Litli Bergþór - 01.12.2011, Blaðsíða 20

Litli Bergþór - 01.12.2011, Blaðsíða 20
Aratunga fimmtíu árum seinna ÍJr bloggi Páls M. Skúlasonar frá tímabilinu 23. til 30. október 2011. Textinn er töluvert styttur liér. Þar sem blogg lýtur ekki alveg sömu lögmálum hvað málfar og framsetningu varðar og prentað mál, verður að horfa á textann íþví Ijósi. Til að sjá blogg Páls í fullri lengd er hœgt að fara á slóðina: kvistholt.blosgspot.com Það eru sem sagt 50 ára á þessu ári frá því félags- heimilið Aratunga var vígt og þar með hófst tími sem hefur haft umtalsverð áhrif á fjölda fólks. Ég hugsa að ég hefði nú ekki farið að fjalla um þetta efni nema vegna þess, að ég naut þess heiðurs í gærkvöldi (22. október 2011) að vera veislustjóri á kvöldvöku í tilefni af tímamótunum. Þegar maður er „maður með hlutverk” þá reynir maður að sjá til þess að standa ekki algerlega á gati og þess vegna fór ég að bruna á vængjum hugans langt til fortíðar. Þar reyndist margt vera skýjum hulið ennþá, þótt einstaka gamlir at- burðir eða minningar brytust fram úr hugarfylgsnum. Það liggur við að ég lýsi því yfir, að í Aratungu hafi það gerst sem mótar elstu, skýra minningu mína úr barnæsku, en það var atriði úr leikritinu Lénharði fógeta, sem Ungmennafélag Biskupstungna sýndi á vígsluárinu, þegar ég var sjö ára. í þessu atriði var um að ræða bardaga þar sem menn voru drepnir (auðvitað ekki í alvöru, þetta var leikrit). Sakleysi mitt, sem var fæddur og uppalinn í tiltölulega kristilega þenkjandi fjölskyldu (allavega að hluta til), þar sem messuferðir voru, í minningunni, vikulegt brauð, beið talsverða hnekki við að upplifa þarna fólk drepið með þessum hætti beint fyrir augum mínum - á fremsta bekk. Á þeim tíma var RÁS 1 eini Úr Lénharði fógeta, Guðný Rósa Magnúsdóttir og Iris Blandon í hlutverkum sínum. Mynd Jón K. B. Sigfússon. Páll M. Skúlason stýrir hátíðarsamkomu vegna 50 ára afmælis Aratungu. Mynd Jón K. B. Sigfússon. ljósvakafjölmiðillinn og Tíminn eina dagblaðið, en hann kom í bunkum með mjólkurbílnum, við og við - og ég las ekkert nema Denna dæmalausa í því blaði. Þá var sko ekkert World of Warcraft eða Call of Duty, nú eða einhver annar svipaður tölvuleikur. Það var ekkert sjónvarp þar sem persónurnar sögðu „fokk” í öðru hverju orði eða drápu hver aðra með grafískum hætti. Nei, þetta var veröld sakleysis þar sem það næsta sem við komumst einhverju ofbeldi var, þegar við skiptum liði og lékum kúreka og indíána í runn- unum í Ólafs- eða Einarslandi. Auðvitað voru indján- arnir vondu kallarnir - þannig var það í bandarísku stórmyndunum sem einhverjir í hópnum höfðu séð. Leikdeild Umf. Bisk. flutti nokkur brot úr Lénharði fógeta í gærkvöldi. Þar var enginn drepinn. Það lá hins vegar morð í loftinu, þegar Hildur María á Spóa- stöðum í hlutverki Guðnýjar gerði sig líklega til að drepa Runólf Einarsson, í hlutverki illmennisins Lénharðs fógeta, með silfurlituðum smjörhníf. Ætli það atriði myndi ekki bara teljast „krúttlegt”. Árið 1961 var ég talsvert ungur eins og áður hefur komið fram og menn geta ímyndað sér. Þá var nýja félagsheimilinu gefið nafnið ARATUNGA, með öðrum orðum, tungan hans Ara. Þannig skildi ég þetta allavega og lái mér hver sem vill. Hér niðri í Laugarási var aðeins um einn Ara að ræða, sem eitthvað kom fyrir í umræðu manna á meðal. Það þarf því engum að þykja það skrýtið, að ég hafi tengt nafnið á nýja félagsheimilinu við þann eina Ara sem ég þekkti þá, Ara í Auðsholti. Það dettur nú væntan- lega engum í hug, að Aratunga hafi hlotið nafn vegna hans í raun, en ég man enn myndina sem mótaðist í höfðinu á mér og sem átti að mynda nokkurs konar lógó hússins. Litli-Bergþór 20

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.