Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.1998, Blaðsíða 9

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.1998, Blaðsíða 9
Halldór Bjarnason Fáein orð um töku aðalmanntala 1801-1910 og áreiðanleika þeirra Manntalsdagar og talningardagar I Fréttabréfi Ættfræðifélagsins í janúar síðast liðnum birtist athyglisverð athugun á manntalinu 1850, þ.e.a.s. hvenær ársins það hefði verið tekið. Á höfúndur greinarinnar, Sigurður Ragnarsson, þakkir skilið fyrir að hafa vakið máls á þessu. Eins og Sigurður lýsir stendur i frumriti manntalsins 1. febrúar 1850 en í vélriti Þjóðskjalasafns stendur 1. október. Athugun hans sýnir að allt virðist benda til þess að það hafí verið tekið 1. febrúar 1850 eða miðist við þann dag. Segir Sigurður að hann hafi ekki fengið ótvíræðar skýringar á þessu misræmi hjá starfsfólki Þjóðskjalasafns. Skömmu seinna var ég að lesa athugasemdir við tölurnar sem unnar voru úr manntalinu 1890 og sá þá nokkuð merkilegt. Höfúndurinn var að tala um mismunandi reglur og dagsetningar sem höfðu gilt um töku aðalmanntala á öldinni og sagði síðan: „Að því er snertir fólkstölin á þessari öld er að öðru leyti, að því er menn vita, ekki nein sjerstök ástæða til að efast um að þau sjeu áreiðanleg, nema fólkstalió 1850, sem tekió var í ágiistþannig, að það átti að greina fólkstöluna l.febrúar nœst á undan“ (Stjórnartíðindi 1893 C, bls. 42; skáletrun H.Bj.). Samkvæmt þessu hefúr manntalið ekki verið tekið 1. október, að minnsta kosti óvíða, heldur í ágúst þetta ár. Fróðlegt væri þó að vita meira um það hvenær það var tekið. Kannski mætti finna eitthvað um það í bréfabókum og bréfadagbókum þeirra embættismanna sem munu hafa borið ábyrgð á manntalstökunni en það voru sýslumenn þótt hreppstjórar sæju um framkvæmdina. Hitt skiptir þó meira máli að fá staðfestingu á því sem athugun Sigurðar benti til en það er að manntalið átti að miðast við 1. febrúar. Þetta vekur svo hugleiðingar um það hvenær talning fyrir aðalmanntöl á 19. öld fór yfirleitt fram. Þegar málið er hugsað hefúr hún áreiðanlega ekki verið framkvæmd á einum og sama deginum um landið allt en spyrja má hvað var það vanalega? Eg mun koma að þessu hér á eftir en ljóst er af tilvitnaðri athugasemd að sjaldan eða aldrei hefúr munað mörgum mánuðum eins og árið 1850. Hér verður þó að undanskilja manntalið 1801 sem var ekki einu sinni tekið það ár, heldur 1802 og 1803, þótt það skyldi miðast við 1. febrúar 1801 (sjá formála Júníusar Kristinssonar að því manntali). Af þeim sökum er engin fúrða þótt að ýmsar skekkjur séu í því manntali. Einn af félagsmönnum Ættfræðifélagsins, Sigurjón Páll ísaksson, hefúr sagt mér að athuganir sínar á kirkjubókum og manntalsbókum sýslumanna í Skagafirði sýni að manntalinu 1801 skeiki í ýmsu. Þá hefúr Friðrik Kjarrval líka fúndið mörg dæmi um misræmi, að sögn Sigurjóns. Þessar skekkjur felast til dæmis í því að fólk vantar eða það jafnvel tvítalið, búseta (aðsetur á jörðum) er skökk og nýdánum börn sleppt. Væri áhugavert að fá nánari fróðleik hjá þeim um þetta hér á síðum fréttabréfsins. Heimilisfastir eða viðstaddir En það er fleira sem getur orsakað skekkjur í manntölum eða gert þau svolítið varasöm. Allt frá fyrstu manntölunum og fram til 1860 átti að skrá alla þá sem voru heimilisfastir á hverjum stað. I manntölunum 1870-1910 átti hins vegar að skrá allt viðstatt fólk á hverjum stað, hvar sem það átti heimili. Frá og með 1920 var svo aftur horfíð til fyrri reglu (Hagskinna. Sögulegar hagtölur um Island. Ritstjórar Guðmundur Jónsson og Magnús S. Magnússon, Rv. 1997, bls. 42). í títtnefndum athugasemdum við manntalið 1890 er sagt að breytingin 1870 hafi verið gerð af því að hin fyrri regla þótti ekki nógu áreiðanleg. Stundum hafi nefnilega bæði 8

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.