Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.01.1995, Blaðsíða 6

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.01.1995, Blaðsíða 6
Eyjólfur Jónsson: Jónarnir hennar ömmu Nafnið Jón er eitt algengasta karl- mannsnafn á landinu. Önfirðingar voru ósparir á notkun þessa nafns. Árið 1850 voru 48 menn með þessu nafni einu í Holtspresta- kalli. Ermanntal vartekið 1801 voru 483 í búar í prestakallinu. Þar voru þá 77 Jónar og af þeim voru 32 Jónssy nir. Hún amma í Dal (Kirkjubóli í V alþjófsdal) hét Kristín. Hún var fædd í Fremri-Breiðadal 1852. Rætur hennar voru úr Önundarfirði. Meðal ættmenna hennar eru margir Jónar. Fjórum sinnum finnast þar tveir albræður er bera aðeins nafnið Jón. Hér á eftir verður nánar getið þessarra samnefndu albræðra. Fyrst eru það tveir Jónar Sveins- synir. Faðir Kristínar ömmu í Dal var Jón, f. 12. júlí 1807 á Hesti, d. 21. desember 1867 á Hvilft, Sveinsson bóndi. Kona hans og móðir ömmu var Járngerður, f. 1817, d. 1878, Indriðadóttir Jónssonar. Amma var ellefta af 17 börnum þeirra. Auk þess átti Jón eina dóttur utan hjónabands. Þau Jón og Járngerður bjuggu í Fremri-Breiðadal 1835-1861 ogsíðan á Hvilft. Átta af börnum þeirra náðu fúllorðins aldri og sjö þeirraeignuðust maka og afkomendur. Albróðir Jóns, föður ömmu, var Jón eldri, f. 10. desember 1798 á Þorfmnsstöðum, d. 30. júlí 1863 í Hjarðardal. Kona hans var Dagbjört, f. 1805, d. 1881, Filippusdóttir úr Súgandafirði, Illugasonar. Þau bjuggu á Innri-Veðrará 1838-1841, Vífilsmýrum 1842-45, Neðri-Breiða- dal 1848-1854 og voru síðan í húsmennsku 1856-1863. Börn þeirra voru 5 og af þeim eignuðust 3 afkom- endur. Foreldrar þessara bræðra voru Sveinn bóndi á Hesti, f. 1761 og drukknaði 6. maf 1812, Jónsson og kona hans Guðrún, f. 1769 á Görðum, d. 1840 dóttir Jóns Magnússonar bónda og hreppstjóra á Eyri í Önundarfirði. Erþarkomiðaðtveim- ur Jónum Magnússonum er voru albræður. Jón Magnússon á Eyri var fæddur 1742, d. 16. aprfl 1804. Hann var tvíkvæntur. Með fyrri konunni, Guðrúnu, erdó9. marz 1788,40ára, Jónsdóttur átti hann tvö böm, Guðrúnu konu Sveins á Hesti og Magnús, f. 1772, d. 1829 bónda á Gerðhömrum í Dýrafirði og víðar. Kona hans var Ástríður, f. 1764, d. 1851, Sigurðardóttir Guðbrandssonar. Þau eignuðust fjögur börn og fjölda niðja. Síðari kona Jóns á Eyri var Þóra Guðmundsdóttir ekkj a í Dal. Þau gift- ustl3.apríl 1789,samadagogMagn- ús sonur Jóns kvæntist Ástríði, Þóra var þá 53 ára og átti böm úr fyrri hjónaböndum. Eftir giftinguna flutti Jón að Kirkjubóli og bjó þar nokkur ár, en síðan á Sæbóli á Ingjaldssandi og dó þar 1804. Albróðir Jóns á Ey ri var Jón y ngri Magnússon, f. 1749, d. 17. janúar 1803.KonahansvarHallbera,f. 1751, d. 1813, Guðmundsdóttir. Þau eignuðust 10 böm og frá þeim er mikill ættleggur. Jón og Hallbera vom áMosvöllum,síðanáVöðlumtil 1796 eða lengur og fluttu þaðan út í Dal er Jón eldri og Þóra fluttu að Sæbóli. Jón yngri var hreppstjóri a.m.k. frá 1793 til æviloka. Bróðir þessarra Jóna var Guðmundur, f. 1747, d. 11. janúar 1795, er líka bjó á Kirkjubóli a.m.k. frá 1786 til æviloka. Kona hans var Ásný, f. 1751, d. 1825 Jónsdóttir. Einkabarn þeirra var Jón, f. 1774, d. 3.desember 1835bóndiáKirkjubóli. Sy stir þessarra bræðra var Sigríður er bjóekkjaáVeðrará 1789 og giftist þá öðru sinni Páli Hannessyni ekkju- manni frá Seljalandi í Álftafirði og fluttist þangað með þrjú uppkomin börn sín. Frá báðum sonum hennar er mikill ættleggur kominn. Faðir þessarrasystkinavarMagnús.f. 1708, Jónsson erbjó áGörðum 1753 og var þarenn 1762,54 ára, með konu sinni 56 ára gamalli og þremur sonum og tveimur dætrum segir f búendatali úr Önundarfirði það ár. Næst komum við að tveimur öðrum Jónum Magnússonum er líka voru bændur í Önundarfirði, samtíða þeim fyrrnefndu, en heldur yngri. Annar bóndi á Görðum en hinn á Eyri. Móðir Kristínar ömmu í Dal var Járngerður Indriðadóttir og hennar móðir Kristín, f. 1778, d. 1834, Magnúsdóttir. Indriði Jónsson var seinni maður Kristínar og áttu þau tvö börn. Sonur þeirra var Jón, f. 1816, hreppstjóri á Kaldá er fórst með Jaktinni Katrínu í maí 1854. Fyrri maður Kristínar var Sveinn Oddsson bóndi á Vífilsmýrum er drukknaði, 32 ára gamall, 6. maí 1812 á sama skipi og Sveinn Jónsson bóndi á Hesti. Þau Kristfn og Sveinn eignuðust 6 börn og þrjú þeirra lifðu föður sinn. Kristín átti tvo albræður er báðir hétu Jón. Eldri Jón, f. 1770 var á Görðum 1801 og kvæntist 1804 Guðrúnu, f. 1777, d. 1855, Jónsdóttur frá Hvilft. Jón varfyrri maðurhennar. Bömþeirra dóu í æsku. Jón yngri, bróðir Kristínar, f. 1774.Hannkvæntist 1810Þuríði,f. 1754, d. 1834, GísladótturekkjuÓlafs Magnússonar bónda á Eyri, er dó í Englandi 1806. Þau barnlaus. Þessir bræður báðir dmkknuðu 6. maí 1812. Foreldrar þessarra systkina voru Magnús, f. 1745, d. 23. ágúst 1803, Jónsson og kona hans Járngerður, f. 1738, d. 1813 Jónsdóttir. Magnús var bóndi á Eyri 1787 og bóndi og hreppstjóri á Görðum 1801. Loks skulu nefndir Jón eldri S vein- björnsson, tengdafaðir ömmu, og yngri bróðir hans og alnafni. Kristín amma í Dal giftist í Holti 2. nóvember 1878 Eyjólfi, f. 1851 í Mýratungu, d. 8. nóvember 1921, Jónssyni. Þau bjuggu í Dal 1881- 1921. Foreldrar hans vom Jón eldri, f. 1811, d. 29. apríl 1872, Svein- björnsson og kona hans Ólöf, f. 1811, d. 1894 Eyjólfsdóttir bónda í Skíðs- holtumog víðarErlendssonarprests í Nesþingum Vigfússonar. Jón eldri var bóndi í Mýratungu og víðar í Reykhólasveit, síðar á Stekkjanesi við Skutulsfjörð og loks á Kotum í Önundarfirði. Jón og Ólöf eignuðust átta börn. Fjögur þeirra: Sigurður á Naustum, Steindór í Dalshúsum, Eyjólfur í Dal og Elín Kristín á ísa- firði, giftust og eignuðust afkomend- ur. Einn bræðra Jóns eldra var Jón yngri, f. 16. nóvember 1819 í Bæ í Króksfirði, d. 1868, Sveinbjömsson bóndi áGillastöðum og Klukkufelli í 6

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.