Litli Bergþór - 01.04.2009, Blaðsíða 10

Litli Bergþór - 01.04.2009, Blaðsíða 10
Frá Gruimskóla Bláskógabyggðar Á dögunum var haldin samkeppni í gerð smásagna og Ijóða. Mörg glæsileg verk litu dagsins Ijós og það er ljóst að margt ungviðið á framtíðina fyrir sér á þessu sviði. Hér birtist hluti verka nemenda sem fengu viðurkenningu og stefnt er að því að birta fleiri slík í næstu tölublöðum. Árstíðir Höfundur: Marín Magnúsdóttir 7. bekk. T öfr asnj ókarlinn Árni Ágúst Magnússon 6. bekk. Verðlaunasaga úr 5.-6.bekk. Nú skal ég ykkur segja um árstíðirnar fjórar. Veturnir eru kaldir og hlakkar fólk til jóla. En senn kemur vorið og vermir upp alla hóla. Eftir það kemur sumar og fólk fær bros á vör. Á haustin fljúga laufblöðin og búa sig undir veturinn. Ljóðið sem hlaut bókaverðlaun var: Kristinn Sölvi Sigurgeirsson 5. - 6. bekk. Lítill og stór Fyrst þegar ég leit á heiminn var ég lítill. Svo lítill að ég gat ekki labbað né talað. Eg gat ekki tjáð tilfinningar. Eg gat ekki sagt neitt þegar ég var svangur og ekki þegar ég vildi leika mér. En núna er ég orðinn stærri og breyttur. Núna get ég labbað. Núna get ég talað. Núna get ég sagt til þegar ég er svangur. Núna get ég leikið mér eins og ég vil. Þetta er örugglega besta tilfinning í öllum heiminum. Það voru að koma jól og mamma og pabbi Þórðar litla voru úti í búð að kaupa gulrætur og margt fleira í matinn. Næsta dag þegar Þórður litli vaknaði sá hann að það var búið að snjóa. Þá sagði hann við mömmu sína og pabba: „Komum út að búa til snjókarl.“ Þau fóru út með gulrót, trefil og pípuhatt. Pabbi bjó til fyrsta snjóboltann, mamma gerði þann í miðjunni og Þórður bjó til höfuðið. Pabbi og mamma hjálpuðust að við að raða snjóboltunum saman en Þórður setti gulrótina sem nef á snjókarlinn. Þegar þau voru búin setti mamma trefil á snjókarlinn. Það var byrjað að dimma en klukkan var orðin níu um kvöld. Þau fóru inn að borða og síðan fóru þau að sofa. Um nóttina fór snjókarlinn að hreyfa sig og þegar Þórður vaknaði um morguninn og var búinn að klæða sig í fötin sá hann að snjókarlinn var að kíkja inn um gluggann og Þórður byrjaði að öskra. Mamma hans og pabbi komu hlaupandi og sögðu: ,,Hvað er að, Þórður minn?“ „Snjókarlinn er að kíkja inn um gluggann minn,“ sagði Þórður. Þau hlupu út og pabbi spurði snjókarlinn hver hann væri. Snjókarlinn sagðist heita Snjókarl. Þórður spurði hann hvort hann vildi ekki heita einhverju nafni, til dæmis Snæfinnur eða Jökull. Sagðist snjókarlinn þá vilja heita Jökull. Þórður sagði snjókarlinum að hann mætti því miður ekki koma inn með þeim því að þá myndi allt blotna inni hjá þeim. Þórður, pabbi og mamma fóru síðan inn að borða morgunmatinn og undirbúa sig að fara í vinnuna og skólann. Pabbi skutlaði Þórði í skólann en hann var að vinna rétt hjá skólanum. Þórði fannst tíminn lengi að líða því hann hlakkaði til að koma heim og hitta Jökul. Hann sagði engum í skólanum frá því að hann ætti alvöru snjókarl sem gæti hreyft sig og talað. Loksins kom mamma að sækja hann í skólann og þau komu við Litli Bergþór 10

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.