Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.1996, Blaðsíða 1

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.1996, Blaðsíða 1
FRETTABREF ÆTTFRÆÐIFÉLAGSINS ISSN 1023-2672 3. tbl. 14. árg. - Mars 1996 Að breiða út ættfræði... Ég skal fúslega viðurkenna að ég hef verið iðin við að vekja áhuga skyldmenna minna og annarra á ættfræði, enda hefur fræðigreinin -nú eða fúskið, heillað mig lengi. En ekki hafði mig nokkurn tíma órað fyrir því að ég yrði jafn stórtæk í að dreifa ættfræðiþekkingunni og raun ber vitni. Þannig er mál með vexti að ég er „miðamanneskja“ eins og maðurinn minn orðar það. Eg er alltaf að viða að mér fróðleiksmolum, bæði hér og þar, og skrifa þá á allt sem til fellur, bensínnótur, servéttur, umslög og þegar best lætur í stílabækur þar sem öllu æir saman; erfiljóðum, kjaftasögum um framhjáhald, hugljúfum ástarsögum, upplýsingum, heimildum og svo auðvitað ótal ættrakningum. En það vill fara fyrir mér eins og mörgum að tírninn er naumt skammtaður eða skipulagsgáfan takmörkuð - nema hvoru tveggja sé- svo miðunum hefur bara fjölgað og tjölgað og lítið orðið um úrvinnslu. Miðunum hef ég safnað í tautuðru eina mikla sem ég hef varðveitt eins og sjáaldur auga míns. Var nú svo komið í sumarbyrjun að tuðran var orðin tútin mjög og belgfull. Þar sem óravíddir kennarafrísins blöstu við mér ákvað ég að ráðast nú til atlögu við tuðruna og hugði gott til glóðarinnar að tína til alla þá fróðleiksmola sem hún hafði að geyma, suma komna á annan áratug! Mér til trausts og halds hugðist ég fá mömmu sem allt man og veit. Tók ég því tuðruna og hélt út í bíl. Hvort það sem á eftir fór flokkast undir elliglöp, hugsunarleysi eða kæruleysi skal ósagt látið en komin út að bílnum uppgötva ég að bíllyklarnir hafa gleymst inni. Tuðruna set ég upp við framdekkið og hleyp inn, sæki lyklana, bakka út úr stæðinu og keyri síðan af stað upp götuna. Ekki hef ég l'arið langt þegar mér berast undarleg hljóð til eyrna. Nú, nú, hugsa ég, sprungið. Stoppa, hleyp kiingum bílinn en öll dekk eru í lagi. Furðulegt. Hvað er þá að? í sömu mund staðnæmist tengdasonur minn á sínum bíl fyrir aftan mig. Það er eitthvað að, það er svo undarlegt hljóð í bílnum, segi ég. Já, það er eitthvað undir bílnum, segir hann, það hafa fokið undan þér bréfatætlurnar upp alla götuna. Snögg athugun leiðir hinn hrikalega sannleika í ljós. Tuðran mín, full af ómissandi og óbætanlegum fróðleiksmiðum er fastkíttuð undir bílnum, botnlaus og uppspænd til hálfs. Ættfræðin dreifð um alla götu, fokin inn í garða og húsasund. Ég æði niður götuna í örvæntingu minni og tíni hvert bréfasnifsi sem á vegi mínum verður, skítugt, rifið og skemmt. Hversu margt er folkið út í veður og vind veit enginn. Nei, það var sannarlega ekki svona sem ég hafði hugsað mér að dreifa ættfræðinni minni! Guðfinna Ragnarsdóttir. ( Mánudagur 25. mars n.k. I hvað er þá? sjá bls. 7

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.