Litli Bergþór - 01.12.2010, Blaðsíða 25

Litli Bergþór - 01.12.2010, Blaðsíða 25
„Sjáðu útsýnið" Vid-tal vid Guðmund og Jónínu í Lindarbrekku Það var ífroststillu og fögru veðri um miðjan október, sem blaðamaður Litla-Bergþórs bankaði upp á hjá þeim heiðurshjónum, Guðmundi og Jónu í Lindarbrekku f Laugarási til að heyra um lífþeirra og störfí Biskupstungum. Nokkrum dögum áður hafði ég komið við hjá þeini aföðru tilefiá. Þá kallaði Guðmundur á mig inn í stofu, þar sem hann stóð við gluggann og horfði út yfir Hvítána og Vörðufellið. „Sjáðu útsýnið. Það er þessu útsýni að þakka að mér tókst að halda konunni hérna! Hún er alin upp við sjó og þarfað sjá út á vatn til þess að þrífast”. Svo leit hann kankvís á konu sína, sem tók undir orð hans. Þegar ég ók í burtu stóð hann enn við gluggann og horfði á útsýnið, gamall maður en ungur í anda. Eftirminnileg mynd. Guðmundur er elstur Tungnamanna, 95 ára frá því í vor og ótrúlega ern og sprækur eftir aldri, enda hefur hann unglinginn Jónínu sér við hlið. Hún er 12 árum yngri en hann og ekki síður ern og hress. Fyrst er að forvitnast um ætt og uppruna Guð- mundar og gefum við honum orðið: Ætt oq uppruni „Ég er ættaður úr Tungunum og úr Hrunamanna- hreppi. Móðir mín hét Gróa Magnúsdóttir og var frá Bryðjuholti í Hrunamannahreppi, dóttir Magnúsar Jónssonar frá Efra-Langholti og Guðnýjar Einars- dóttur frá Bryðjuholti, en hún var ættuð frá Sóleyjar- bakka. Faðir minn var Indriði Grímsson frá Asakoti í Biskupstungum, en Grímur Guðmundsson afi minn var bóndi á Kjaranstöðum, ættaður úr Laugardal og Grímsnesi. Amma mín, móðir föður míns, hét Helga og var Guðmundsdóttir frá Brekku í Biskupstungum, Magnússonar frá Austurhlíð. Það er ekki mikið af nánum ættingjum mínum eftir hér í sveitinni, en við Sigurður Erlendsson á Vatnsleysu erum þó nokkuð skyldir. Björn á Brekku, afi hans, var bróðir ömmu minnar. Grímur afi minn varð kalkaður í mjöðm í ellinni, hafði ofreynt sig. Þeir fóru eitt sinn þrír karlar í eftirleit, Gísli Guðmundsson í Kjarnholtum og Þorsteinn á Drumboddsstöðum ásamt honum. Þegar þeir koma innan að, að Sandá, er hún í vexti og þeir komust ekki yfir. Grímur afi segir þá: „Látið ekki svona, ég ber ykkur yfir” og það gerði hann, enda var hann heljarmenni. En karlinn varð auðvitað blautur og þannig ganga þeir, hann blautur, þeir þurrir, og stoppa ekki fyrr en á efsta bæ, Kjóastöðum eða Brattholti. En þegar hann sest niður eftir gönguna stirðnar hann upp. Og seinni árin gekk hann við hækjur. Hann átti margt af krökkum, bjó í Asakoti. Jónína og Guðmundur heima í Lindarbrekku í nóvemer 2010. En hann gat ekki séð fyrir börnunum vegna lasleika og þau voru boðin upp. Elsti sonurinn, Kristinn, varð sjómaður 15-17 ára. Hann giftist seinna konu frá Snorrastöðum, en þar gistu menn sem voru á leið í verið oft, áður en lagt var á heiðina. Indriði fór í Austurhlíð að sitja yfir ánum, Sigríður lenti í Mikla- holti fyrst, svo í Höfða. Þegar Kristinn varð seinna kaupamaður í Bryðjuholti, tók hann Sigríði systur sína undir sinn verndarvæng í Bryðjuholt. Hún fór svo í vist hjá sveitarstjóranum á Alftanesi, giftist vinnumanni frá ísafirði, bjó í Hafnarfirði og átti 10 börn. Tveir synir hétu Guðmundur, annar fór í Galtalæk og dó ungur, hinn flutti austur í Sandvík í Norðfirði þar sem hann varð sjómaður, giftist fallegri konu og átti 10 börn. Sumarliði var skáld, ólst upp á Reykjavöllum og varð seinna vinnumaður á Torfastöðum hjá sr. Eiríki og Sigurlaugu. Hún hélt mikið upp á hann og safnaði Ijóðunum hans. Því miður brann það allt á Torfastöðum á árunum milli 1945 og '50. Það voru haldnar ungmennasamkomur í Miklaholti þar sem Sumarliði var ritari og fundargerðirnar voru í ljóðum. Sumarliði varð bóndi í Torfastaðakoti (nú Vegatungu) 1915-1918, en flutti suður og byggði bæinn Litla-Hvamm. Kona hans, Guðný Kristjánsdóttir var úr Landssveit, systir Jónínu á Hvítárbakka, en þær voru rjómabússtýrur í Torfastaðakoti. Indriði, pabbi minn, fór í Bryðjuholt seinna eins og Kristinn og Sigríður og þar kynntist hann Gróu konu sinni, mömmu minni. Þau bjuggu í Snússu, örreytiskoti, sem var hluti af vestur-bænum í Efra Langholti, á móti Langholtskoti. Faðir minn dó 55 ára úr berklum, þegar ég var 13 ára. Sr. Kjartan fann út að þeir sem dóu voru þeir sem voru kirkjuræknastir og fóru til altaris, þeir smituðust af bikarnum. Hallgrímur, Helgi og Kristinn bræður mínir fengu líka berkla. Einar Jónsson myndhöggvari, sem var náskyldur mömmu, skar út 25 Litli-Bergþór

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.