Litli Bergþór - 01.12.2010, Blaðsíða 14

Litli Bergþór - 01.12.2010, Blaðsíða 14
Séra Sigurður Sigurðarson Minning Sr. Sigurður Sigurðarson, víglsubiskup Skálholts- stiftis, lést 25. nóvember síðastliðinn. Hann flutti í Skálholt árið 1994 er hann tók við embætti Skálholtsbiskups og bjó þar til dauðadags. Með honum er genginn einn merkasti kennimaður samtíðarinnar og einn af helstu áhrifamönnum í kirkjusögu íslands á síðari tímum. Sr. Sigurður fæddist 30. maí, árið 1944, í Hraungerði í Flóa. Foreldrar hans voru frú Stefanía Gissurardóttir, húsfreyja og Sigurður Pálsson, sóknarprestur í Hraungerði og síðar á Selfossi og vígslubiskup Skálholtsstiftis. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1965 og lauk kandidatsprófi í guðfræði frá Háskóla íslands árið 1971. Hann fór síðar til Bandaríkjanna í framhaldsnám og lauk meistaraprófi í guðfræði frá Princeton Theological Seminary árið 1981. Einnig stundaði hann nám í fiðluleik í Tónlistarskóla Arnessýslu og við Tónlistarskólann í Reykjavík 1956- 1967. Sr. Sigurður var sóknarprestur í Selfossprestakalli frá 1971 - 1994 er hann varð Skálholtsbiskup. Hann sinnti kennslustörfum á Selfossi um árabil og var stundakennari í kennimannlegri guðfræði við guðfræðideild Háskóla íslands 1983-1984 og 1989. Allt frá fyrstu tíð tók sr. Sigurður virkan þátt í margs konar félagsmálum. Hann var félagsforingi hjá skátafélaginu Fossbúum á Selfossi og sat í skóla- nefnd Sandvíkurskólahverfis 1974- 1986, en formaður hennar var hann 1982 - 1986. Hann var stjórnarformaður Bæjar- og héraðsbókasafnsins á Selfossi frá 1986, sat í stjórn Byggða- og listasafns og sat í yfirkjörstjórn á Selfossi frá 1974. Einnig gegndi hann trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðis- flokkinn. Sr. Sigurður var formaður Prestafélags Suðurlands 1972 - 1974, sat í stjórn Prestafélags íslands 1984 - 1990 og var formaður þess 1987 - 1989. Hann sat auk þess í fjölmörgum nefndum og ráðum á vegum þjóðkirkjunnar. Hann var lengi í helgisiðanefnd þjóðkirkjunnar og í kenningarnefnd frá árinu 1998. Staðgengill biskups var hann frá árinu 2003. Sr. Sigurður ritaði fjölda greina í Morgunblaðið, Kirkjuritið og héraðsblöð Sunnlendinga auk þess sem hann ritaði bókina Þorlákur helgi og samtíð hans sem kom út árið 1993. Hann var sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu árið 1994 og stórriddarakrossi á kristni- hátíðarárinu 2000. Eftirlifandi eiginkona sr. Sigurðar er frú Arndís Jónsdóttir, skólastjóri Grunnskóla Bláskógabyggðar. Börn þeirra eru Stefanía, sem býr á Stokkseyri, og Jón Magnús, sem býr í Vopnafirði. Fóstursonur þeirra var Rúr^ar Kristjánsson en hann lést árið 2000. Það voru miklar og skarpar gáfur sr. Sigurðar sem, m.a. gerðu það að verkum að hann naut virðingar og hafði mikil áhrif, jafnt innan kirkju sem utan. Þar sem prestar komu saman var hann jafnan í öndvegi og því lá beint við að þeir kysu hann til forystu. Hann var vel lesinn í guðfræði og einstaklega fróður um kirkjurétt og kirkjusögu. Skoðanir hans og guðfræðistefna einkenndust af trúfesti við arfleifð og hefðir hinnar heilögu almennu kirkju og það sama átti við um kirkjuskilning hans. Sr. Sigurður þótti einstakur sálusorgari og hefur ótölulegur fjöldi notið þess, bæði í sóknarpreststíð Litli-Bergþór 14

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.