Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.01.1999, Blaðsíða 7

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.01.1999, Blaðsíða 7
Ábending til Friðriks Skúlasonar. I bréfí Ættfræðifélagsins til Friðriks Skúlasonar er áréttuð krafa þess um að höfundaréttur sé virtur og kemur það til af orðum Friðriks í útvarpsþættium “Ættfræðinnar ýmsu hliðar”, þar sem hann segir að hann sé að setja allar útgefnar ættfræðibækur (niðjatöl, stéttatöl, manntöl o.s.frv.) og þar með talið Manntalið 1910, inn á tölvu. Friðriki fmnst illt að sitja undir aðdróttunum um lögbrot en ætti að minnast fyrri orða og vanda sig í orðavali áður en hann ásakar aðra um að brjóta lög. Ekkert í bréfi Ættfræðifélagsins getur talist meiðyrði og er Friðrik minntur á hve tjáningarfrelsið er mikils virt í stjómaskránni og 10. grein Mannréttindasáttmála J Evrópu. Það skýtur svolítið skökku við að þegar Friðrik segir að eingöngu hluti af ættfræðivinnu hans byggi á samanburði við áður útgefin ættfræðirit. Ef frumvinna hans er ekki það námkvæm að hún geti ekki staðið án samanburðar við önnur rit þá má ætla að hann noti töluvert mikið af gögnum úr öðmm ættffæðiritum. Er hann í stakk búinn að meta mörkin milli þess hvenær hann notar gögn sem heimildir og hvenær hann afritar gögnin að stómm hluta? Vissulega em gögnin komin af sama meiði, en leiða má líkur að því að Friðrik sjái fjársjóð í ættfræðiritum sem mörg hver em mjög vel unnin. Eins og Friðrik væntanlega veit sjálfur þá er það einmitt þessi vinna, sem er svo dýrmæt. Að sjálfsögðu notar fólk útgefnar bækur til aðstoðar við útgáfu á ættfræðibókum og varla finnst nokkmm neitt athugavert við það, en í vandaðri útgáfum nota menn að sjálfsögðu frumheimildir ef tiltækar em. Varðandi Manntalið 1910 er ömgg vissa fyrir því, að enginn hefur notað frumritið af því, svo nokkm nemi, í langan tíma, nema Ættffæðifélagið. Friðrik segir að gagnagmnnur hans verði stærsta ættfræðiverk sem út hefur komið hér á landi. Af hverju hefur það tekið tíu ár? Hvers vegna kom ekki út útgáfa 1.0 fýrr eins og algengt er með hugbúnað? Hefur hann verið að bíða eftir heimildum til samanburðar eða hefur hann og hans fólk grúskað í ffumheimildum í leit að upplýsingum um alla Islendinga sem uppi hafa verið síðustu þijár eða fleiri aldir? Þetta em ekki aðdróttanir, þetta em spumingar sem eðlilegt er að fólk spyrji sig. Það kostar ekkert að geta heimilda, en hve mikið er notað úr þeim veit enginn nema Friðrik og hans starfsfólk og samkvæmt því sem hann sagði í fyrrnefndum útvarpsþætti, má ætla að hann noti mun stærri hluta bókanna en hann vill meina í svarbréfi sínu. Ættfræðifélagið telur ótvírætt að ættfræðirit njóti verndar höfundarlaga. Komi í ljós að hagnýting Friðriks á ritum þess brjóti gegn þeim lögum, áskilur félagið sér allan rétt til að krefjast skaða- og miskabóta. Ættffæðifélagið er vandað að virðingu sinni, en finnur ekki þörf hjá sér til að biðja Friðrik afsökunar. Hann hefði betur sett sig í samband við félagið fyrr og kynnt því starf sitt áður en hann notaði rit þess til heimilda eða afritunar. Ættffæðifélagið er j vel þekkt áhugamannafélag um ættffæði og leggur metnað sinn í að gefa út rit á sínu sviði. Þau rit hafa off verið mjög vel unnin og þá nær eingöngu af sjálfboðaliðum. Það er engin öfund eða hræðsla við nútímatækni fólgin í því að sjá á eftir vinnu sem gefm var af hugsjón og ánægju; það er eingöngu réttlætiskennd. Menn hafa vissulega misgóð tök á tækninni, en tæknin er eingöngu verkfæri sem vandasamt er að beita svo ekki fari illa. Ættffæðin hefur verið áhugamál fjölda fólks í gegnum tíðina og margir haff ánægju af því að grúska í henni og sumir atvinnu. Vona ég að svo verði ffamvegis. Hólmfríður Gísladóttir. 7

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.