Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.04.1997, Blaðsíða 12

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.04.1997, Blaðsíða 12
Hallur=Helgi Mannanöfn eru ekki síður áhugaverð en örnefni. Þeir, sem ættfræði sinna, rekast oft á undarleg nöfn. Margir hafa lagt á sig að finna uppruna mannanafna og að skýra merkingu þeirra. Eitt sinn datt mér í hug að sú fullyrðing, að mannsnafnið Hallur merkti steinn, væri ekki rétt. Nafnið Hallur er venjulega sett í samband við stein- hellu og þess vegna hlyti Hallur að þýða steinn. En hvað kom mér til að efast um þessa staðhæfingu? Skoðum eftirfarandi nöfn: Ásbergur, Guðbergur, Hallbergur og Þorbergur. Ásbjörn, Guðbjöm, Hallbjörn og Þorbjöm. Ásgeir, Guðgeir, Hallgeir, og Þorgeir. Ásgerður, Hallgerður og Þorgerður. Ásgrímur, Hallgrímur og Þorgrímur. Áskell, Hallkell og Þorkell. Áslaug, Guðlaug og Þórlaug. Ásmundur, Guðmundur, Hallmundur og Þórmundur. Ásmar, Guðmar, Hallmar og Þormar. Guðsteinn, Hallsteinn og Þorsteinn. Ásvarður, Guðvarður, Hallvarður og Þorvarður. Athugum samsetningu þessara nafna. Seinnihlutarnir -geir, -gerður, -grímur, -kell, -lákur, - mundur, -steinn - og -varður, ganga með nær öllum sömu fyrrihlutum. Og hvaðan eru þeir, Ás(s), Guð, Halli (-ur) og Þór? Tengjast þessi orð ekki átrúnaði? Nú kemur stóra spurningin: Ef Hallur merkir steinn, merkir þá Hallsteinn steinn steinn? Það er vafasamt. Ég leyfi mér að efast um að mannsnafnið Hallur merki bókstaflega steinn. Líklegra er, að það sé sömu merkingar og Helgi. Hvaða fótur er fyrir því? Hugsanlega má rekja merkingu orðsins hallur til helios sem á grísku merkir sól. (Var ekki Helena fagra hið ljósa man?) Ef skoðuð eru útlend orð, sem minna á Helga og Hall, verður fyrir danska orðið hellig og enska orðið hallow sem merkir helgur maður eða að helga (danska: helgen og hellige). Ennfremur danska orðið helligdag sem á fornensku var haligdæg (holi- day). Jafnvel mætti bendaáupphrópuninahallelúja, á hebresku halleluyah. Hver er þá skýringin á því að orðið hella er notað um flatan stein? Líklega sú, að flatur eða hallandi steinn, einkum blautur, endurvarpar birtu vel (þ. hell = bjartur, ljós). Sömu ættar kynni að vera orðið svell umíshellu.Svellendurkastarbirtuvel. Jarðfræðiorðið glerhallur merkti þá sólarbjartur, glær steinn með áferð glers. (Hallus á gotnesku þýðir klettur, klöpp eða bjarg.) Það mun óumdeilt að nafnið Helgi merkir heilagur (maður). Ég leyfi mér að setja fram þá kenningu að Hallur sé sömu merkingar. Hallur, sem t.d. fyrri hluti ofangreindra mannanafna, bendir til birtu, (sólar)ljóss og dýrðar og er því á palli með helgum verum og hefur samagildi. Arngrímur Sigurðsson Aðalfundur Ættfræðifélagsins Aðalfundur Ættfræðifélagsins var haldinn að Hótel Lind fimmtudaginn 27. febrúar s.I. Formaður setti fundinn og minntist tólf félaga sem látist hafa á árinu og risu menn á fætur í minningu þeirra. Formaðurinn skýrði frá því að á árinu hefðu verið haldnir átta stjórnarfundir, sex félagsfundir og sex “opin hús” á Dvergshöfða. Auk þess var farið í ferðalag um uppsveitir Borgarfjarðar í júlí. Sex fréttabréf og blöðungar voru gefin út á árinu. Formaður gat þess að ákveðið hefði verið að fækka fréttabréfunum í 3-4 á ári.Formaðurinnþakkaði allarbókagjafirtilfélagsins á árinu. Hvað varðar áframhaldandi útgáfu félagsins á Manntalinu 1910 sagði formaðurinn að trúlega yrði hún styrkt af Menningarsjóði. Einnig stendur til að gefa út nýtt félagatal. Síðan tóku við venjuleg aðalfundarstörf, lagðir fram og samþykktir reikningar síðasta árs og ný stjóm kosin. Hólmfríður þakkaði Þórami B. Guðmundssyni f.v. gjaldkera og Ólafi Vigfússyni fyrir störf þeirra í þágu félagsins en þeir gengu báðir úr stjóminni. Hólmfríður Gísladóttir var endurkjörinnformaðurfélagsins.Stjóminhefursíðan skipt með sér störfum. Skipan stjómar og nefnda félagsins má sjá á bls. 2 12

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.