Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.01.1995, Blaðsíða 3

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.01.1995, Blaðsíða 3
Guðjón Óskar Jónsson: Jón Jónsson bryti Ætt Og ævi ^igllllPllMlÍlillIllgll IIIII®IÍIIIIII Manntal í Hrepphólasókn, Ámessýslu árið 1801 Mínna Hof Jon Jonsson husbonde 69 3.ægt jordbmg og fiskerie Helga Jonsdotter hans kone 49 1 .ægt. Margret Jonsdott(er) hans 30 ugivt Gunnhilldur Jonsd: böm 14 - Jon Jonsson dissé 12 - Þorun Jonsdott(er) alle 9 - Þora Jonsdottir sammen 7 - Oddur Amason tienestekarl 50 - Jón Jónsson, sem hér um ræðir, var um skeið bryti Skálholts- staðar. Þótt hann léti af því starfi, var hann jafnan nefndur Jón bryti. Jón flutti úr Biskupstungum að Háholti Gnúpverjahreppi árið 1791. Sambýlismaður Jóns frá 1795 var Gottsvin Jónsson f. 1767 d. 1844. Hann var faðir Sigurðar f. 1798 d. 1834, sem var einn Kambsránsmanna (Kambsrán var framið 9. febr. 1827). Gottsvin Jónsson hafði á sér mis- jafnt orð. Kemur hann mjög við Kambsránssögu. Svo segir þar: "Allvel gekk sambýli þeirra Jóns og Gottsvins í fyrstu, enda sveigði Jón undan honum í öllu, er hann þóttist mega". En sambýlið fór versnandi. í Kambsránssögu segirm.a. frá því, að Gottsvin hafði næstum orðið að bana Gísla, syni Jóns bryta. Enn segir þar: "Eftir þetta þótti Jóni bryta sér eigi vœrtísambýli við Gottsvin; þóttist ofgamall og böm sín ofung til þess, að sér væri unnt að halda hlut sínum fyrir Gottsvini. Gísli, sonJónsvarþá líka dáinn, en Rósa dóttir hans gift". Gísli og Rósa voru börn Jóns af 2. hjónabandi. Það er mishermi í Kambsránssögu, að Gísli, sonur Jóns, væri þá dáinn (fyrir 1798). Gísli lifði föðursinn. Verður hans getið síðar. Jón bryti fékk nú ábúð á Minna- Hofi.Hannfluttistþangaðvorið 1798 og bjó þar upp frá því. Jón Jónsson bryti er mikill ætt- faðir, en uppruni hans hefurekki verið kunnur, að ætla má. Það þekkja allir, sem ættfræði stunda, að oft er erfitt að skilgreina þá, sem heita Jón Jónsson. Jón bryti bjó um árabil að Hömr- um í Grímsnesi. Sóknarmanntal að Hömrum 1767: Jón Jónsson húsbóndi Málfríður Eyjólfsdóttir, 37 ára kona hans 30 ára Bjarni, sonur þeirra 2 ára Rósa, dóttir þeirra Þórdís Þórðardóttir 1 árs stjúpdóttir húsb. 13 ára S vanhildur Jónsdóttir móðir húsbónda 65 ára Jórunn Jónsdóttir systir húsbónda 33 ára Vera Svanhildar Jónsdóttur á heimili sonar síns er lykill að ætt- færslu Jóns bryta. Maður Svanhildar og faðir Jóns var Jón Jónsson f. 1702 d. 1762 bóndi Steindórsstöðum og víðarReykholtsdal Borgarf., en síðast Rauðsgili Hálsasveit (Borgf. ævi- skrár 6 bls. 23). I Borgf. æviskrám eru nefnd þessi börn Jóns og Svanhildar: Valgerðurf. 1733,Jórunnf. 1734, Einar f. 1736 bóndi Rauðsgili, Jón f. 1746. Finnur Jónsson f. 1704 d. 1789 biskup í Skálholti 1754-1785 hélt Reykholtsprestakall 1732-1754. Hann var því sóknarprestur fjölskyldu Jóns og Svanhildar. Finnur hefur haft það álit á Jóni eldra á Rauðsgili, að hann yrði farsæll í störfum. Jón er því ráðinn bryti að Skálholtsstað. Rétt er að benda á það, að Jón Jónsson f. 1652 d. 1727 faðir Svan- hildar á Rauðsgili var um skeið í þjónustu Skálholtsstaðar. Svo segir í Borgf. æv. 6 bls. 12: "A yngri árum var hann starfs- maður í Skálholti, og um skeið var hann þaraðstoðarbryti eða verkstjóri. Var álitsmaður og efnaður." Jón bryti bjó á þessum jörðum í Grímsnesi: Gelti - 1762 -, Hömrum 1766-1772, Sveinavatni 1772-1779, Stærribæ 1779-1781. S vanhildur Jónsdóttir dó á heimili sonar síns Sveinavatni 1. júní 1775. Jórunn, systir Jóns bryta, giftist 20. sept. 1771 Páli Bergssyni f. 1737. Hann kom í Mosfellssókn árið 1762. Bam þeirra var Bergur f. 17. maí 1771 Hömrum, d. 27. okt. 1784. Jórunn var í Stærribæ 1780. Páll var í Kringlu sama ár. Jón Jónsson yngri frá Rauðsgili var á heimili bróður síns Hömrum 1768-1771. Jón bryti var þríkvæntur, eins og segir í upphafi greinarinnar. Fyrsta kona hans var Þórunn Skaftadóttir f. 1720 ekkja að Gelti (Kaupmáli dags. 5. okt. 1759). Þór- unn var hjá vandalausum Miðengi Grímsnesi 1729.Ætthennarerókunn. Fyrri maður Þórunnar var Þórður f. 1684 bóndi Gelti - 1729-1758 - Ásgrímsson bónda Galtalæk Bisk. 1703 Jónssonar. Þórunn var seinni kona Þórðar. Fyrri kona hans var Sesselja f. 1691 Þorkelsdóttir bónda Ormsstöðum Grímsnesi 1703 Þórðarsonar. Barn Þórðar og Þórunnar var Þórdís f. 1754, sem var á heimili stjúpföðursínsHömrum 1767enekki lengur. 3

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.