Litli Bergþór - 01.04.2009, Blaðsíða 4

Litli Bergþór - 01.04.2009, Blaðsíða 4
Arnór Karlsson Fæddur 9. júlí 1935. - Dáinn 25. febrúar 2009. Á uppstigningardag árið 2003 var Arnór Karlsson staddur á Fellsfjalli, en þá ritaði hann þessa ljóðrænu hugleiðingu sem hann nefndi Himnaríki: Ilmur afbirki, mosa og allskonar gróðri fyllir vit. Litir ogform laufblaða, birkirekla, grávíðishnoðra, skófa á steinum gleðja auga. Plönturnar fjölmörgu, fjöll og jöklar ífjarska, gárurnar á vatninu og vitundin um að undir þeim synda lítil síli. Bœir í grænum túnum, fljót á stanslausri ferð til hafs. Tíst í þröstum og sólskríkjum, suð randaflugunnar. Sól á heiðum himni veitir öllu lífi orku með yl sfnum. Þetta er mín fósturjörð. Hana má enginn frá mér taka. Ég vil fá að lifa ífaðmi hennar og taka margvíða mynd afdýrð hennar með méryfir dauða og gröf. (i) Með þessum orðum leitast Arnór við að miðla þeirri reynslu sem við þekkjum, sem höfum lifað þá blessun að okkur hefur fundist við verða eitt með landinu og lífinu sem af því nærist. Það er sú reynsla að skynja andardrátt þess, vetur sumar vor og haust og finna hvernig samhljómur verður á milli eigin hjartsláttar og hjartsláttar landsins. Þá reynslu þekkti Arnór. Þá reynslu þekkja bændur betur en aðrir menn, því bóndinn er ráðsmaður Drottins, samverkamaður skaparans. Arnór valdi sér það að ævistarfi að verða bóndi vegna þess að hann gerði sér grein fyrir þessu og það heillaði hann. Orðrétt sagði hann eftirfarandi, tuttugu og sjö ára gamall, um það af hverju hann valdi að verða bóndi: „Það er vegna þess, að þetta er eina starfið, sem byggist eingöngu á því að grœða líf stuðla aðþvíað lífverði til og hlynna að lífi“. Og síðan bætti hann við: „Að vera bóndi, það er að halda áfram þeirri sköpun, sem byrjað var á í upphafi vega. “ (2) Sá sem á slíka sýn hann tileinkar sér viðhorf skaparans, viðhorf Drottins sjálfs, til alls sem lifir, manna, dýra og gróðurs. Það er viðhorf þess sem talar vinalega til kindanna sinna og strýkur þeim um snoppuna um leið og hann gefur á garðann. Það er viðhorf hans sem að heilsar máríuerlunni fagnandi er hann sér hana í fyrsta sinn að vori. Það er viðhorf hans sem leggur rækt við menningararfinn sem forfeður okkar og formæður hafa varðveitt og ræktað, svo að okkar kynslóð og þær komandi megi einnig njóta hans. Það er viðhorf hans sem stuðlar að betra mannlífi meðal samferðafólks síns með því að taka þátt í félags og stjórnunarstörfum í þágu samfélagsins og lætur um sig muna í þeim efnum. Það er viðhorf hans sem elskar landið og lífið og tekur á öllum sviðum þátt í að halda áfram þeirri sköpun sem byrjað var á í upphafi vega. Þetta var viðhorf Arnórs Karlssonar sem hvarf frá okkur um dauðans dyr 25. febrúar síðastliðinn. Arnór fæddist í Efstadal í Laugardal þann 9. júlí árið 1935. Foreldrar hans voru hjónin Sigþrúður Guðnadóttir og Karl Jónsson bóndi í Efstadal. Þegar Arnór fæddist höfðu foreldrar hans búið í Efstadal frá 1927 en árið 1943, þegar hann var að verða níu ára, fluttu þau í Gýgjarhólskot hér í Biskupstungum og bjuggu þar síðan. Arnór var sjötta barn þeirra hjóna en þau eignuðust alls níu börn. Elst systkinanna var Helga, húsfreyja á Gýgjarhóli hér í sveit en hún lést árið 1997. Næstelstur er Jón, bóndi í Gýgjarhólskoti hér í Biskupstungum. Þriðja í röðinni er Guðrún húsfreyja í Brattholti og síðar í Miðdalskoti í Laugardal. Fjórða systkinið var Ingimar, raftæknir og deildarstjóri hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur en hann lést árið 1987. Fimmta barn þeirra er Guðni, fyrrverandi Litli Bergþór 4

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.