Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.01.1998, Blaðsíða 10

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.01.1998, Blaðsíða 10
Halldór Bjamason: Sagnfræðingur Fólksflutningar og atvinnulíf á seinni hluta 19. aldar Framsaga á fundi Ættfræðifélagsins 23. október 1997 1. Fólksflutningar almennt Ég er stundum að velta fyrir mér fólksflutningum á síðustu öld, hvert fólk var að flytja og aðallega hvers vegna. Þá er er ég ekki bara að tala um þessa alkunnu flutninga í þéttbýlið heldur ekki síður milli landshluta og sýslna. Við vitum að allir hafa haft sínar persónulegu ástæður til að flytja og það mætti kannski ætla að það væri erfitt að alhæfa um þær orsakir. En við vitum líka að tiltölulega miklir fólksflutningar burt frá stað eða á einhvem stað em ekki tilviljun, jafnvel þótt persónulegar aðstæður hafí haft áhrif á það hvenær nákvæmlega fólkið fluttist og hvert. Slíkir flutningar eiga sér skýrar almennar orsakir og unnt á að vera hægt að benda á hvað það var sem ýtti fólki burt eða þá lokkaði það á tiltekinn stað. Tökum eitt dæmi frá þessari öld. Ástæður þess að Homstrandir lögðust í eyði era meðal annars þær að samgöngur vora erfiðar, jarðnæði rýrt til landbúnaðar, og útvegur torveldur nema fyrir árabáta. Þetta kom ekki í veg fyrir að fólk byggi þar á öldurn áður en þegarbátamir stækkuðu, hagurþjóðarinnarvænkað- ist á þessari öld og kröfur um lífsgæði jukust urðu þetta of erfiðir lífskostir. Þetta má kalla dæmi um flutninga þar sem fólkinu var hreinlega ýtt í burtu eða það flosnaði upp vegna kringumstæðna þess á staðnum. Hvert var haldið skipti ekki öllu máli, því lífsafkoman var betri á flestum öðram stöðum. En hvaða staðir vora þá vænlegastir? Ef við höldum áfram með flutningana frá Homströndum þá er næsta víst að sumir hafa farið í aðrar sveitir fyrir vestan, sumir á ísaijörð og sumir kannski alla leið til Reykjavíkur. Hvert Homstrendingar fóra aðallega veit ég ekki enda vora þeir aðeins hluti þess fólks sem flutti á þessum tíma. Hins vegar vitum við að sumir staðir á landinu nutu mikillar fólksijölgunar og á þessari öld vora það þéttbýlisstaðimir, ekki síst Reykjavík. Ef við lítum á flutninga út frá þessu sjónarhomi, þ.e. stöðum þar sem fólksijölgun verður mest, þá er við að í raun að bera kennsl á þá staði þar sem áfangastaðurinn var aðalorsök flutninganna. Fólk hafði það ekki svo slæmt þar sem það bjó en fyrirheitni staðurinn bauð eitthvað enn betra. Við sjáum af þessu að bjöminn er ekki alveg unninn þótt við getum sagt sem svo að það sé hægt að finna almennar ástæður fyrir fólksflutningum, ekki bara persónulegar. Tilfellið er nefni- lega að yfirleitt era að verki tveir kraftar, missterkir. Einn sem ýtir fólki burt og annar sem togar í það. Eða með öðrum orðum: Kringumstæður sem eru það erfiðar að fólk flosnar gjaman upp og svo aftur kringumstæð- ur sem era svo álit- legar að fólk flykk- ist þaðan víða að án þess að það sé endilega mjög þrengt að því þar sem það býr. Þetta era nú frekar einfaldir hlutir sem flestir hafa löngu áttað sig á. En það getur verið nauðsynlegt að hafa þessar einföldu staðreyndir í huga þegar öðravísi og flóknari fólksflutningar era skoðaðir. Ég hef nefnilegaeittslíktdæmi sem er ákaflega skemmtilegt umhugsunar og ég vildi gjaman geta skilið betur. Kannski getið þið hjálpað mér. 2. Fólksflutningar 1835-1870 Þannig er að eitt sinn rannsakaði ég fólksflutninga hér innanlands á tímabilinu 1835 til 1901, það var í BA-ritgerð minni í sagnfræði (Fólksflutningar innan- lands 1835-1901). Ég skipti þessu langa tímabili um 1870 og reiknaði síðan út flutningana milli sýslna og kaupstaða á hvora skeiði um sig. Ég fór þá leið að ég fann út náttúrlegu ijölgunina í hverri sýslu (fædda umfram dána) á hvora skeiði, lagði hana við íbúatöluna í upphafí þess og dró síðan útkomuna frá raunverulegum íbúafjölda í lok skeiðsins. Með öðram orðum, ég sagði sem svo: Ef enginn hefði nú flutt burtu og enginn flutt inn í sýsluna á skeiðinu þá ættu að vera svo og svo margir íbúar í henni í lok þess (upphafleg íbúatala plús náttúrleg fjölgun). En nú flutti fólk náttúrlega burt og aðrir komu inn svo ég varð að reikna út mismuninn á því sem hefði verið (ef engin flutninginar hefðu átt sér stað) og raunverulegum íbúafjölda. Þessi 10

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.