslu um efnahagslíf ís- lendinga og taka við nýjum fyrirmælum, en ekki sízt m'un vandamálin nú bera á góma. Eins Og Hanníbal Vaklimarsson sýndi fram á á Alþingi í vetur létu Bandaríkjamenn ríkisstjórnina fá nýj- ar 100 millj. kr. mútur með því skil- yrði að vísitölugreiðslum yrði hætt og engar frekari kauphækkanir leyfðar. Kíkisstjórnin hefur nú þegar veitt mút unum viðtöku og eytt þeim — og nú sér hún fram á að þess er enginn kostur að stianda við skilyrðin!! Hún veit að það er beint sjálfsmorð að reyna að standa gegn kröfum verkalýðssamtakanna nema stutta stund. Þessar aðstæður á Eysteinn Jónsson að skýra út í Bandaríkjunum og grátbæna herraþjóðina um að rík- isstjórnin fái að halda mútunum engu að síður og fái ekki alltof bágt fyrir frammistöðuna! — Vohandi verður herraþjóðin ekki of ströng við lepp sinn. Nýr viðskiptasamningur milli íslands og Tékkóslóvakín Viðskiptin nema 25—30 millj. á hvora hlið Hafnarstúdentar mótmæla einróma hernómi íslands Skora á íslendinga að mynda öflug þjóðleg samfök til að endurheimta óskoruð yfirráð yfir landi sínu Hinn 16. maí s.l. var undir- ritaður í Prag nýr viðskipta- samningur milli íslands og Tékkóslóvakíu. Gildir samning- urinn í eitt ár, frá 1. maí 1951. Gert er ráð fyrir að Tékkar kaupi af Islendingum hraðfryst an fisk, fiskimjöl, síld, lýsi, nið- ursoðnar fiskafurðir o. fl. en Islendingar kaupi af Tékkum svipaðar vörur og undanfarin ár, svo sem vefnaðarvörur, pappír, búsáhöld, vélar og verk færi, járn- stálvörur, skófatn- að, tunnur o. fl. Áætlað er, að viðskiptin muni nema 25—30 millj. kr. á hvora hlið. Samningaumleitanir hófust í Prag 23. apríl s.l. og tóku þátt í þeim fyrir Islands hönd þeir Stefán Þorvarðsson sendiherra, er var formaður íslenzku samn- inganefndarinnar, dr. Oddur Guðjónsson, og dr. Magnús Z. Sigurðsson. Skotlandsferðir með Heklu og Gullfossi Ferðaskrifstofa ríkisins mun sumar eins og að undanförnu efna til Skotlandsferða með Heblu. Er gert ráð fyrir að hver ferð taki 9 daga. Far- gjald verður frá 1390 til 1835 kr. og ferðakostnaður í Skot • landi kr. 335.00. Hefst fyrsta ferðin héðan hinn 26. maí. Þá eru einnig ráðgerðar ferðir ti! Skotlands með GuIIfossi. Yrði þá dvalið í 7 daga í Skotlandi, ferðazt allmikið um landið, dval ið nokkra daga í Edinborg og við ströndina. Fyrsti brottfar- ardagur héðan er áætlaður 26. júní. Til nýjunga má nefna skipti- ferð til Finnlands með viðkomn í Stokkhólmi. Ferðazt verður með íslenzkri flugvél báðar leið ir og dvalið í Finnlandi í fulla 15 daga og ferðazt þar allmikíð um. Ferð þessa verður ])ví að- eins hægt að fara að næg þátt- taka fáist bæði í Finnlandi og hér. Ferðakostnaður er áætlað- ur kr. 4850.00 til 5000.00. Einnig er ráðgert að efna til Norðurlandaferðar með Heklu í byrjun september. Blindur piltar og handarvana tekur þátt í samnorrænu sundkeppninni Missti sjónina og hægri hönd af slysförum en leikur samt á harmóniku og gítar Fimmtán ára piltur;> sem er blind'ur á báffum augum og handarvana, tók þátt í samnorrænu sundkcppninni í fyrradag og stóðst þá raun með prýði. Pilturinn heitir Gunnar Kristinn Guðmundsson og er frá Stræti í Breiðdal. Tíu ára gamall varð Gunnar fyrir því slysi, að hylki úr tund- izrdufl' sprakk í höndum hans. Varð hann þá alveg blindur á báðum augum og missti hægri höndina fyrir ofan úlnli'ð. Fyrir þremur árum kom Gunnar hingað tii Reykjavíkur og hefur síðan verið hjá Blinaravinafélagi Islands í Ing- ólfsstræti 16 á vetrum, aða'- lega við nám, en dvalið hjá for- eldrum sínum fyrir austan L sumrum. Hann var fermdur í vor. Sundnám hóf Gunnar eftir að hann kom hingað suður og lærði í sundhöllinni hjá kenn- urunum þar. Hann mun ekki hafa komið í sundhöllina í fyrradag með þeim ásetningi að ta'ka þátt í sundkeppninni í það sinn heldur til að æfá sig, þó hann væri hinsvegar staðráð inn í að taka þátt í henni síðar. En laugarverðir fylgdust vel með sundi Gunnars og létu han.n vita þegar hann var bú- inn að synda 200 m vegalengd og raunar lengra, því hami ,,krúsaði“ dálítið eins og gefur að skilja þar sem hann ev blindur. Kunnugir telja Gunnar hafa hlotið ríka tónlistargáfu j vöggugjöf og þótt ótrúlegt kunni að virðast um mann sem misst hefur hægri hendi leikur hann nú fullum fetum á har- móniku og spilar á nótnaborðið með stúfnum. Tilsögn í har- monikuleik hefur Gunnar fengið hjá Hannesi Helgasyni verk- stjóra Blindravinafélagsins og er nú nýbyrjaður að læra i Frámhald á 7. síðu. Um 5 millj. kr. selt af skuldabréfum Sogsvirkjunar • Seld hafa nú verið skulda- bréf í lánsútboði Sogsvirkjun- arinnar fyrir um 5 millj. kr. Seldust í aprílmánuði bréf fyr- ir hálfa milljón króna. Landsbankinn í Reykjavík hefur selt fyrir rúmar 1.8 millj. kr. Næstir eru Landsbankinn á Selfossi sem hefur selt fyrir 386 þúsund krónur, Út- vegsbankinn í Reykjavík fyr- ir 298 þús. kr., Búnaðarbank- inn í Reykjavik fyrir 280 þús. kr. og Sparisjóðurinn í Vík i Mýrdal fyrir 274 þús. kr. Næstum allar hreppsnefndir á orkusvæði Sogsvirkjunarinn- ar taka nú virkan þátt í sölu sku)dabréfa og er árangur víða mjög gó'ður. Flestir sveitar- sjóðir á orkusvæðinu hafa keypt skuldabréf. Oddvitamir annast yfirleitt sölu bréfa í hreppum sínum. Oddviti Grímsneshrepps hefur selt mest eða fyrir rúm- ar 118 þús. kr. og nokkrir hafa selt fyrir um 100 þús. kr. hver. Svo sem áður hefur verið skýrt frá, er með lánsútboði þessu verið að afla fjár til að greiða innlendan kostnað við viðbótarvirkjun Sogsins, sem nú er hafin. Samtals er boðið út 18 milljón króna láni og veltur framkvæmd þessarar mikilvægj virkjunar á því, að þetta láns- fé fáist og það sem allra fyrst. Á fundi í Félagi íslenzkra stúdenta í Kaupmanna- höfn í fyrrakvöld, 16. maí, var eftirfarandi ályktun sam- þykkt í einu hljóöi: „Fundur í Félagi íslenzkra stúdenta í Kaup- mannahöín, haldinn 16. maí 1951, mótmælir harð- lega þeirri ráðstöíun íslenzku ríkisstjórnarinnar að hleypa aí íúsum vilja erlendum her inn í landið á íriðartímum, enda brýtur það athæfi í bág við fyrri yfirlýsingar stjórnmálamanna úr öllum flokk- um. Fundurinn telur að þjóðerni íslendinga, tungu þeirra, menningu og tilveru sé stefnt í voða ef erlendur her dvelst í landinu um ófyrirsjáanlegan tíma, auk þess sem þjóðarmetnaður íslendinga og virðing þeirra út á við bíður stórfelldan hnekki af þessum sökum. Fundurinn telur að meðferð ríkisstjórnarinnar á þessu máli sé óverjandi með öllu, þar sem hersetan hefur verið samþykkt án vitundar -þjóðarinnar og málið ekki lagt fyrir Alþingi. Fundurinn skorar á íslendinga að standa vörð um þjóðerni sitt. tungu og menningu, forðast öll afskipti af hinu útlenda setuliði og mynda með sér öflug þjóðleg samtök er vinni að því að íslend- ingar öðlist að nýju óskoruð yfirráð yfir landi sínu." Flutningsmenn: Stefán Karlsson, Þórhallur Vil- mundarson, Már Ársælsson,. Ásmundur Sigurjónsson, Páll Theódórsson, Jón Helgason, Jónas Kristjánsson, Steingrírnur Pálsson, Soffía Guömundsdóttir, Helgi Jónsson, Bjarni Einarsson. Bandarískur embættísmaður eftir- litsmaður með ríkisstjóm Islands Ríkisstjórn íslands hefur nú verið settur opinber eft- irlitsmaður. I síðasta tbl. Lögbirtinga blaðsins er tilkynnt að Benjamín Eiríkssoin hafi „verið ráðinn ráðunaut'ur ríkisstjórnarinnar í efna- hagsmálum frá 1. maí 1951 aff telja.“ Benjamín Eiríksson liefur undanfarin ár veriff banda- rískur embættismaður, sem öffru hvoru hefur verið send ur hingað heim tii aff leggja á ráðin fyrir ríkisstjórn auffmannastéttarinnar á Is- landlí um Ivvernig ætti aff rýra lífskjör alþýðunnar. Benjamín Eiríksson var t.d. sendur hingað til að semja gengislækkunarlögin, — og þarf ekki að lýsa afleiðing- um þeirra laga fyrir neinum íslenzkum alþýðumanni. Nú hefur þessi sami Benjamín Eiríksson verið tekinn frá trúnaðarstarfi sínu fyrir westan og opin- berlega gerffur að eftirlits- manni Bandaríkjastjórnar með ríkisstjórn íslands. Það er táknrænt að ein- mitt þessi maður skulj hafa verið skipaður í nefnd til að fjalla um kjaramál ís- lenzks verkaíýðs.

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.