Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.1995, Blaðsíða 10

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.1995, Blaðsíða 10
Guðmundur Guðni Guðmundsson: Manntal 1910 ÞegarÆttfræðifélagiðvarstofnað fyrir 50 árum hafði ekkert manntal verið gefið út um Island utan manntalið 1703. Þá voru landsmenn 50.358. Manntölersíðar voru tekinaflandinu voru ekki gefin út en geymd í frumriti í Þjóðskjalasafni Islands. Almenn- ingur hafði aðgang að manntölunum á safninu en óþægilegt þótti að þurfa að sitja þar en ljósrit fengust ekki og margir um hverja bók ef svo vildi til. Það mun því hafa verið sérstakt áhuga- mál fræðimanna innan ættfræðinnar að fá manntölin gefin út. Þegar ekki tókst að fá ríkið til að ráðast í slíka útgáfu réðust ættfræð- ingaríÆttfræðifélaginu, fáir, fátækir og smáir í það stórræði að gefa út manntöl presta, sóknarmanntöl svo- kölluð frá 1816, en þau höfðu það framyfirlandsmanntalið 1801 aðgetið var fæðingarstaðar manna. Þetta manntal þy kir nú ómissandi. Ættfræði- félagið hefur svo gefið út manntölin 1801 og 1845. Viðallarþessarútgáfur hafa bæði stjórnendurog margiraðrir félagsmenn unnið ötullega að útgáf- unum. Skammt er stórra högga á milli hjá Ættfræðifélaginu. Þess berglöggt vitni fyrsta bindi afmanntalinu 1910sem nú er komið út. Fyrsta bindið er yfir Skaftafells- sýslurnar báðar. Þetta manntal er það fyrsta sem tekið er af íslendingum sjálfum og á vegum íslenskrar lands- stjórnar. Dr. Jón Þorkelsson Þjóðskjala- vörður og þingmaður Reykvíkinga barfram eftirfarandi þingsályktunar- tillögu á Alþingi 1909: "Neðrideild Alþingis ályktar að skora á lands- stjórnina, að hún gangist sjálf fyrir því að taka manntal, er fram skal fara hér á landi 1910, og geri sjálf allar nauðsynlegar ráðstafanirtil þess, svo og að hún sjálf sjái um að unnin sé úr því allur sá hagfræðilegi fróðleikur, sem þörf er á, en Hagfræðistofan (Statistisk Bureau) í Kaupmannahöfn sé upp héðan leyst af þeim starfa." Alyktunin var samþykkt og stjórnar- ráðiðannaðistframkvæmdina.Þings- ályktunin um manntalið var svo kveikjan að stofnun Hagstofu Islands. Núverandi Þjóðskjalavörður skýrir svo frá að manntalið hafi verið tekið 1. des. 1910 og verið unnið úr niður- stöðum þess á árunum 1911-1913. Það gerðu þeir Indriði Einarsson, Georg Ólafsson og Þorsteinn Þor- steinsson. Almenningur hafði ekki greiðan aðgang að manntalinu 1910 og þótti ýmsum bagalegt. Um þetta var stund- um rætt á fundum Ættfræðifélagsins. Þáverandi formaður félagsins Jón Gíslason fór að kynna sér möguieika á að félagið gæfi manntalið út. Komu þá ýmsir annmarkar í ljós sem ryðja varð úr vegi. I manntalinu voru meiri fræði en venjulegum manntölum, erfðafræði og læknavísindi voru greinar í örum vexti og manntalið hafði að geyma ýmislegt sem mann- helgi náði yfir. Leyfi til útgáfunnar var að ég held háð leyfi Erfðafræði- nefndar. Jón Gíslason lagði til að rey nt yrði að ná samkomulagi við nefndina og tókst það. A félagsfundi 23. mars 1988 var ákveðið að Ættfræðifélagið færi að athuga meðútgáfu áManntalinu 1910. Kosin var útgáfunefnd er í voru Einar Egilsson, Hólmfríður Gísladóttir og Sigurður Sigurðarson, síðar kom í nefndina Eggert Th. Kjartansson í staðEinars. Þegar ákveðiðhafði verið að félagið tæki að sér útgáfuna lét Þjóðskjalasafnið í té aðgang að frum- riti Manntalsins og vinnuaðstöðu á Laugavegi 162. A vordögum 1990 var hafist handa við að bera saman frumgögnin og töl vuútskriftina. "Þetta hefur verið mikil vinna", segir for- maður félagsins Hólmfríður Gísla- dóttir, og nefnir atriði sem varð að vinna: að leiðrétta skírnarnöfn og eftir- nöfn, að aðgreina mötuneyti (eldstór) á heimilum, að leiðrétta fæðingardaga, að innfæra fæðingarstaði (bæi og sóknir f stað hreppa), að skrá hvaðan og hvaða ár að- fluttir koma í sóknina, að skrá stöðu á heimilinu, að skrá starf, að skrá dánarár maka þar sem það á við, að skrá gestkomandi á heimilinu, - hvaðan komnir og atvinnu, að skrá fjarstadda heimilismenn, hvar niðurkomnir og starf, að lýsa húsagerð og eigendum húsa og jarða, að skrá fjölda herbergja í íbúð eða húsi íþéttbýli. Útgáfunefndinnitókstaðfáöfluga sjálfboðaliða til þessa umfangsmikla starfs, sem enn hafa enga umbun fengið fyrir sitt framlag. Það verðurmikill fengurað þessu manntali. Það segir svo margt sem menn höfðu ekki aðgang að áður og vildu þó gjarnan vita. Aftast á hverri síðu eru dánardagar og dánarár sem erfðafræðinefnd hefur látið í té, er mikils virði fyrir ættfræðinga að fá slíkarupplýsingar. Ættfræðifélagið fékk styrk úr Menningarsjóði að upphæð 250.000 kr. til aðhefjaútgáfunaog sýndi Ólaf- urG. Einarsson menntamálaráðherra málinu velvilja. Hólmfi íður Gísladóttir og Eggert Th. Kjartansson sáu um útgáfuna. Eg óska Ættfræðifélaginu til ham- ingju með þennan fyrsta áfanga á langri leið. Eg veit að áfram er unnið og von er á öðru bindi innan tíðar. 10

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.