Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.1995, Blaðsíða 6

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.1995, Blaðsíða 6
1845 og nú erum við með í vinnslu Manntalið 1910 og er komið út 1. bindi, Skaftafellssýslur. Svo höldum við félagsfundi, þá komum við saman fyrir fundina, mætum snemma og ræðum saman um áhugamálin og berum saman bækur okkar. Við fáum fyrirlesara á fundina sem flytja erindi um fræðandi efni og gerum íyrirspumir. Við drekkum kaffisopa og ræðum saman. Fundir eru vel sóttir og sýnir það áhugann. Það var farið að gefa út Fréttabréf 1983, og hefur það verið mikil lyftistöng fyrir félagið, þar geta félagsmenn borið fram spurningar og kannski fengið svör, og svo er það tengiliður við félagsmenn, sérstaklega úti á landi. Ættfræðifélagið hefur tekið á leigu húsnæði við Dvergshöfða 27 í Reykjavík, tvö herbergi, annað undir geymslu á bókalagemum og hitt til að halda stjórnarfundi, pakka Fréttabréfinu og fl. Ættfræði- félagið hefur aldrei fyrr haft samastað til að halda stjórnarfundi, þeir hafa verið haldnir heima hjá for- mönnum eða á veitingahúsum. Stjómin hefur í huga að félagar geti nýtt þetta húsnæði til að koma saman og ræða um eitthvert sérstakt áhugamál hverju sinni. Það er í undirbúningi og er verkefni framtíðarinnar. Ættfræðifélagið hefur vaxið mjög á undanfömum árum, félagsmenn eru nú 620. Það er mikill áhugi á ættfræði um þessar mundir, fólk stendur upp frá sjónvarpinu og segir: "Flver er ég, hvaðan kem ég" og það fer að leita að uppruna sínum. Fimmtíu ár er ekki langur tími í niði aldanna, og Ættfræðifélagið á vonandi eftir að lifa mörg 50 ár. Ég vona að það eigi eftir að eflast af visku og vexti og náð hjá guði og mönnum. Enn um Höfða og ættfræði í grein minni um Höfða í síðasta blaði læddust inn tvær villur, sem rétt er að leiðrétta. Sú fyrri er að Matthías Einarsson var sagður yfírlæknir á Landspítalanum en hann var yfirlæknir á Landakotsspítala. Einnig stafaði ég nafn dóttur hans, Louisu Matthíasdóttur með v-i en hið rétta er Louisa með u-i. Svo ég láti nú fylgja með smá ættfræði þá voru þeir Matthías Einarsson og Páll Einarsson, íyrsti borgarstjóri Reykjavíkur, sem eitt sinn bjó í Höfða, systkinasynir. ForeldrarMatthíasarvoruEinarPáls- son, spítalahaldari á Akureyri og síðar verslunar- maður, og k.h. María Kristín Matthíasdóttir frá Holti í Reykjavík. Foreldrar Páls voru Einar Baldvin Guð- mundssonhreppstjóri, Hraunum í Fljótum, ogKristín Pálsdóttir. Þau Einar og Kristín voru alsystkin, börn séra Páls Jónssonar sálmaskálds sem kenndur er við Viðvík í Skagafirði en ættaður frá Saurbæ í Dölum og konu hans Kristínar Þorsteinsdóttur frá Laxámesi í Kjós. Aukþess má bæta því við að Matthías Einarsson var móðurbróðir Einars Bjarnasonar ættfræði- prófessors. Foreldrar Einars voru Solveig Einarsdóttir og Bjarni Jónsson frá Unnarholti, en Bjami var mikill ættfræðingur eins og sonur hans. GR Fjölmiðlar og ættfræði Segja má að Ættfræðifélagið hafi haldið upp á 50 ára afmælið á margvíslegan hátt; með hátíðafundi, tónaflóði og sýningunni "Ættfræðinnarýmsu hliðar" en einnig bæði í ræðu og riti. Auk hátíðarfréttabréfsins sem var með stærra móti hélt ritari Ættfræðifélagsins, Guðfmna Ragnar- sdóttir, erindi í útvarpið, á rás eitt, fimmtudaginn 23. febrúar (endursent föstudaginn 24. febrúar) undir nafninu "Úr ættanna kynlega blandi" eða "Ættfræði í gamni og alvöru". Auk þess var stutt viðtal við Guðfinnu á Bylgjunni, um afmælið mánudaginn 27. febrúar og við þær Hólmfríði og Guðfinnu á rás tvö föstudaginn 24. febrúar við undirbúning sýningarinnar. Eiríkur Þorláksson, listgagnrýnandi hjáMorgun- blaðinu, skrifaði einnig mjög vinsamlega um sýn- inguna"Ættfræðinnarýmsuhliðar" í Menningarblað Morgunblaðsins laugardaginn 4. mars. Fréttatilkynningar um fundinn birtust einnig í Ríkisútvarpinu, Morgunblaðinu, Dagblaðinu, Al- þýðublaðinu og Degi og von er á veglegri grein um ættfræði í Morgunblaðinu á næstunni GR 6

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.