Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.1995, Blaðsíða 14

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.1995, Blaðsíða 14
IIÖFÐI Draugar, Einar Ben, Reagan og Gorbatsjov... Þetta er sjálfsagt það fyrsta sem kemur upp í huga margra þegar þeir heyra minnst á Höfða við Borgartún í Reykjavík. En hver er fortíð þessa sögufræga húss? Hverjir hafa ráðið þar ríkjum og hvaða stórmenni hafa gengið þar um gættir? Það er ekki úr vegi að kynna sér það nú þegar borgarstjórinn í Reykjavík, Frú Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hefur boðið Ættfræðifélaginu til móttöku í Höfða, mánudaginn 27. febrúar, í tilefni 50 ára afmælis Ættfræðifélagsins. Upphafið að Höfða má rekja til franskra sjómanna og veiða þeirra um aldamótin við íslands- strendur, fjarri heimalandinu. Þeim til trausts og halds var sendur til íslandsfranskurkonsúll,Brillo- uin að nafni, og fengin var lóð undir hús handa honum á svo nefndu Félagstúni, en það var áður í landi Rauðarár. Rauðará var í eigu Viðeyjarklausturs laust fyrir aldamótinl400 en er orðin kon- ungseign um siðaskiptin. RauðarávarlögðundirReykja- víkurkaupstaðárið 1835 en bæjar- stjórnin keypti svo jörðina um 1885. ÁRauðarábjó um miðja 18. öld Oddur Jónsson Hjaltalín lög- réttumaður (d. 1797) en hann var sonur Jóns Hjaltalíns Oddssonar lögsagnara og sýslumanns (d. 1753) en Jón var síðasti ábúandinn ájörðinni Reykjavík. République Francaise Húsiðvarkeypttillhöggviðfrá Noregi og reist árið 1909. Það ber ýmiss merki uppruna síns, m. a. er að finna upphafsstafi franska lýðveldisins RF - République Francaise - yfir dyrum svo og nafn konsúlsins Brillouin -anno 1909. Þar eru einnig hinir fornu róm- versku vendir, fasces, með tveim öxum stungið í, tákn þess að róm- verskirembættismenn máttu bæði hýða og hálshöggva. Frýgiska húfan, “bonnet rouge”, einkennis- höfuðfat jakobínanna í frönsku stjórnarbyltingunni 1789 prýðir einnig dyrabúnaðinn.. Húsið sem var með stærstu ein- býlishúsum bæjarins stóð nokkru austan við aðalbyggðina og þótti straxafartilkomumikiðogfallegt. Ekki dugði það þó til þess að létta franska konsúlnum lífið því hann átti ekki skap við íslendinga og lenti í ýmsum útistöðum við þá. Við upphaf heimsstyrjaldarinnar fyrri flutti hann svo af landi brott og húsið var selt. Skáldið gerði stuttan stans Kaupandinn var Einar Bene- diktsson skáld og lögfræðinguren Einar hal'ði áður falast eftir landi á þessum slóðum. Það var jarðar- parturinn Fúlatjörn, sem Daníel Halldórssonbæjarfógeti átti. Þeg- ar samningar voru um það bil að takast um Fúlutjörn og aðeins átti eftir að skrifa undir samninginn 14

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.