Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.04.1995, Blaðsíða 16

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.04.1995, Blaðsíða 16
Manntal á íslandi 1910 Eins og fólk hefur séð sagt frá hér í blaðinu hefur Ættfræðifélagið hafíð útgáfu á manntalinu árið 1910. Þar með er hafin útgáfa fyrsta manntalsins á þessari öld, en öll þekkjum við manntölin frá 1801, 1816 og 1845. Hér er því um enn einn stórviðburðinn í útgáfumálum Ættfræðifélagsins að ræða. UtgafanerafrakstursamvinnuÆttfræðifélagsins, Þjóðskjalasafns íslands og Erfðafræðinefndar. Hjónin HólmfríðurGísladóttir,formaðurfélagsins, ogEggert Th. Kjartansson sáu um útgáfuna með aðstoð annarra (sjá formála). Allt það mikla verk var unnið í sjáltboðavinnu. Eg hef stundum sagt: “Það eru fá afrek unnin í dagvinnu,” og hygg ég, að það geti vel átt við í þessu efni. Samkvæmt hefð hófst útgáfa þessa manntals með Skaftafellssýslum. Kirkjusóknir og hreppar ráða röðinni. Efltir það eru upplýsingarnar bundnar við hvern bæ. Upplýsingarnar eru svo margþættar (15 dálkar) að nota varð heila opnu til þess að koma þeim fyrir. Það yrði langt mál að lýsa þessu manntali til hlítar. Það verður fólk að skoða sjálft. Tvennt má þó benda á, hvort tveggja fróðlegt og gagnlegt. Annað er, að fæðingar- dagur hefur verið sann- reyndurmeðsamanburði við prestsþjónustubók. Betur var ekki hægt að gera. Þetta verk vann Eggert Th. Kjartansson og hefur það verið tímafrek nákvæmnisvinna eins og reyndar öll ættfræðivinna. Hitt atriðið er lýsing á byggingarlagi bæja. Þrjú dæmi: “Torfbær með 2 heilþilum og þili niður fyrir efri glugga.” “Bærinn byggður þannig: Torfveggir á 3 vegu og timburþil járnvarið að framan. Jámþak á bænum. Ibúð 3 her- bergi.” “Bærinn er steinbyggður með stofuhúsi og 4um heilþilum.” Þessar lýsingar, þótt stuttar og til hliðar við ættfræðina séu, segja sína sögu og eru fróðleikur, sem margir hafa etlaust velt fyrir sér. Upplýsingar af þessu tagi gefa manntalinu tvímæla- laust aukið gildi. Aftast í bókinni er svo mannanafna- skrá. Slík skrá flýtir alltaf fyrir við leit að einstaklingi. Utgáfa þessa fyrsta bindis Manntals á íslandi 1910 hlýtur að vera öllum ættfræðingum fagnað- arefni. Eg hef heyrt að salan hafi verið dræm framan af. Það má auðvitað ekki spyrjast, að ættfræðingar kaupi ekki þau verk, sem Ættfræðifélagið gefur út. Félagar hafa sjálllr óskað eftir þessari útgáfu og greitt henni atkvæði á sínum tíma. Það hlýtur að vera óbein skylda allra félagsmanna að kaupa sér eintak (eða að koma því til leiðar, að þeir fái það gefið). Þeir verða að sýna, að útgáfa félagsins (og helst annarra líka) á ættfræðilegu efni geti staðið undir sér. Það er frumskilyrði þess, aðslíkri útgáfu verði haldiðáfram. Stuðlum öll að því. Arngrímur Sigurðsson < > Félagar! Sendið greinar, fyrirspurnir og svör við fyrirspurnum til Fréttabréfsins þótt jafnframt sé haft samband við fyrirspyrjendur, Það getur líka komið öðrum að notum. v___________________________________________________I________________________________/ 16

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.