Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.04.1999, Blaðsíða 12

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.04.1999, Blaðsíða 12
MANNLIF VIÐ SUND Býlið, byggðin, borgin Bók Þorgríms Gestssonar blaðamanns um Laugarnesið í Reykjavík Á fundi Ættfræðingafélagsins 25. mars 1999 talaði Þorgrímur Gestsson blaðamaður um bók sína um Laugarnesið í Reykjavík, Mannlíf við Sund, sem kom út árið 1998. Hann kemur víða við í bók sinni, hefur frásögnina við landnám og rekur söguna fram á 20. öld, eða til ársins 1931 þegar Strætisvagnar Reykjavikur voru stofnaðir við eldhúsborðið í Laugarnesi. Þorgrímur skýrði frá því að kveikjan að bókinni væri sú að afi hans og amma bjuggu í Laugarnesi í þrjá áratugi, frá 1915, og ungur hefði hann heyrt margar sögur af æskuslóðum föður síns og systkina hans. Hann sagði að hann hefði fljótlega eftir að hann fór að grúska í heimildum áttað sig á því hve saga Laugarness er mikil að vöxtum og hún snerist ekki einungis um gamla býlið. Hann benti á að Laugarnesjörðin væri nærri átta hektarar að stærð og því væri drjúgur hluti borgarinnar innan landamerkja hennar. Laugarnesið væri því annað og meira en hverfi í Reykjavík eins og hann sagðist hafa orðið mjög var við að fók teldi, sérstaklega yngra fólk. Þorgrímur sagðist hafa aflað heimilda úr fornum máldögum, íslensku fornbréfasafni og skjölum borgarinnar um Laugarnes og Klepp auk þess sem hann átti ein 30 viðtöl við aldrað fólk sem átti heima í Laugarnesi og næsta nágrenni á fyrstu áratugum 20. aldarinnar. Elstu heimildir um Laugarnes og Engey, sem voru í eigu sömu ættarinnar um aldir, eru frá árinu 1200. Þá er getið um kirkju í Laugarnesi í Kirknaskrá Páls Jónssonar Skálholtsbiskups. Kirkjan var lögð niður árið 1794 þegar Reykjavíkur Dómkirkja var byggð. Steingrímur Jónsson biskup lét reisa biskupsstofú í Laugarnesi árið 1826 en hún var rifin árið 1898 þegar danskir Oddfellowar reistu holdsveikra- spítala rétt við Stofúna. Reykjavíkurborg eignaðist Laugarnesið árið 1884 og Klepp fáum árum síðar. Báðar jarðirnar voru lagðar undir lögsagnarumdæmi Reykjavíkur árið 1896. Þorgrímur nefndi að sundlaug hefði verið gerð í Laugamýri seint á síðustu öld. Þar hefði Páll Erlingsson kennt sund í Ijöldamörg ár og síðar tveir sona hans. Hann ræddi um fiskverkanir á Kirkjusandi, nefndi ýmis býli og hús sem voru á þessum slóðum og rakti aðdragandann að stofnun Strætisvagna Reykjavíkur sem hann sagði að hefði lagt grundvöll að því að Reykjavík gæti breiðst austur yfir mýrarnar og holtin og orðið að borg. Að loknum máli sínu svaraði Þorgrímur nokkrum spurningum fundarmanna, sem sumir hverjir reyndust vera fornkunnugir í hinu gamla Laugarneslandi. Síðbúin leiðrétting I grein minni „Arfsögn frá Unnarholti“, sem birtist í 2. tbl. Fréttabréfsins 1996, er villa. Meðal barna Jóns Hannessonar, bónda í Gröf í Hrunamannahreppi 1703, voru Valgerðar tvær. Hin eldri var fædd 1683, hin yngri 1694. í greininni er Valgerður eldri sögð hafa verið húsfreyja í Gröf, en rétt er að það var Valgerður yngri. Börn hennar fimm voru fædd á árunum 1727- 1737. Guðjón Óskar Jónsson 12

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.