Nýi tíminn - 20.05.1954, Blaðsíða 10
10) — NÝI TfiÆINN — Fimmtudagur 20. maí 1954
Sjú Enlæ, fullfrúl hins nýjcs
Kíncx á csIþiéS^wetiircsngl
.i . . •
Ævinfýralegur ferill i hringiSu borg-
arastyrjaldar og byltingar
~ " "‘~Zr7£S/3a2£Sk
Tllaðamönnum á fundinum um
** Asíumál í Genf ber saman
um að langmest athygli beinist
•þar að einum fulltrúanum, Sjú
Enlæ, forsætis- og utanríkis-
ráðherra Kina. Fulltrúar hinna
stórveldanna eru allír gamal-
kunnir af fyrri ráðstefnum en
þet.ta er í fyrsta skipti sem al-
þýðustjórn Kína tekur þátt í
umræðum um heimsmálin á
jafnréttisgrundvelli við stjórnir
hinna stórveldanna. Öllum sem
málið hugsa er Ijóst að Banda-
ríkjastjórn megnar ekki öllu
lengur að halda fjölmennasta
ríki heimsins, nærri fjórðungi
mannkynsins, utangarðs. Kína
hefur þegar boðið sterkasta
herveldinu í hópi Vesturveld-
anna byrginn í Kóreu. Eigi
deilumálin í Austur-Asiu að
leysast með friðsamlegu móti
verður að taka tillit til vilja
Kína. Eftir að hafa verið fóta-
þurrka hinna vestraénu ný-
lenduvelda öldum saman er
Kína nú loks sameinað og
sterkt og við það hafa öll við-
horf í alþjóðamálum breytzt.
Sumir eru staðráðnir í að við-
urkenna ekki þessar stað-
reyndir, hvorki fyrir sjálfum
sér né öðrum, og þar eru
stjórnendur Bandaríkjanna
fremstir í flokki. Áður en John
Foster Dulles, utanríkisráð-
herra Bandaríkjanna, fór til
Genf, áagði hann í hálfkæringi
að þar myndi hann ekki hitta
Sjú Enlæ nema ef svo bæri
undir að bílar þeirra rækjust
saman. Dulles fór frá Genf eft-
ir viku dvöl þegar ljóst var
orðið að stjórnir hinna, Vestur-
veldanna voru ófáanlegar til að
hlíta leiðsögu hans á ráðstefn-
unni. Við heimkomuna til
Washington var Dulles hinn
hreyknasti og stærði sig af því
við blaðamennina sem tóku á
móti honum að hann hefði efnt
heit sitt og ekki mælt stakt
orð við Sjú Enlæ. Var ekki
annað að heyra en að honum
þætti opinbert ósamkomulag
Vesturveldanna næsta ómerki-
legt og varla þess virði að á
það væri minnzt þegar slíkt af-
rek hefði verið unnið. Anthony
Eden, utanrikisráðherra Bret-
lands, hefur farið öðruvisi að.
Eitt fyrsta verk hans í Genf
var að fá Molotoff til að kynna
þá Sjú Enlæ og í gærmorgun
ræddust þeir lengi við eins-
lega Eden og Sjú.
Forsætis- og utanríkisráð-
herra alþýðustjómar Kína
er kominn af embættismanna-
ætt. 'Afi hans var mandarini,
einn af hinum hálærðu emb-
ættismönnum kínversku keis-
aranna, og sjálfur var Sjú En-
læ settur til mennta á unga
aldri. Fyrst gekk hann á trú-
boðsskóla í Kína, stundaði
svo nám í eitt ár í Japan og
hélt þaðan til háskólans í Ti-
entsin í Norður- Kína. Þar
stofnaði hann samtök róttækra
stúdenta og gaf út stúdenta-
blað. Árið 1919 var honum
varpað í fangelsi 21 árs göml-
um fyrir þessi stjórnmálaaf-
skipti. í fangelsinu kynntist
hann konu sinni, stúdínu að
nafni Teng Jingsjá.
TT’ftir misseris fangavist slapp
Sjú úr haldi og frétti af
því að bóndasonur og bóka-
vörður í Peking að nafni Maó
Erlend
tíðindi
Tsetúng væri að skipuleggja
námsdvöl ungra Kínverja í
Frakklandi. Þar áttu þeir að
vinna fyrir sér og stunda nám
til skiptis. Hugmjmdin var að
þeir lærðu bæði vinnubrögð
og fræðigreinar, sem að haldi
mættu koma við að reisa Kina
úr niðurlægingu. Sjú Enlæ
slóst í förina. Hann vann um
tima í kolanámum Norður-
Frakklands og öðru sinni í
bílasmiðjunum Renault. Þeir
Maó stóðu í bréfasambandi og
árið 1921, þegar Maó sat stofn-
fund Kommúnistaflokks Kína
heimafyrir, tók Sjú að sér að
stofna flokksdeildir meðal Kín-
verja í Frakklandi og Þýzka-
landi. í Beriín hitti hann mann
að nafni Sjú Te, sem hafði
sagt skilið við auð, kvennabúr
og ópium og farið úr landi til
að mennta sig. Hann gekk í
kommúnistaflokkinn að áeggj-
an Sjú Enlæ og varð síðar yf-
irhershöfðingi alþýðuhersins i
borgarastyrjöldinni og stríðinu
gegn Japönum.
Dvöl Sjú Enlæ í Evrópu iauk
1924. Þegar hann kom
heim voru kommúnistaflokkur-
inn og Kuomintangflokkurinn í
bandalagi gegn hershöfðingjun-
um, sem höfðu bútað Kina nið-
ur á milli sín, og nýlenduveld-
unum sem veittu þeim full-
tingi. Sjú varð ritari og stjórn-
málafuljtrúi við hernaðarhá-
skólann í Vampóa. Skólastjór-
inn nefndist Sjang Kaisék. í
sameiginlegri sókn kommúnista
og Kuomintang til að sameina
Kína var Sjú stjórnmálafull-
trúi Fyrsta hersins og var síð-
an sendur á laun til Sjanghai,
stærstu borgar landsins, sem þá
var á valdi herja nýlenduveld-
anna. Þar tók hann þátt í að
skipuleggja og stjórna verka-
mannauppreisninni, sem braut
ok útlendinganna og þjóna
þeirra af borginni og opnaði
hana hemum sem Sjang stjórn-
aði.
17kki var Sjang fyrr kominn
til Sjanghai en hann sveik
bandamenn sina í tryggðum
og hóf með þvi borgarastyrj-
öldina sem stóð lengstaf til
1949 þegar hann varð að
hrökklast af meginlandi Kina
undan alþýðuhernum og setj-
ast að á eynni Taivan í skjóli
bandaríska flotans. Sún Jatsen,
hinn frjálslyndi ættjarðarvinur
og stofnandi Kuomintang, var
látinn og Sjang keypti stuðn-
ing nýlenduveldanna, sem náð
höfðu fótfestu í Kina, því verði
að ráðast gegn kommúnistum.
Helmingur flokksins, um 25.000
menn, voru teknir af lífi.
Hroðalegast var blóðbaðið í
Sjanghai. Sjú Enlæ var meðal
þeirra sem dæmdir voru til
dauða en honum tókst að kom-
ast undan úr fangelsinu fáum
mínútum áður en átti að leiða
hann fyrir aftökusveitina.
Sjang Kaisék hét að greiða
hverjum þeim 1.280.000 krónur
sem færði sér flóttamanninn
dauðan eða lifandi.
Næstu árin fór Sjú Enlæ
huldu höfði og vann að því
að skipuleggja hinn bannaða
kommúnistaflokk meðal verka-
manna í kínverskum borgum.
Um 1930 fór hann til fjallahér-
aða Suður-Kina, þar sem Maó
Tsetúng og Sjú Te höfðu stjórn-
að uppreisn bænda gegn léns-
herrum og spilltri embættis-
mannastétt síðan 1927. Þegar
alþýðuherinn yfirgaf Suður-
Kina 1935 og hóf hergönguna
miklu til Jenan i Norður-Kína
var hann stjórnmálafulltrúi
meginhersins. Næst ár kom það
í hans hlut að fá Sjang Hsúeli-
ang, einn af hershöfðingjum
Sjang Kaiséks, sem hafði hand-
tekið foringja sinn af reiði yf-
ir undanlátssemi hans gagn-
vart Japönum, ofan af þvi að
taka af lífi manninn sem lagt
hafði fé til höfuðs Sjú sjálf-
um. Upp úr því var vandræða-
lítið með kommúnistum og
Kuomintang um tíma meðan
báðir börðust gegn Japönum.
Frá 1937 til 1946 var Sjú
Enlæ fulltrúi kommúnista
hjá stjórn Sjangs og sat í
Sjúngking. Þegar líða fór á
stríðið og Sjang sneri aftur
vopnum sínum gegn kommún-
istum tók Sjú fyrir þeirra hönd
þátt í viðræðum um innanlands-
frið þar sem Bandaríkjamenn
höfðu milligöngu. Árangurinn
varð þó enginn þvi að Sjang
var svo viss um stuðning
Bandaríkjamanna að hann
fékkst aldrei til að slaka neitt
til. Borgarastyrjöldin komst í
algleyming og Sjú fór frá
Sjúngking til Jenan. Allir vita
hvað síðan gerðist, málalið
Sjangs hrökk hvarvetna fyrir
alþýðuhernum og haustið 1949
tók alþýðustjórn Kína við völd-
um. Forsætis- og utanrikisráð-
TJlaðamenn, herforingjar og
" stjórnarfulltrúar frá Banda-
ríkjunum og Bretlandi, sem
umgengust Sjú í Sjúngking á
striðsárunum, eiga varla til
nógu sterk orð til að láta í
ljósi aðdáun sína og álit á
manninum enda þótt þeir hati
flestir málstað hans. Sjú er
Sjú Enlæ tekur á móti Molotoff á flugvellinum í Genf.
fríður sýnum, unglegur og
grannvaxinn. Fyndni hans í
samræðum, rökvísi hans og
kurteisi er viðbrugðið. Svo
mikill samningamaður er hann
að sumir hafa líkt honum við
franska stjómmálamanninn
Talleyrand. Bandaríski blaða-
maðurinn Mark Gayn, sem
ræddi við Sjú í sólarhring sam-
fleytt og fór með honum á
sveitaball i Jenan árið 1947,
segir í grein um hann í brezka
sósíaldemokratablaðinu New
Statesman and Nation: „Mesta
skyssan sem Dulles getur gert
er að vanmeta Sjú . . . Þar á
hann í höggi við stórfenglegan
mótleikara, sem veit sig hafa
sterka aðstöðu.“ — M. T. Ó.
Nýr Laxfoss kemur að ári
GeSas tekið 38—230 íarþege, 1 iólksbíia
Gg nær 100 Sorni aí vamingi
Þann 27. f.m. undirritaði Gísli Jónsson, a!þm. f.h. H.f. Skalla-
grímur, Borgarnesi, samning tið H.O. Christensen Staalskibs-
"ærft, í Martsdai, Danmörku, um smíði á vöru- og farþegasldpi
íyrir félagið til ferða milli Reykjavíkur — Akraness — og
Borgarness í stað M.S. ,,Laxfoss“. Ska! skipið afhendast full-
hiíið þ. 1. júlí 1955.
Skipið verður útbúið með öll-
um nýtízku siglingatækjum, svo
sem radar, dýptarmælum o. fl.
Einnig með öllum áhöldum fyrir
þilfar, vélarúm, eldhús, íbúðar-
herbergi og borðsali. Allt fyrir-
komulag í skipinu og útbúnaður
á herbergjum og sölum er mjög
líkt því sem var í M.s. „Laxfoss",
nema hvað þetta verður allt
rúmbetra, þar sem skipið er
allt miklu stærra en M.s. „Lax-
fosS“. Gert er ráð fyrir að skip-
ið rúmi 6—7 venjulega fólksbíla
á þilfari.
Hraði skipsins er áætlaður 13
mílur á klst.
Kaupverð skipsins þannig er
Dkr. 2.400.000,00 og hefur H.f.
Skallagrímur fengið loforð fyrir
láni í Danmörku að upphæð
Dkr. 1.380.000,00, til 4 ára frá
afhendingardegi skipsins. ' —|
Skipa- og vélaeftirlit Gisla'
I
Jónssonar og Erlings Þorkels-
sonar verður falið eftirlit með
smíði skipsins.
Skipið verður 135 fet á lengd,!
26 íet á breidd og 13 fet á dýpt.
Það er byggt í fyrsta flokki
Lloyd’s og samkvæmt kröfum
Skipaskoðunar ríkisins um skip
til siglinga á Atlantshafinu.
Einnig er skipið sérstaklega
styrkt til siglinga í ís.
Það getur flutt allt að 250
dag-farþega og hefur þar af
hvílur fyrir 38 farþega. Vöru-
flutningarými er fyrir 80 tonn
og auk þess rúm fyrir 15 tonna
farþegaflutning.
Botngeymar rúma 80 tonn af
olíu og ennfremur eru tankar er
taka 25 tonn af brennsluolíu fyr-
ir skipið. Vatnsgeymar rúma 20
tonn. Skipið verður útbúið með
2 Ruston & Hornsby-vélum og
verður hvor þeirra um 460 hö.
Tvær skrúfur verða á skipinu
og hvor um sig tcngd með vökva-
tengsli við vélarnar og niður-
færsluskiptingu, allt -af þekkt-
ustu gerð.
Þrjár dieselvélasamstæður af
Ruston & Hornsby gerð eru í
skipinu til framleiðslu á raf-
magni, og íramleiða þær 90 hö.
við 1200 snún. á mín. og'. eru
tengdar við 50 kw 220 v. jafn-
straums rafala. í skipinu verður
rafmagnsakkerisspil, tvær raf-
knúnar vöruvindur sem lyfta
2 og 5 tonnum og ein 3 tonna
rafmagnsdráttarvinda, svo og
rafmagns-vökvastýri óg eru all-
ar þessar þilfarsvélar framleidd-
ar í Danmörku.
bnékánaðarverk-
fall í ftanmcrkn?
Verkfall er nú yfirvofancli í
landbúnaði Danmerkur, mjólk-
urbúum og garðyrkjustöðvum.
Tilraunir sáttasemiara ti! n-ð
miðla málum mistókust í gær
vegna samnlngstregðu vinnu-
veitenda, en verkfallinu hcfur
verið frestað í fimm daga.