Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.07.1995, Blaðsíða 11

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.07.1995, Blaðsíða 11
Ari Gíslason kennari og ættfræðingur Minning Ari Gíslason andaðist á Sjúkrahúsi Akranes aðfaranótt 10. maí 1995. Hann fæddist að Syðstu-Fossum í Andakílshreppi 1. des. 1907 og ólst þar upp. Ari var kennari að mennt, tók kennarapróf 1928. Hann var við kennslustörf víða um land á árunum 1929-66, síðast á Akranesi. Ari safnaði ömefnum á sumrin frá 1940-65. Hann var líka að söfnun um sögulegan fróðleik fyrir Borgarljarðarhérað. Þá starfaði hann mikið í Góðtemplarareglunni og var m.a. æðstitemplar stúkunnar Akurblómsins á Akranesi. Þegar Ari var kennari í Reykjavík um 1930, hitti hann mann á fömum vegi í Reykjavík, hann bað Ara að ganga með sér upp á Þjóðskjalasafn. Hann sagði Ara að athuga þann fróðleik sem þar væri að finna, þetta var upphaf ferða Ara á Þjóðskjalasafnið og þær urðu nokkuð margar. Ari Gíslason var afkastamikill ættfræðingur, eftir hann liggja um 30 ættfræðibækur, bæði unnar af honum einum eða með öðrum. Það var gott að kynnast Ara, hann var alltaf glaður í bragði, með glettni í augum, en þau gátu líka orðið hörð ef því var að skipta. Hann hafði þann sérstaka hæfileika að geta gert grín að sjálfum sér, því maðurinn var skemmtilegur og þótti góður leiðsögumaður enda mjög fróður um sögu lands og þjóðar. Ari var einn af stofnendum Ættfræðifélagsins og heiðursfélagi þess. Við vottum konu hans, Helgu H. Helgadóttur, og dætrum þeirra innilega samúð við fráfall hans. Minning Ara Gíslasonar mun lengi lifa í íslenskum fræðaheimi. Hólmfríður Gísladóttir Niðjamót Eyjólfs frá Dröngum framhald af fyrri siðu Að afstöðnu niðjamóti létu margir í ljósi óskir um að skyldmennin hittust oftar til að endurnýja kynni. Var álit manna að vel hefði tekist til um þetta fyrsta niðjamót og ástæða væri til að halda áfram. Fjórir aðilar höfðu með sér myndbandstökuvélar á mótið og er nú verið að klippa saman afraksturinn í eitt band. Mun það verða til sölu. Akveðið hefur verið að gefa út fréttabréf síðar með upplýsingum um framættir. Að lokum er hér niðurlagið á ljóði Sigurborgar Eyjólfsdóttur sem hún flutti á hlaðinu á Dröngum 2. júlí 1994: Eg vildi er sálin mín svífur á braut, mn svolitla stund mœtti ’ eg dvelja, heima á Dröngum í lítilli laut og Ijósin á himninum telja. ( ö Almennar athugasemdir um aðstöðu til niðjamótshalds í Stykkishólmi: Umhverfi fallegt, bærinn hlýlegur. Hótel gott, matur prýðilegur, en framreiðsla of hæg og hljóðkerfi gallað eins og áður er komið fram. Önnur gistiþjónusta góð, sömuleiðis tjaldstæði. Hægt hefði verið að biðja um að taka frá hluta af tjaldstæði handa hópnum svo hann væri útaf fyrir sig, en reyndar kom það ekki að sök því fáir aðrir voru á stæðinu. _________________________________________J khp tók saman og stytti nokkuð. 11

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.