Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.1995, Blaðsíða 5

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.1995, Blaðsíða 5
Löng og merk saga Avarp Hólmfríðar Gísladóttur, formanns Ættfræðifélagsins, á afmælisfundinum. Forseti íslands, aðrir góðir gestir og félagar. í dag minnumst við þess að 50 ár eru liðin frá því Ættfræðifélagið var stofnað. Fimmtudaginn22. febrúar 1945 komu menn saman til þess að ræða um stofnun félagsskapar um mann- fræði, eins og segir í fundargerða- bók. Fundurinn var haldinn í lestrar- sal Landsbókasafns við Hverfis- götu, en til hans höfðu boðað: Bragi Sveinsson ættfræðingur, Einar Bjamason fulltrúi, dr. Jón Jóhannesson, Pétur Zóphoníasson ættfræðingur, Sveinn Dofri ætt- fræðingur og Þorvaldur Kolbeins prentari. A fundinn komu 40 manns og töldust þeir stofnfélagar, það var allt fólk sem sótti Þjóðskjalasafn- ið. Fyrsti formaður var kosinn Pét- ur Zóphaníasson ættfræðingur og við af honum tók Guðni Jónsson mag. art., en Pétur lést 21. febr. 1946. Það hafa ekki verið margir formenn þessi 50 ár. Það varð hlé á starfseminni um tíma, en 1972 tók Indriði Indriðason rithöfundur við formannsstörfum, við af honum tók Olafur Þ. Kristjánsson skólastjóri, svo varð Jón Gíslason póstfulltrúi formaður, þá Jón Valur Jensson cand. theol. og nú Hólmfríður Gísladóttir. Það hafa alltaf verið sterk tengsl milli Ætt- fræðifélagsins og Þjóðskjalasafnsins, þangað koma margir til að leita að uppruna sínum og annarra. Þar hittist fólk og þar slær hjarta Ættfræðifélagsins hrað- ast. Okkur þykir vænt um þetta fallega hvíta hús við Hverfisgötuna. Ahugi Islendinga á ættfræði hefur alltaf verið mikill og þekking einnig. Frændsemi og ættartengsl voru sterk, því Ijölskyldur héldu vel saman. Með breyttu ijölskyldumunstri og aukinni afþreyingu, hættir frændfólk að hittast og þar af leiðandi að þekkjast. Því var farið.að hugsa um hvernig mætti breyta þessu og þá komu niðjamótin til. Fólk kemur saman sem er komið út af ákveðnum einstaklingum, svo eru tekin saman niðjatöl frá þeim, það auðveldar fólki aðáttasigáfrændseminni. Niðjamót eru haldin mörg á hverju ári og hafa yfirleitt tekist vel. Ættfræðin er margslungin fræðigrein sem tengist mjög öðr- um fræðigreinum eins og sagn- fræði, mannfræði ogerfðafræði. Okkur sem rekjum ættir, fínnst það spennandi og gaman að finna áana og raða saman þessu púsluspili, sem ættfræðin er. Það er margt sem tengist þessu, þetta eru mikil saman- burðarfræði og sagan sem kemur í ljós, þegar fólki er fylgt eftir og atburðarrásin skoðuð á síðum bókanna, er saga íslendinga í smáatriðum. Ogþegarvið leitum í gömlum bókum, þá gleymist stund og staður, við erum horfin í huganum langt aftur í tímann og getum tekið undir með Jóni Helgasyni prófessor, þegar hann kvað: Oftsinnis, meðan ég þreytti hin fornlegu fræði, fannst mérsem skrifarinn sjálfurhið nœsta mérstœði Hugurinn sá yfir hlykkjóttum stafanna baugum, hendur, sem forðum var stjórnað af lifandi taugum. Þegar lög félagsins voru samþykkt 10. nóv. 1946 var 1. gr. þannig: Félagið heitirÆttfræðifélagiðogvarnarþingþess er í Reykjavík. 2. gr. Markmið félagsins er að efla og útbreiða íslenska ættvísi og mannfræði og aðrar skyldar fræði- greinar, eftir því sem unnt er, á hverjum tíma. Þetta markmið hefur Ættfræðifélagið reynt að uppfylla með útgáfu Manntalanna 1816, 1801 og Hólmfríður Gísladóttir 5

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.