Litli Bergþór - 01.07.2010, Blaðsíða 26

Litli Bergþór - 01.07.2010, Blaðsíða 26
Þ - listinn listi áhugafólks um sveitarstjómarmál í Bláskógabyggð Þ-listinn er nú að bjóða fram þjónustu sína við íbúa Bláskógabyggðar í þriðja sinn. Síðustu tvö kjörtímabil hefur listinn haft meirhluta í sveitarstjóminni og ber því ábyrgð á stöðu sveitarfélagsins. Þ-listinn er því að leggja verk sín í dóm kjósenda í komandi kosningum, en til þess að kjósendur geti tekið afstöðu til verka okkar vil ég hvetja alla til að kynna sér störf listans á yfirstandandi kjörtímabili. Eins hvet ég kjósendur til þess að kynna sér vel stefnuskrá listans. I þessari grein verður lögð áhersla á fjármálin og fjármálastjómunina, enda er góð fjárhagsstaða sveitarsjóðs grundvöllur þess að hægt sé að veita íbúum góða þjónustu og fara í þá uppbyggingu sem nauðsynleg er á næstu árum. Fjárhagsleg staða Bláskógabyggðar. Aætlanir í byrjun kjörtímabilsins gerðu ráð fyrir auknum fjárhagslegum styrk og getu til reksturs og framkvæmda. Með skynsemi og ráðdeild í rekstri var jafnvægi náð og markvisst unnið að því að styrkja undirstöður samfélagsins. Því er ekki að neita að fali bankanna og fjármálakreppan hafði afgerandi áhrif á öll áform og áætlanir um framkvæmdir og uppbyggingu á seinni hluta þessa kjörtímabils. Þó má þakka fyrir það að höggið hafði umtalsvert minni áhrif á rekstur Bláskógabyggðar þar sem hagræðingaraðgerðir og gagnrýnin endurskoðun allra rekstrareininga hafði hafist á árinu 2006. Var því Bláskógabyggð ótrúlega vel undir það búin að takast á við þau stóru og vandasömu rekstrarskilyrði sem sköpuðust við fall bankanna. Þá má líka segja að viðvörunarbjöllur voru fama að hringja í byrjun árs 2008 og við endurskoðun fjárhagsáætlunar á vordögum 2008 ákvað sveitarstjórn Bláskógabyggðar að draga saman seglin í framkvæmdum og viðhaldsverkefnum. Skjót viðbrögð gerðu það að verkum að höggið varð minna á fjárhagslega stöðu sveitarfélagsins. Rétt er að taka það sérstaklega fram að sveitarfélagið var ekki með nein gengistryggð lán, enda var það stefna Þ-listans að taka ekki slík lán, en hátt verðbólgustig var mjög þungur baggi. Markvisst hefúr verið unnið í að bæta rekstur sveitarfélagsins. Miklum árangri hefur verið náð í þeim efnum og árið 2007 var sá viðsnúningur sem nauðsynlegur var, að ná jákvæðri rekstrarniðurstöðu. Það var því krefjandi verkefni að halda sjó árið 2008. Rekstrarafgangur varð síðan árið 2009 að upphæð kr. 17,6 milljónir. Nú þegar mörg sveitarfélög eru rekin með verulegum rekstrarhalla er Bláskógabyggð að skila rekstrarafgangi og það án þess að skerða þjónustu við íbúana eins og mörg sveitarfélög hafa neyðst til að gera. Fjárhagsáætlun ársins 2010 gerir ráð fyrir rekstrarafgangi sem nemur um 12 milljónum króna. Gert er ráð fyrir að veltufé frá rekstri muni nema um kr. 90,5 milljónum, eða sem nemur 11,7% af heildartekjum, og afborganir langtímalána verði kr. 62,6 milljónir. Stærsta og mest krefjandi verkefnið sem við er að eiga í fjárhagslegum rekstri sveitarfélagsins í dag er veltuhraði, þ.e.a.s. hækkun útistandandi krafna sveitarsjóðs, en það hefur veruleg áhrif á lausafjárstöðu sveitarsjóðs. Það er þó allt af skiljanlegum ástæðum, það er hart í ári og gjöld innheimtast hægar. Einnig tók sveitarstjóm ákvörðun um að fjölga gjalddögum fasteignagjalda til að dreifa greiðslubyrðinni og létta undir hjá gjaldendum. Þetta er staða sem reynir meira á stjómendur og takast verður á við þau verkefhi og vinna eins vel úr og kostur er. Mikilvægast af öllu er þó að hagur heimila og fyrirtækja fari að batna, en það er grunnforsenda fyrir fjárhagslegum bata hins íslenska hagkerfis og þá afkomu sveitarfélaga. Við emm og eigum að vera bjartsýn á bættan hag á komandi misserum. Aætlun næstu þriggja ára gerir ráð fyrir bata í afkomu og rekstri sveitarfélagsins, sem byggir á því að hagur þjóðarinnar fari batnandi. Það skiptir afar miklu máli að hagkerfi landsins nái sér sem fyrst á strik aftur og að hjól atvinnulífsins fari að snúast á eðlilegum hraða. Þegar staða atvinnumála og fjármála einstaklinga og fyrirtækja komast í eðlilegt jafhvægi, vextir og verðbólga á eðlilegum nótum, þá hefur Bláskógabyggð alla möguleika að stíga strax fram á völlinn með fullum styrk til framkvæmda byggðarlaginu til heilla. Frambjóðendw af Þ lista. Þ-listinn 2010: 1. Margeir Ingólfsson, oddviti sveitarstjórnar, Brú 2. Smári Stefánsson, aðjúnkt við HÍ, Háholti 2c 3. Sigurlína Kristinsdóttir, kennari, Bjarkarbraut 17 4. Þórarinn Þorfmnsson, bóndi, Spóastöðum 5. Kristín I. Haraldsdóttir, leikskólakennari, Hrísholti 10 6. Jens Pétur Jóhannsson, rafvirki, Laugarási 7. Rósa Jónsdóttir, bóndi, Mjóanesi 8. Axel Sæland, kennari og garðyrkjumaður, Sólbraut 5 9. Brynjar S. Sigurðsson, bóndi, Heiði 10. Jón Harry Njarðarson, framkv.stj. Hótel Gullfossi, Brattholti 11. Sigurlaug S. Angantýsdóttir, garðyrkjubóndi, Heiðmörk 12. Auðunn Arnason, garðyrkjubóndi, Böðmóðsstöðum 13. Hólmfríður Ingólfsdóttir, framkvæmdastjóri, Holtagötu 15a 14. Snæbjörn Sigurðsson, vélvirki og bóndi, Efstadal Þ-listinn sem nú er lagður fram samanstendur af reynslumiklum sveitarstjórnarmönnum ásamt ungu og áhugasömu fólki sem er að stíga sín fyrstu skref í pólitík. Þ-listinn mun leggja áherslu á reynslu og stöðugleika ásamt því að ný sjónarmið og nýjar áherslur koma inn með nýju fólki. Megináherslur Þ-listans fyrir kosningarnar eru áframhaldandi ábyrg fjármálastjóm, enda er það grundvöllur þess að hægt sé að veita íbúum góða þjónustu og fara í þá uppbyggingu sem nauðsynleg er á næstu ámm. Til þess að tryggja að sama festa og öryggi verði við ljármálastjómun Bláskógabyggðar næsta kjörtímabil mun Valtýr Valtýsson starfa áfram sem sveitarstjóri Bláskógabyggðar haldi Þ-listinn meirihluta sínum í sveitarstjóminni. Of langt yrði að telja hér upp öll stefnumál listans en áherslur okkar koma vel fram í stefnuskránni. Eins og fram hefúr komið munum við byggja á störfum okkar síðustu árin auk nýrra áherslna sem komið hafa inn með nýju fólki. Bestu kveðjur, Margeir Ingólfsson Litli Bergþór 26

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.