Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.1995, Blaðsíða 17

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.1995, Blaðsíða 17
Tómas Helgason prófessor: Afkomendur systkinabarna eða: Mikilvægi þess að velja sér rétta foreldra! Skyldleikagiftingar eru ekki eins vafasamar og margir vilja vera láta- ef þú bara þekkir makann, ætthansogeinkenni.Þá velur þú það “besta” og varar þig á að margfalda gallana. Þetta voru niðustöður rannsóknar sem Tómas Helgason prófessor ásamt fleirum gerði á afkomendum systkina- barna. Hér fer á eftir stuttur útdráttur úr erindi Tómasar sem flutt var á fundi Ættfræðifélagsins fimmtu- daginn 26. janúar s.l. Við erum vön að gorta af traust- um heimildum á formi kirkjubóka og manntala, sagði Tómas, en reyndin er oft önnur. Areiðanleik- inn er ekki alltaf mikill. Reynslan hefur sýnt að oft ber mikið á milli kirkjubóka, þjóðskrár og upplýs- inga viðkomandi persóna t.d. hvað varðar fæðingardag. Nefndi hann sem dæmi mann sem samkvæmt prestsþjónustubók var fæddur árið 1902 en sagðist sjálfur vera fæddur árið 1895. Sannleikurinn væri sá að prestarnir voru misnákvæmir og færðu oft inn upplýsingarnar í slumpum eftir minni og oft skol- aðist þá eitthvað til. En í mörgum læknisfræðilegum rannsóknum væri ættfræðin og þekking okkar á ættum okkar og uppruna mjög mikil vægur þáttur og nauðsynleg- ur í ljósi þess að eiginleikar okkar jafnt jákvæðir sem neikvæðir erf- ast með genunum kynslóð fram af kynslóð. Þaðvarárið 1977-1978sem ákveðið var að gera athugun á afkomendum systkinabama á ís- landi. Tíðni systkinabamagiftinga hér á landi er svipuð og í ná- grannalöndunum, segirTómas, og hefur snarlækkað á þessari öld. Árið 1916 voru systkinabarna- giftingar 20 af hverjum 1000 gift- ingum en voru árið 1964 orðnar færri en 2 á hverjar 1000 giftingar. Algengast í einangrun Algengastar voru systkina- barnagiftingar í Austur-Skafta- fellssýslu og næstalgengastar í Þingeyjarsýslu. Mikill munur var einnig á dreifbýli og þéttbýli og fækkaði systkinabarnagiftingum mjög þegar nálgaðist þéttbýlið. Nú á dögum em systkinabarna- giftingar mjög sjaldgæfar. Trúlega lágu tvær meginástæð- urtil systkinabarnagiftinga, nefni- lega að ekki var völ á miklu úrvali óskyldra eða fjarskyldra sökum landfræðilegrar legu ogþeirri stað- reynd að “allir” í nágrenninu vom skyldir. Þetta styður sú staðreynd að systkinabarnagiftingar voru einmitt algengastar í Austur- Skaftafellssýslu þar sem einangr- unin var mest. Hin ástæðan gæti verið að menn vildu halda utan um auð, erfðir og völd og halda saman ættinni. Bannaðar fyrr á öldum Fyrr á öldum vom skyldleika- giftingar bannaðar og menn sóttu sér oft maka í aðra landshluta, vitandi að skyldleikagiftingar gátu valdið vanda. Það var svo ekki fyrr en á 18. öld sem skyldleika- giftingar voru leyfðar. Á tímabilinu 1917-1964 voru skráð 378 systkinabarnahjóna- bönd. í rannsókninni sem Tómas skýrði frá var kannað heilsufar, frjósemi, barnafjöldi, lífaldur, dánartíðni o. fl. Rannsóknin var samanburðarrannsókn og voru borin saman skyld og óskyld pör á sama aldri. í ljós kom að í systkinabarna- hjónaböndunum fæddust fleiri böm en hjá samanburðarhópnum. Ein skýring gæti verið sú að þessi hjónabönd vom algengari í dreif- býliþarseme.t.v. varbetriaðbún- aður og meiri matur. En af þessum skyldupörumgiftust 103 íReykja- vík og 268 úti á landi. í saman- burðarhópnum giftust 202 pör í Reykjavík og 175 úti á landi. Skyldu pörin áttu samtals 212 böm í Reykjavík og þau óskyldu, 440 böm. Úti á landi áttu skyldu pörin, 1011 börn og þau óskyldu áttu 635 böm. Skyldir áttu fleiri börn Hvað varðar dánartíðni og ald- ur var enginn marktækur munur á afkomendunum. Þó virtist sem heldur fleiri börn deyi yngri en 15 ára hjá systkinabamapörunum. Þar sem víkjandi erfðaeigindir gætu margfaldast hjá systkina- bömum hefði e.t.v. mátt búast við aukinni ófrjósemi eða færri bam- eignum hjá þeim, en það var ekki að sjá á þessari rannsókn. Ófrjó- semi var að finna hjá 13,8% syst- kinabamahjónabandanna en hjá 12,2% hjá samanburðarhópnum. Sá munur er ekki marktækur. Heildarbamafjöldinn í systkina- bamahjónaböndunum var 1253 en hjá samanburðarhópnum 1091. framhald á nœstu síðu 17

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.