Litli Bergþór - 01.04.2009, Blaðsíða 16

Litli Bergþór - 01.04.2009, Blaðsíða 16
Bernskuvinna Sigurjóns Kristinssonar frá Brautarhóli Uppvöxtur, vinna og tíðarandi í Biskupstungum um og eftir seinna stríð Aðalheiður Helgadóttir tók viðtal við Sigurjón í tengslum við nám sitt í Kennaraháskóla Islands um barnæsku hans og vinnu. Viðtalið varpar að mörgu leyti skemmtilegri sýn á hvernig það var að alast upp í Reykholti á sínum tíma. Töluverðar upplýsingar komu fram í viðtölum Aðalheiðar við Sigurjón til viðbótar en voru ekki nýttar þá en við settumst niður og unnum þetta til birtingar fyrir Litla-Bergþór með samþykki Sigurjóns. Inngangur Sigurjón Kristinsson hefur búið í Biskupstungum alla sína tíð en hann fæddist á bænum Brautarhóli sem er í útjaðri Reykholts, árið 1934. Um tvítugsaldurinn flutti hann að bænum Vegatungu þar sem hann bjó með fjölskyldu sinni. Sigurjón hefur gaman af fróðleik um heimabyggð sína og þegar hann sleit barnsskónum voru frumbyggjar Reykholts að nema land og hefja garðyrkju, þá iðju sem Reykholt er hvað þekktast fyrir. I kring um jarðhitann myndaðist iðngrein sem hefur haft mjög mikil áhrif á byggð og þéttbýlismyndun í Biskupstungum. Sigurjón lýsir því að heitt vatn hafi verið leitt að Brautarhóli árið 1940. Það var nýtt til húshitunar og seinna einnig til upphitunar á gróðurhúsunum á Brautarhóli. A mynd á bls.l 8 má sjá húsið sem Kristinn og Kristrún fluttu í. Það er gaman að bera myndina saman við næstu mynd sem er tekin árið 1947 eða 1948. Byggð hafði verið hlaða við húsið 1932 og fjós þrettán árum síðar. Að lokum stækkuðu Kristrún og Kristinn íbúðarhúsið 1946 eða 1947. Einnig má sjá að gróðurhúsin eru risin austan við bæinn meðfram heimtröðinni. Þau voru sambyggð og oft skóf snjó í rennuna á milli þeirra, hann safnaðist upp og braut niður rúður. Síðar voru húsin endurbyggð þvert á fyrri stefnu. Við fjærenda gróðurhúsanna sjást tveir braggar sem keyptir voru af hernum 1946 eða 1947 líkt og gert var á mörgum öðrum bæjum á þessum árum og milli fjóssins og þeirra eru komin lítil útihús í stað þeirra gömlu sem voru rifin. Bernskustörf Sigurjóns Sigurjón Kristinsson er sonur þeirra Kristins Sigurjónssonar frá Hreiðri í Holtum og Kristrúnar Sæmundsdóttur fæddri í Vegatungu eða Torfastaðakoti eins og það hét. Hún var alin upp á Eiríksbakka til 13 ára aldurs og síðan á Stóra Fljóti. Seinna varð hún svo húsfreyja á Brautarhóli þegar hún giftist Kristni árið 1932. „Við vorum sjö systkinin sem lifðum eða reyndar átta því að Ragnar Ragnarsson hálfbróðir okkar, sonur mömmu var elstur og fæddur árið 1929. Sigríður Guðbjörg er fædd árið 1932 svo kem ég árið 1934. Svo fæðist drengur á eftir mér líklega árið 1937 en hann dó eitthvað um tveggja daga gamall. Hann var skírður Sveinn. Næst er Arnleif Margrét fædd árið 1940 og á eftir henni er Hrefna fædd 1942, Jóndi, eða Jón Sæmundur árið 1945 og síðastur Bjarni árið 1950.“ Búskapurinn á Brautarhóli samanstóð af kúabúi með 10-12 kýr og eitthvað á annað hundrað fjár. Einnig voru um 13-15 hross. „Svo fækkaði fénu þegar mæðuveikin kom. Það voru alltaf einhverjar hænur en ekki margar, bara 10-20. Það dugði heimilinu og stundum rúmlega það. Seinna seldi mamma egg til Reykjavíkur og notaði afraksturinn til að versla eitthvað annað í staðinn sem var svo sent til baka. Þá var ekkert verið að skreppa á Selfoss eins og nú er.“ Kýrnar voru í fjósi við bæinn en fjárhúsin voru á tveimur stöðum bæði nálægt bænum og fjær stóð lambhús. „Svo voru náttúrulega hundur og köttur sem vinnudýr og félagar okkar barnanna. Búið var lítið vélvætt en það kom fljótlega hestasláttuvél sem þeir áttu saman, pabbi og Kristján á Felli.“ Sigurjón telur að það hafi verið í kringum 1940 þar sem hann var bara smágutti þegar þetta var. „Það var auðvitað heilmikil framför að slá þar sem slétt var og það var töluvert mikið sem hægt var að slá með henni. Svo kom fljótlega rakstrarvél líka, aftan í einn hest og ég byrjaði snemma að vera á henni. Eg hef ekki verið meira en 10-12 ára en hins Sigurjón árið 1951 um það leiti sem hann er við nám í Búnaðarskólanum á Hvanneyri. Ljósm. Sigurjón Kristinsson. Litli Bergþór 16

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.