Litli Bergþór - 01.07.2010, Blaðsíða 5

Litli Bergþór - 01.07.2010, Blaðsíða 5
Helgi Kjartansson nýr formaður Ungmennafélags Biskupstungna kynntur til leiks: A aðalfundi UMF. Bisk. þann 7. apríl 2010 var kosinn nýr formaður Ungmennafélagsins, Helgi Kjartansson, íþróttakennari við Reykholtsskóla. Tekur hann við starfi af Guttormi Bjarnasyni í Skálholti, sem setið hefur 12 ár í stjórn félagsins, fyrst sem ritari í tvö ár og síðan formaður í 10 ár. Litli-Bergþór, málgagn Ungmennafélagsins, sendi fulltrúa sinn á fund Helga til að inna hann eftir högum hans og framtíðarsýn varðandi nýja starfið. Við mæltum okkur mót á fallegu heimili þeirra Helga og Sylvíu í Reykholti í Biskupstungum, þar sem snyrtimennskan ber eigendunum fagurt vitni. Helgi, Kjartan, Jóna Kolbrún og Sylvía. Við gefum Helga orðið: Eg er fæddur 2. nóvember 1971 á Selfossi og uppalinn í Haga í Grímsnesi. Foreldrar mínir eru þau Kjartan Helgason frá Haga og Jórunn Erla Sigurjónsdóttir, ættuð undan Eyjaijöllum en móðir mín ólst upp á Stóru Borg í Grímsnesi eftir að for- eldrar hennar fluttu þangað. Það má því segja að ég sé Eyfellingur, Grímsnesingur og Laugdælingur, því Kristrún Kjartansdóttir frá Austurey er amma mín. Eg á enn skyldfólk undir Eyjaijöllum og ekki laust við að hugurinn hvarfli oft þangað núna í öskufall- inu frá Eyj afj allaj ökli. Það hlýtur að vera skelfilegt að vera þar núna. Eg varð stúdent 1991 frá FSu á Selfossi og vann síðan í nokkur ár hin ýmsu störf, m.a. eitt ár í verksmiðjunni Yleiningu í Reykholti, áður en ég fór í Iþróttakennaraskólann á Laugarvatni. Þaðan útskrifaðist ég svo 1996 og fór þá strax um haustið að kenna hér við Reykholtsskóla. Það var Kristinn Bárðarson, þáverandi skólastjóri, sem hringdi í mig því það vantaði íþróttakennara. Það má segja að ég hafí verið við Reykholtsskóla síðan, að undan- skildum þeim Qórum árum þegar ég var fram- kvæmdastjóri Glímusambands íslands 2000-2004. Tengsl mín við íþrótta- og ungmenna- félagshreyfmguna hafa verið þó nokkur í gegnum árin. Eg gekk í UMF. Hvöt í Grímsnesi í kringum 10-11 ára aldurinn og síðan í UMF. Bisk. fyrir um fjórum til fímm árum. Eg hef æft glímu nánast síðan ég man eftir mér, mismikið að vísu. Aður fýrr æfði ég einnig frjálsar íþróttir og körfubolta og einnig fótbolta á sumrin. Glímuna hef ég þó stundað mest. Keppti fyrst árið 1983 og hef keppt nánast á hverju ári síðan, þó að ég hafi dregið mjög úr keppni síðustu árin. Stærstu titlar sem ég vann á ferlinum eru sigrar í Skjaldarglímu Skarphéðins árin 1997 og 1998. Árið 1999 varð ég fyrir því óhappi að slíta hásin á æfíngu og hef eftir það aðallega stundað íþróttir mér til heilsubótar. Fyrstu íþróttamótin sem ég keppti á voru hin svonefndu þriggjafélagamót í frjálsum íþróttum. En það var keppni milli UMF. Hvatar, UMF. Bisk., og UMF. Laugdæla. Þetta voru mjög skemmtileg mót og þama kynntist maður krökkunum í sveitunum í kring. Tel ég það vera umhugsunarvert að reyna að koma þessum mótum á aftur, þótt það verði kannski með öðm sniði en var hér á árum áður. Af félagsmálum sem ég hef starfað að má nefna nokkur atriði: Eg byrjaði auðvitað heima og starfaði í nefndum hjá Hvöt á sínum tíma, t.d. glímunefnd, frjálsíþróttanefnd og boltanefnd. Síðar var ég í körfuknattleiksnefnd HSK og í fræðslunefnd hjá Glímusambandi Islands. Árið 2008 var ég svo kosinn í varastjórn HSK og fyrir skömmu var ég kosinn í ritnefnd HSK, en verkefni nefndarinnar er að gefa út 100 ára sögu HSK á þessu ári. Ein mesta reynsla sem ég hef fengið í gegnum íþróttahreyfínguna er þó þegar ég var framkvæmda- stjóri Glímusambands Islands í íjögur ár. Þarna kynntist maður því góða fólki sem vinnur hjá ISI og hjá öllum hinum sérsamböndunum. Það var mjög dýrmætt að kynnast framkvæmdastjórum hinna sér- sambandanna, hvemig þeir unnu, hvað þeir voru að fást við og hvernig við vorum að vinna með ólíkar áherslur. Stór hluti af vinnu minni hjá GLÍ var að fara í grunnskóla landsins og kynna glímu. Á þessum íjórum árum fór ég því í flesta skóla landsins og það var mjög gaman að kynnast öllum íþróttakennurunum og um leið góð reynsla. Eins má minnast á að ég hef fengist töluvert við þjálfún. Mig minnir að ég hafí fyrst byrjað að þjálfa ________________________________ 5 Litli Bergþór

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.