Litli Bergþór - 01.12.2009, Blaðsíða 7

Litli Bergþór - 01.12.2009, Blaðsíða 7
Sungið fyrir Berlínarbúa Berlínarferð Skálholtskórsfélaga 4. - 9. júní 2009. Aðdragandi. Eftir kveðjutónleikana, sem haldnir voru 27. september 2008 til heiðurs Hilmari Erni Agnarssyni, kórstjóra og organista í Skálholti í nær tvo áratugi, var organistalaust í Skálholti og við kórfélagar í Skálholtskórnum því í örlitlu tómarúmi. En Hilmar lét okkur ekki lengi vera í lausu lofti. í heimsókn hjá honum var Elísabeth Keiser, þýskur organisti og kórstjóri frá Berlín, sem hafði áhuga á að efna til þýsk-íslenskrar menningarviku vorið 2009 í kirkjunni sinni, Gethsemanekirkjunni í Berlín, sem er vinsæl til tónleikahalds. Eftir að hafa upplifað kveðjutónleikana vildi hún fá kóra Hilmars, Skálholtskórinn og Kammerkór Suðurlands til að vera með tónleika, sinn í hvoru lagi og með hennar hundrað manna kirkjukór. Auk þess myndu íslenskir og þýskir hljóðfæraleikarar taka þátt í tónleikum og uppákomum. Kammerkórinn treysti sér reyndar ekki, þegar á hólm- inn kom, til að vera með vegna fjárskorts, en Skálholts- kórinn átti enn í sjóði eftir síðustu kórferð og hafði auk þess bætt í sjóðinn með kirkjusöng og réttaballsfjáröflun, svo við ákváðum að slá til og halda í söngferð til Berlínar. Ferðatími var ákveðinn 4.-9. júní 2009 og ekki var ráðist á garðinn þar sem hann var lægstur þegar kom að verkefnavali. Flytja skyldi tvær messur með þýska kórnum, annars vegar Brynjólfsmessu Gunnars Þórðarsonar, sem við þekktum reyndar vel og höfðum flutt nokkrum sinnum áður og hinsvegar Berlínarmessa Arvo Párts, sem er yndislegt verk, en reyndist snúnara en virtist við fyrstu sýn! Fór mestur hluti æfingatímans síðast liðinn vetur í þá ágætu messu. A seinni tónleikum okkar var ákveðið að flytja íslenska tónlist úr þeim sjóði tónlistar sem við höfðum æft í gegnum árin. Við sömdum við Hilmar um að æfa okkur einu sinni í mánuði fram að ferð, en æfingar urðu reyndar þéttari þegar leið á vor og þar kom hún Tobba okkar, Þorbjörg Jóhannsdóttir frá Stóra-Núpi, sterk inn og raddæfði kórinn milli æfinga Hilmars. En hún kom með okkur út sem kórfélagi. Annar skemmtilegur vinkill í undirbúningi ferðarinnar var að finna út úr því hvaða hljóðfæraleikarar myndu koma með okkur. Var það að lokum mikið einvala lið sem hélt með okkur til Berlínar, eða þeir Hjörleifur Valsson fiðluleikari, Þorkell Jóelsson homaleikari, Kári Þormar organisti og píanóundirleikari í mörgum kórferðum okkar og síðast og ekki síst Eggert Pálsson pákuleikari Sinfóníuhljómsveitarinnar, sem reyndist líka liðtækur partýspilari og eðalbassi. Voru þeir íslandi og okkur kórfélögum til sóma á tónleikum og miklir gleðigjafar og stuðboltar í ferðinni og frábært að hafa þá með. Kórferðin Loksins var komið að brottfarardegi, fimmtudeginum 4. júní 2009. Tuttugu og fjórir kórfélagar, hljóðfæra- leikarar, nokkrir makar, Gunnar Þórðarson tónlistarmaður og frú og 25 kg af golþorski mættu í Leifsstöð á skikkan- legum tíma, kl 14.20. - Golþorskurinn, (sem var reyndar Gethsemanekirkjan í Berlín. frosinn og vel inn pakkaður) var nýveiddur af Hallgrími á Miðhúsum, og umsamið að við leggðum hann til sem íslenskt hráefni í sameiginlega matarveislu, sem halda skyldi eftir íslensku tónleikana í Berlín. Ferðanefndin, þær Heiða og Osk höfðu undanfarna mánuði eytt ófáum stundum í leit að ódýru flugfari og ódýru og góðu hóteli í Berlín og bóka og redda fram og til baka, milli þess sem þær útbjuggu „nestispoka" fyrir hvern og einn með ýmsu nytsamlegu og skemmtilegu fyrir ferðina. Var það afhent við mikla kátínu í Leifsstöð fyrir brottför. Halldór Páll kom með þessa vísu: (Með tilvísun í innihald nestispokans.) Fyrsti morgiminn Með leyndum draumum ég Ijúflega svaf en lífið er stundum svo snúið. Drottinn vor tók hvað Drottinn vor gaf Durex og Plessure Cream - búið ! I síðustu kórferð Skálholtskórsfélaga, til Ítalíu árið 2007, var átta tíma seinkun á flugi, svo fólk var alveg slakt. En nú var annar bragur á. Enginn tími fyrir aukabjór á bamum eða innkaupaleiðangra. Beint út í vél og lagt af stað á slaginu. Ekki laust við að sumum þætti þetta einum of mikill asi! I Berlín tók á móti okkur flokkur kórfélaga úr kór Gethsemanekirkjunnar, sem lóðsaði okkur um lestar- og strætókerfí Berlínar á hótelið okkar, Holliday Inn við Landsbergerallé 203. A flugvellinum beið líka ítalskur tenór á bíl, sem tók að sér að flytja yngsta ferðafélagann, ungfrú Hildi Maríu Jóhannesdóttur 8 mánaða og foreldra hennar, sem og aðra sem ekki voru léttfættir á áfangastað. ----------------------------------- 7 Litli Bergþór

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.