Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.1997, Blaðsíða 3

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.1997, Blaðsíða 3
Kári Bjarnason, sérfræðingur í handritadeild Landsbókasafns íslands - Háskólabókasafns. María Guðsmóðir og menningararfurinn1 Ég vil í upphafi þakka Hólmfríði Gísladóttur kærlega fyrir að bjóða mér að koma hingað til að ræða við ykkur um málefni sem verður mér þeim mun hugstæðara sem ég huga betur að því. Mér virðist ennfremur að hér rnuni komið mikilvægt hagsmunamál Ætt- fræðifélagsins, jafnvel eitt hið brýnasta, hvorki meira né minna. Ég vil byrja á því að reyna að útskýra h vað ég á við með þeim orðurn mínum að hér muni komið hags- munamál fyrir félagsmenn Ættfræði- félagsins. Sá sem stundar ættfræðirannsóknir, hvort heldur í frístundum sínum eða sem vísindalega fræðigrein, er að vinna í skjóli ákveðinnar heimspeki- legrar hugsunar, ef svo má segja. Hann eða hún er að lýsa því yfir að maðurinn er fyrst og fremst til sem söguleg vera. Það er þessi skilningur á eðli mannsins sem vekur upp hjá einstaklingnum þrána, sumir vildu jafnvel segjaþráhyggjuna, að vera sífellt að safna eða draga saman hverskyns sögubrot um liðna tíð. Löngun manna til að höndla fortíðina með þessum hætti er þegar allt kemur til alls ef til vill ekki annað en viðleitnin til að ná utan um eigin núlíð, átta sig á því hver maður sjálfur er, og þá um leið auðvitað hvað maður getur orðið. Þessi hugsun held ég að muni stýra meginþorra þeirra sem starfa undir merkjum Ættfræðifélagsins og vafalaust er það einnig í ljósi samskonar mats á veruleika mannsins að gengnar kynslóðir söfnuðu svo óþrotlega saman hinni miklu - en vissulega einnig týndu - Sögu. Ég segi að hún sé mikil og ég vonast til að geta sýnt fram á það hér á eftir, en týnd er hún á meðan hún er gleyrnd í handritum okkar. í þessu stutta spjalli mínu ætla ég að fjalla um þennan afskipta arf - og rey na að benda á h vað unnt sé að gera til að hrista af okkur versta slyðruorðið. I upphafi langar mig að setja vangaveltur mínar í sögulegt samhengi. I því skyni er ekki úr vegi að gefa afar gróft yfirlit urn söfnun handritanna og þá einkum er nær dregur í tíma. Hvemig kom það til að handritin söfnuðust í “hauga og hrúgur handritasafnanna” eins og Jón Þorkelsson þjóðskjalavörður komst eitt sinn að orði.2 Að því búnu mun reynt að fjalla um innihaldið, það er hvað geyma handritin og hvaða vitneskju kunna þau að veita okkur urn íslenska menningu og þróun hennar? Af hverju erum við hugsanlega að missa með því að rannsaka ekki handrit okkar nánar? En fyrst skal spurt af hverju meginþorri bókmenn- ingar okkar hefur einungis varðveist á skrifuðum skræðum. Því er þá fyrst lil að svara sem öllum er þó kunnugt að allt fram til 1773 var aðeins ein prentsmiðja til hér á landi, staðsett rnestan hluta síns tíma ýmist í Skálholti eða á Hólum. Flest það er fékkst gefið út á þrykk á því langa tímaskeiði var guðfræðilegs eðlis, kjörið svo af yfirmönnum prentverksins að það mætti útbreiða þann boðskap er þeir hinir sömu yfir- menn vóru í forsvari fyrir. Með þessum orðum er þó ekki verið að gera lítið úr gildi hins prentaða orðs. Það er til að mynda hafið yfir allan vafa að þýðingar Odds Gottskálkssonar eða biblíuútgáfa Guðbrands Þor- lákssonar, svo aðeins sé vikið að því sem hæst ber, hafi átt drjúgan þátt í að íslensk tunga varðveittist, að ógleymdu upplýsingargildi þeirra um kristinn sið, því í þessa brunna sóttu prestar þau orð sem vóru miðluð öllum landslýð um aldir. Enda þótt hinar prentuðu bækur væru fyrir sitt leyti að sönnu mikilvægar og merkilegar vóru þær fámennur og heldur einslitur flokkur. Jón Helgason prófessor kemst svo að orði á einunr stað: En sögurnar sem fólkið girntist að lesa og heyra lesnar, rímurnar sem það girntist að kveða og heyra kveðnar, voru ekki látnar á prent. Menn skrifuðu þær uppámiðaldavísuafendalausri þolinmæði. [...] Svona var skrifað og aftur skrifað á Islandi á 17du öld og 18du og langt fram á hina 19du.3 Það sem var skrifað og aftur skrifað af endalausri þolinmæði, eins og Jón kallaði það, var þó ekki einasta veraldlegar bókmenntir. Andlegar bókmenntir hvers kyns áttu einnig helst líf sitt undir áhuga þjóðarinnar sökum þess að ytri aðstæður, svo sem fátækt hömluðu rnjög framgangi prentverksins. Hér erþákomin önnur hlið hins skrifaða orðs - hin trúa endurtekning - það er að halda til haga eða varðveita órofinn þráð menning- arinnar. Ég tel að þessari hlið hafi alls ekki verið nægur gaumur gefinn af fræðimönnum og að litið hafi verið fram hjá þeirri staðreynd að síðari uppskriftir á eldra efni geti orðið okkur mikilsverður vitnisburður um Kári Bjarnason 3

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.