Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.04.1999, Blaðsíða 3

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.04.1999, Blaðsíða 3
BYLTING FORLAGANNA Ljóðabréf til Kolbeins Einarssonar, bónda Laugardalshólum, frá Magnúsi Andréssyni, bónda Berghyl. Guðjón Óskar Jónsson samdi ættfræðilegt ívaf og valdi fyrirsögn. I. 1. Vafinn gœfu sjerhvert sinn sjertu, klœóa hlynur. Fjölnis skal nú fálki minn fljúga til þín, vinur! 2. Muna ef þínum mœtir sá, máske þekkjast báðir því aó dögum œsku á unntust gleói Jjáóir. 3. Svoddan yndi þar til þeim þroski náöi banna; veitta sögðu vinskaps reim völvur Jjárlaganna. 4. Víst minn besti vinur kær varstu um árin nokkur, návist úr unz nornir þœr nauóuga skildu okkur. Kolbeinn Einarsson var f. 7 sept. 1789, Bryðjuholti í Hrunaniannhreppi. Ætt 1. gr. 1. Einar Bjamason. bóndi Bryðjuholti, f. 12 sept. 1756, Sóleyjarbakka. d. 11. okt. 1826, Bryðjuholti. ~ Guðrún Kolbeinsdóttir 2 - 1 2. Bjarni Jónsson. bóndi Sóleyjarbakka, f. 1720, d. 1757 ~ Snjálaug Þórðardóttir 3-2 3. Jón rauöur Jónsson, bóndi Fjalli Skeiðum, f. 1666, d. eftir 1736. ~ s.k. Halldóra Sigvaldadóttir. f. 1678, d. eftir 1750. 1. Guörún Kolbeinsdóttir, hfr. Bn'ðjuholti, f. 1763, Bjamastöðum, Hvítársíðu, d. 27. mars 1809. ~ Einar Bjamason 1 - 1 2. Kolbeinn Þorsteinsson, prestur Miðdal, skáld, f. 1731, Tungufelli, d. júní 1783. ~ Amdís Jónsdóttir 4 - 2 3. Þorsteinn Kolbeinsson, bóndi Tungufelli, f. 1686, d. eftir 1735. ~ Guðrún, f. 1685, Hallvarðsdóttir, bónda Jötu og Efraseli, Halldórssonar. 3. gr. 2. Snjálaug Þórðardóttir, hfr. Sóleyjarbakka, f. 1724 d. eftir 1762. ~ Bjami Jónsson 1-2 3. Þórður Jónsson, bóndi Galtafelli 1729- 1735. ~ Margrét Jónsdóttir, f. 1679. 4. gr. 2. Amdís Jónsdóttir, hfr. Miðdal, f. 1732 Gilsbakka, d. 1 sept. 1814. ~ Kolbeinn Þorsteinsson 2-2 3. Jón Jónsson, prestur Gilsbakka, Hvítársíðu, f. 1696, d. 8. nóv. 1771. ~ Guörún Þórðardóttir, f. 1706, d. 24. febr. 1790. 5. I þótt brjóstum okkar sízt útaf vildi sofna, barndómselskan viðkvœm víst varó hún samt aó dofna. 6. Vió höfum tjeðum tíma frá, tryggó því vildi halla, fundizt hverju ári á einu sinni varla. 7. Atvikþví áýmsa lund einatt bannaó hafa; orö til gamans eina stund okkur saman skrafa. 8. Svona gengur þráfalt þaó þessa heims um slóðir, hljóta skiljast einatt aó einkavinir góóir.

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.