Litli Bergþór - 01.12.2010, Blaðsíða 18

Litli Bergþór - 01.12.2010, Blaðsíða 18
Minningar oq Ijóð e-Ptir Einar Grímsson frá Neðra-Dal Seinni hluti Fyrrí hluti var birtur í síðasta tölublaði Litla- Bergþórs í júlí2010. Einar Grímsson varfœddur 19. ágúst 1887 að Þórarinsstöðum í Hrunamannahreppi. Hann flutti í Neðra-Dal árið 1914 og bjó þar til ársins 1942. Hann dó 16. desember 1950. Kona hans var Kristjana Kristjánsdóttir, fœdd 24. ágúst 1886, dáin 22. maí 1963. Börn þeirra voru: Armann Kr. rithöfundur, Þorbergur Jón, Grímur, Arsœll Kristinn, Guðrún, Valdimar, Valdís, Oddgeir og Hólmfríður. Þorbergur Jón, eða Jón íNeðra-Dal,fœddist 18. janúar 1916 og dó 5. október 1993. Kona hans heitir Aðalheiður Guðmundsdóttir og synir þeirra eru: Guðmundur Laugdal, Birgir Bjarndal, Grímur Bjarndal, Kristján Bjarndal, Einar Bjarndal, Heiðar Bjarndal, Þráinn Bjarndal, sem nú býr í Miklaholti hér í Biskupstungum, og Björn Bjarndal. I síðasta blaði fórst fyrir að geta þeirra Aðalheiðar, konu Jóns, og Guðmundar Laugdal, elsta sonarins, og biðjumst við velvirðingar á því. Eitt sumarið var hjá okkur piltur, Jón Grímsson frá Móakoti á Stokkseyri, hann var tveim árum eldri en ég, það var góður félagi. Það var dag einn, að við Jón sátum hjá ánum upp í fjalli á svonefndum Selflötum. Ærnar voru allar lagstar og farnar að jórtra. Við vorum staddir á hæð einni fyrir ofan og austan Selflatirnar. Þar fyrir aust- an er land sem Nýgræði heitir, við ætluðum að setjast niður og taka upp nesti okkar. Þá sé ég skammt fyrir austan okkur að tvær stúlkur eru á gangi. Ég varð mjög undrandi því við áttum ekki von neinna manna- ferða. Stúlkurnar gengu hlið við hlið, þær voru meira en í meðallagi á hæð og leit út fyrir að þær væru í sínum bestu fötum. Þær voru berhöfðaðar með dökkt hár í bláum treyjum og svörtum pilsum og báru rauðar svuntur. Fötin þeirra beggja voru mjög lík og mér datt í hug fólk sem er að fara til kirkju. Stúlkurnar gengu inn eftir háum bakka sem var leifar af uppblæstri en allt land annað var hrjóstrugt og gróðurlítið. Ég benti Jóni félaga mínum á stúlkurnar en ég gat ekki látið hann koma auga á þær þó að þær væru skammt frá okkur. Ég tók um handlegg hans og sýndi honum rétta stefnu til þeirra en það var sama, ég gat ekki látið hann sjá þær. Við fórum svo báðir eftir mínu fyrirlagi og ætluðum að hitta stúlkurnar Kristjana Kristjánsdóttir og Einar Grímsson. því mig langaði til að vita hvaðan þær væru. Það var stutt til þeirra, en við urðum að fara yfir laut, og töpuðum því sjónar á þeim. Við fórum þangað sem þær voru en fundum þær ekki og sá ég þær aldrei oftar. Það er komið vor og litlu lömbin farin að leika sér á túninu. Þau minna mig á löngu liðna tíma þegar ég á vorin var að gæta að ánum um hagana á Laugum í Ytrihrepp, en þar ólst ég upp og dvaldi og starfaði fram að tvítugsaldri. Ég minnist þó helst Gildurhagans sem þar er í fjöllunum. Þangað inn eftir er hálftíma gangur frá bænum. Gildurhaginn er hrikalegt og víðáttumikið gljúfur með hamraveggjum til beggja handa. Lækur allstór rennur um hann miðjan og eru brattar gras- brekkur upp frá læknum beggja megin upp að klettunum. í Gildurhaga dvaldi ég oft lengi. Ég hafði gaman af að klifra um klettana og eltast þar við krumma gamla sem í rauninni má svo að orði komast að hafi átt þar heima því á vori hverju byggði krummi þar hreiður sitt. A útlíðandi góumánuði fór ég að sjá krumma með kalvið í nefinu fljúga beinu striki inn á Gildur- haga. Vissi ég þá strax að hann var að byrja að gjöra sér hreiður. Það var sagt að hann verpti níu nóttum fyrir sumar og mun það hafa látið nærri. Það var aðeins í einum stað sem ég komst að hreiðrinu. Hrafnarnir voru báðir í klettunum fyrir ofan og los- uðu steina með goggunum og létu falla niður til mín. Eitt vor voru tveir fálkar á sveimi um Gildurhagann. Ég sá fljótt að þeir mundu eiga þar hreiður. Seinna komst ég að hvar það var. Ég kleif upp í hreiðrið og strauk ungunum um bakið. Þeir voru þrír. Litli-Bergþór 18

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.