Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.1995, Blaðsíða 23

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.1995, Blaðsíða 23
Guðjón Óskar Jónsson: Jón Jónsson bryti Eftirmáli í þætti um J.J. í 1. tbl. 13. árg. Fréttabréfsins eru nokkrir hnökrar. BúskaparárJónsaðGelti hefði mátt ákvarða nákvæmar. Kaup- málabréf Jóns og Þórunnar Skafta- dóttur er frá okt. 1759. Þau hafa gifzt það ár eða hið næsta. Jón er enn að Gelti í maí 1765. Hann hefur flutt að Hömrum 1765 eða 1766, sem verður að teljast lík- legra. Niðurstaða: Jón bryti bjó að Gelti 1760-1766. Jón bjó í Háholti til fardaga 1800, en ekki 1798. Þeir Gottsvin hafa því verið sambýlismenn í 5 ár. EiríkurGuðmundsson, dóttur- sonur Jóns bryta, bjó fyrst í Odd- geirshólum svo Litlu-Reykjum. Guðm. Einarsson, faðirEiríks, bjó aldrei áþessumjörðum, enáttiþar heima uppgjafabóndi, eins og það hét á máli nítjándu aldar. G.E. var f. 1766 Jaðri Hrunamannahreppi d. 4. júlí 1846 Litlu-Reykjum. Skiptagerð eftir Þórunni Skaftadóttur hefði átt að fylgja með. Þar segir: "Árið 1765 þann 25. maí var skipt dánarbúi Þórunnar sál. Skaftadóttur á Gelti í Grímsnesi. Erfingjar: Ekkillinn Jón Jónsson, sem erf- ir helming samkvœmt kaup- málabréfi dags. 5. okt. 1759, og stjúpdóttir Jóns, en dóttir Þór- unnar: Þórdís Þórðardóttir 11 vetra, sem erfir helminginn. Föðurarf barnsins skikkast til að varðveita Olafur Jónsson á Miðhúsum, sem hefur til ekta- kvinnu erfingja barnsins, sem er hálfsystir, og Sigurður Asbjörns- son, föðursystursonur barnsins Þórdísar." Olafur Jónsson, sem varkvænt- ur hálfsystur Þórdísar (samfeðra), bjó að Miðhúsum Biskupstungum til 1773 eða lengur. Sigurður Ásbjörnsson var sonur Á. Sigurðssonar, sem bjó Neðra-Apavatni 1729 en síðar Brjánsstöðum. Fyrri konaÁ.S. og móðir Sigurðar, var Ambjörg f. 1687 d. 1744 Ásgrímsdóttir. Sig. Ásbjörnsson var f. 1716. Hann bjó fyrst að Neðra-Apavatni, en síðar Útey - 1755 - 1773 eða lengur. Þórdís Þórðardóttir tengir saman skiptagerð eftir móður hennar og sóknarmanntal að Hömrum 1767. Því er hægt að sanna, hver var 1. kona Jóns bryta. Þórdís er farin frá stjúpföður sínum 1768. Líklegt máþykja, að hún sé þá komin til frændfólks síns í föðurætt, en það er ekki auð velt að rekj a. Þórdís finnst ekki íMt. 1801. Stjúpdóttur Jóns bryta, Þóm Erlingsdóttur, hefði átt að gera sömu skil og bömum Jóns, sem upp komust. Skal nú bætt úr því. Þóra var f. 1775 d. 1861, eins og áður er ritað. Brynjólfur Jónsson, maður Þóm, var f. 1757 Voðmúlastöð- um Landeyjum d. 8. júní 1830 Minna-Núpi. B.J. var í beinan karllegg af Þorláki f. 1597 d. 1656, biskupi á Hólum, Skúlasyni. Böm Brynjólfs og Þóm: Þómnn, kona Jóns Þórðarson- ar bónda Lölukoti Stokkseyrar- hreppi. Jón eldri, bóndi Minna-Núpi, kvæntur Margréti Jónsdóttur, hreppstjóra Baugsstöðum Stokks- eyrarhreppi, Einarssonar. Gísli, bóndi Varmahlíð undir Eyjafjöllum o.v., kvæntur Þor- björgu Bjarnadóttur, bónda Brekku Biskupstungum, Þor- steinssonar. Halldór dmkknaði 35 ára ókv. bl. Jón yngri, bóndi Ölvesholti Hraungerðishreppi, kvæntur Margréti Sveinsdóttur, bónda Súluholti Villingaholtshreppi, Einarssonar. Þetta lesa þeir... Strætó! Fyrir þá sem koma með strætisvagni á hátíðar- fundinn í Gerðubergi er mátulegt að taka leið 112 úr miðbænum kl. 13:05 eða leið 12 frá Hlemmi kl. 13:05. Báðir þessir vagnar em komnir að Gerðubergi kl. hálf tvö. sem ætla á hátíðarfundinn í Gerðubergi Rúta! Fyrir þá sem þess óska fer rúta frá Gerðu- bergi, að hátíðarfundinum loknum, niður að nýja húsnæðinu að Dvergshöfða. Þar bíður hún meðan gestimir skoða húsakynnin og skilar þeim svo niður á Hlemm þeim að kostnaðarlausu. 23

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.