Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.1995, Blaðsíða 11

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.1995, Blaðsíða 11
* Halldór Armann Sigurðsson : J^onur o§ œttfrœði og longui' kvenleggui' í tilbót Ætlfræðin er skrítin skepna. Oft hef ég velt því fyrir mér hvernig á því geti staðið að mörlandinn hefur rakið ættir sínar í þúsund ár og gott betur - og er enn að. Ekki kann ég lausn á þeirri gátu frekar en aðrir. En það er næsta kynlegt að borgarbúar við lok 20. aldar skuli eyða löngum stundum frá sjónvarpi og sólarlandaferðum í að grafast fyrir um löngu liðna búandkarla og hyski þeirra, fólk úr heimi hungurs og myrkurs sem ekkert erindi virðisteiga við raflýstaog stríðalda samtíðina. En víst á þetta fólk erindi við okkur, um það er ótrúlegur fjöldi bóka um ættir og mannvísi órækur vottur. Margt má merkilegt af ættfræðinni læra og víst er að sumir leggja stund á hana þess vegna. En hinir hygg ég að séu þó fleiri sem snudda í ættum af þeirri einföldu ástæðu að þeir hafa gaman af, og það er fullgild ástæða. Ekki er þó allt jafnskemmtilegt í ættfræðinni. Hleypidóma, höfðingjadekurogtepru- skap, allt þetta og sitthvað fleira miður kræsilegt má sjá í æði mörgum ættfræðiritum. Eitt af því sem mér leiðist hvað mest í ættfræðinni er hversu mjög þar hallar oftast á konur. Það vekur furðu mína að sjá fjölda af nýútgefnum niðjatölum á glanspappír og í fögru bandi þar sem getið er um konur eins og hverja aðra fylgihluti að ekki sé sagt búsgögn karla. Karl er nefndur til sögu, sagt er frá starfi hans og búsetu og helstu æviatriði jafnvel tíunduð en ekki vikið orði að starfi maka hans. Kona er nefnd til sögu og þá bregður svo við að starf makans þykir frásagnarvert. Og þetta á ekki aðeins við um niðjatölin heldur líka flest stéttartöl. I Kennaratalierþað t.d. reglaað getaum starf maka sé hann karl en sé makinn kona er yfirleitt ekki vikið að starfi hans, nema svo vilji til að hann sé kennari. I Hjúknmarfrœðingatali og Ljósmœðrum á Islandi eru störf maka tíunduð samviskusamlega en í Lœkn- um áíslandi er þeirra sjaldnast að nokkru getið. Þessi ósiður gengur svo langt að því er jafnvel oft sleppt að geta um starf konu þótt það sé beinlínis ávísun á eitthvert stéttartal, þar sem finna má frekari upp- lýsingar um ævi og ætt konunnar. Sumar konur eru náttúrlega "bara" húsmæðureða heimilisforstjórar. En ég átta mig ekki á því að það starfsésíðurfrásagnarvertent.d.starfblaðamannsins, lögfræðingsinseðasmiðsins,karlkynseðakvenkyns. Hafi einhver það að aðalstarfi að vera húsmóðir (eða "húsfaðir", ef þvíerað skipta) áað segjafráþví þegar gerð er grein fyrir manneskjunni, hvort heldur er í niðjatali eða stéttartali. Ég hef grun um að ýmsir þeir sem safna upp- lýsingum um ættir reikni með því að konur séu yfirleitt "bara" húsmæður og þyki þessvegna ekki taka því að spyrjast fyrir um störf þeirra. Þetta viðhorf deyfir forvitnina, slævir áhugann á ævi og kjörum kvenna og kemur í veg fyrir að ættfræðirit verði marktækar heimildir um það efni. Þess utan er það náttúrlega fjarri veruleika að flestar konur starfi aðeins innan veggja heimilis síns. Þessu erþveröfugt farið. Nú um nokkurt skeið hef ég safnað til Kráku- staðaœttar, niðjatals fátækra hjóna sem bjuggu á Krákustöðum í Hrolleifsdal í Skagafirði á seinni hluta 19. aldar. Eitt af því sem ég hef lagt mig eftir er æviferill þeirra sem eru af ættinni og maka þeirra. Ég sýni héreitt dæmi um frænku mína af þessari ætt, þar sem fyrst er gerð grein fyrir námi að loknu skyldunámi og síðan störfum, búsetu og öðru sem þykir frásagnarvert: ... f.... 1929 íReykjavík, húsmóðir, baðvörður og fyrrverandi saumakona í Hafnarfirði; lærði bók- hald, reikning, vélritun og á tölvur hjá Náms- flokkum Hafnarfjarðar, talsímakona á Skagaströnd 1945-6 og á Borðeyri 1946-8, mötuneytisstarfs- maður og iðnverkakona í Reykjavík 1948-9, aftur talsímakona á Skagaströnd 1949-53, saumakona í Nýju skóverksmiðjunni í Reykjavík 1953-5, húsmóðir í Hafnarfirði frá 1955, skrifstofumaður hjá Stormi hf 1968-72, saumakona hjá Magna, Últíma og Karnabæ í Reykjavík 1972-88, bað- vörður í Hafnarfirði frá 1988, var lengi í stjórn Landssambands iðnverkafólks og fulltrúi þess á Alþýðusambandsþingum. Fyrstu upplýsingar mínar um þessa konu voru þær að hún væri "bara húsmóðir". Það kostar að sjálfsögðu bæði fé og fyrirhöfn að ná saman ítarlegum upplýsingum um feril fólks. Mönnum er því nokkur vorkunn þótt þeir láti það hjá 11

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.