Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.01.1998, Blaðsíða 18

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.01.1998, Blaðsíða 18
Sigurður Ragnarsson: Manntal 1850 Dagsetningu þessa manntals má gera að álitum. Á vélriti í Þjóðskjalasafni, sem flestir nota, er prentað á blöðin Manntal 1. október 1850. En frumritið hefur yfírskriftina 1. febrúar 1850. Ég spurðist fyrir um þetta í safninu og fékk ekki ótvíræðar skýringar í þau skipti, nema talið féll á þá lund, að sjálfsagt hafí verið vel að deginum gætt, áður en farið var að vélrita, og kannski hafi framkvæmd manntalsins verið breytt með einhverri tilskipun, svo að það hafi dregizt fram á haustið. Þetta er ekkert ólíklegt, því að báðar eru dagsetningamar prentaðar með svo stórum stöfum á hvert einasta blað, að varla var hægt að vélrita allt manntalið nema reka augun í þær. Hér fer á eftir athugun á þessu manntali í Austur- Skaftafellssýslu. Þar vom fímm prestaköll og sjö sóknir. 1) Stafafellssókn. Til samanburðar em notuð sálnaregistur eftir séra Bjöm Þorvaldsson, sem em dagsett29.12. 1849 og 28.12. 1850, vel varðveitt og vönduð. 1-1) Búferli í fardögum vorið 1850. Eyjólfur Jónsson fluttist frá Hraunkoti að Eskifelli. Sveinn Pétursson fluttist frá Eskifelli og stofnaði nýbýli á Valskógsnesi. Þorlákur Jónsson fluttist frá Bæ að Hraunkoti. í manntalinu em þeir allir á sama stað og 29.12. 1849. 1-2) Barnsfæðingar 1.2.-1.10. 1850: Jón Eyjólfsson í Hraunkoti 3.2. 1850 [svo í Eskifelli]. Margrét Benediktsdóttir í Svínhólum 10.4. 1850. Hólmfríður Gísladóttir á Reyðará 1.5. 1850. Halldór Ketilsson í Firði efra 1.5. 1850. Ingibjörg Jónsdóttir í Byggðarholti 4.6. 1850. Þessi fimm böm vantar í manntalið, en þeirra er allra getið í sálnaregistrinu 28.12. 1850. 1-3) Innkomnir 1850. Aðeins sjö vom skráðir í ministerialbók. Það fólk vantar allt í manntalið, nema stúlkubam á Hvalnesi og heimasætu á Hlíð, sem báðar gátu hafa komið nær sem helzt, barnið reyndar skráð fyrst innkominna. Allt innkomna fólkið var enn í sókninni í registrinu 28.12. 1850. Burtviknir voru ekki skráðir í ministerialbók. 1 -4) Annað: Manntalinu ber ekki í öllurn atriðum saman við hvomgt sálnaregistrið unr vistir vinnufólks, sem litlar ályktanir verða dregnar af. Það gat til dæmis verið ráðið til helminga á tveimur bæjum eða á hálfgerðum flækingi. Dauðsföll vom fá, og ekkert verður eftir þeim ályktað. Engar giftingar vom það árið. Aldur fólks er oftast með sama móti og í sálnaregistrinu 28.12. 1850. 1 -5) Niðurstaða: Framansagt hnígur eindregið að því, að manntalið hafi verið gert 1.2. 1850, þótt Lónsmönnum hafí verið gefið nýtt aldursár með nýju almanaksári. 2) Bjarnanes- ogHoffellssóknir. Til samanburðar eru notuð sálnaregistur, sem Páll Thorarensen prófastur lauk við 4.2. 1850 og 20.1. 1851, vel varðveitt og vönduð. 2-1) Búferli 1850. Þorleifur Magnússon brá búi á Stapa en var þar áfram, og Hallur Sigurðsson kom frá Miðskeri til að taka við búinu. I manntalinu er Hallur sagður bóndi. Hér er ef til vill ekki allt sem sýnist, því að Hallur var í slagtogi við Guðbjörgu systur og bústým Þorleifs, og svo urðu þau hjón. Auk þess er Miðsker næsti bær við Stapa. Ekki er fýsilegt að ráða í dagsetningu manntalsins eftir Halli. Aðrarbreytingar urðu ekki á ábúð. 2-2) Mannslát 1.2.-1.10. 1850. Jón Ketilsson í Þinganesi 15.2. 1850. Hallur Sigurðsson í Borgum 23.4. 1850.ÞorsteinnJónssoníBjarnanesi9.6. 1850. Kristín Jónsdóttir á Setbergi 17.7. 1850. Þau vomöll sögð á lífi við manntalið. 2-3) Barnsfæðingar 1.2.-1.10. 1850. Kristín Gísladóttir í Svínafelli 1.6. 1850. Guðmundur Þorvaldsson á Homi 19.9. 1850. Hvomgt var nefnt í manntalinu. 2-4) Innkomnir 1850. Átta manneskjur vom skráðar innkomnar á árinu. Engin þeirra fínnst í manntalinu, nema fyrmefndur Þorsteinn í Bjamanesi, sem var talinn fyrstur innkominna. Hann var einnig sagður vera í Borgarhöfn í Suðursveit við manntalið og á dauðadegi álitinn lifrarveikur. Ekki er útilokað, að hann hafí komið um veturinn, til að leita sér lækninga. Fimm af þessum innkomnu voru enn í Nesjum í sálnaregistrinu 20.1.1851. Burtviknir voru ekki skráðir. 2-5) Annað: Engar giftingar vom á árinu. Aldur langflestra er í manntalinu sá sami og í sálnaregistri í ársbyrjun 1850, þótt sumir hafí elzt um eitt ár og aldur annarra sé brenglaður. Hér og þar ber þessum heimildum ekki saman um heimili vinnufólks og ómaga, en ekki er gott að álykta um slíkt. Hvor heimildin sem er gæti verið skökk eða fólkið á faraldsfæti. 2-6) Niðurstaða: Framansagt hnígur eindregið í þá átt, að í Nesjum hafi manntalið verið skráð nálægt 18

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.