Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.11.1999, Blaðsíða 11

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.11.1999, Blaðsíða 11
Kleifaætt í Skötufirði Hér á eftirfer dálítil samantekt um œtt eina, sem upprunnin er á Vestfjörðum, nánar tiltekið í Ögursókn. Ættin hefur ekki verið rakin, þó að það vœri vissulega vert Hún mun vera geysifjölmenn og dreifð um allt land. Ættföðurinn vil ég telja Siguró Daóason, f. um 1730. Foreldrar hans voru Daði Sigurðsson, f. 1702 og Valgerður Guðmundsdóttir, f. um 1700. Foreldrar Daða voru Sigurður Torfason og Unnur Pétursdóttir. Þau munu bæði hafa dáið um 1707, líklega í stórubólu. Systir Daða var Guðrún Sigurðardóttir. Eftir lát foreldra sinna voru þau systkinin vegalausir unglingar og áttu þá bam í meinum. Fyrir glæpinn var Daði dæmdur á Brimarhólm ævilangt og fluttur af landi brott (Blóðskömm á íslandi, Már Jónsson, doktorsritgerð, HÍ 1993). Hins vegar er ljóst að hann kom aftur heim. hvemig sem það mátti verða, því að um 1730 er hann gifitur og býr þá á Blámýmm í Ögursveit. Hvað varö um systur hans og bam þeirra er mér allsendis óljóst. Hún var dæmd útlæg frá Vestfjörðum ævilangt, en hvert hún hefur farið eða hvenær hún dó er mér ókunnugt um. Sigurður Daðason bjó á Kleifúm í Skötufírði. Hann var tvígiftur. Fyrri kona hans var Guórún f. um 1730, Guómundsdóttir á Eyri í Skötufirði Illugasonar (bróður Bárðar í Amardal). Sonur þeirra var Guðmundur. sem kallaður var sterki, f. um 1763 á Strandseljum í Ögursveit. Seinni kona Sigurðar á Kleifúm var Þórlaug Skúladóttir og var dóttir þeirra Dagbjört. f. um 1782. Ekki er mér kunnugt um fleiri böm Sigurðar Daðasonar. en þau gætu samt hafa verið fleiri. Guómundur sterki Sigurósson bjó á Kleifúm eftir föður sinn. í manntalinu 1845 er hann sagður 85 ára og er þá á Kleifúm hjá syni sínum, Jóhannesi. Kona Guðmundar var Elín, f. um 1759, Vilhjálmsdóttir á Blámýmm í Ögursveit, Þorvaldssonar og konu hans, Guðfmnu, f. um 1726, Þórðardóttur, sem 1801 er sögð ekkja, 75 ára. Böm þeirra Guðmundar sterka og Elínar vom Hafliði Guðmundsson, f. um 1790. bóndi á Skarði og Borg í Skötufirði; Sigurður Guðmundsson, f. um 1793, bóndi í Hagakoti; Jóhannes Guðmundsson, f. 1802, bóndi á Kleifúm til 1860 eða lengur; Margrét Guðmundsdóttir, f. um 1805. Mér er alveg ókunnugt um hana að öðm levti. Jóhannes Guómundsson bjó á Kleifúm eftir Guðmund sterka, föður sinn. Kona hans hét Guóríóur Jónsdóttir, f. 1804. Foreldrar hennar vom Jón, f. 1770, bóndi á Blámýmm og Amgerðareyri, Bjamason frá Lónseyri og kona hans, Þorgerður Hafliðadóttir frá Ámúla. Böm þeirra Jóhannesar og Guðríðar vom Hanmbal, f. 29. des. 1830, (afí Hannibals Valdimarssonar ráðherra); Reginbaldur, f. 22. júlí 1832, (bóndi og meöhjálpari á Garðsstöðum); Hafliði, f. 3. apríl 1834 (vinnumaður í Ögri); Steinunn, f. 21. maí 1837 (húsfreyja á Kleifúm) og Sigurður, f. 4. desember 1841 (sjómaður, dmkknaði 1883). Næst bjó á Kleifúm Steinunn Jóhannesdóttir. Maður hennar var Gunnar, f. 23. september 1836, Nielsson. Flann fórst á sjó á gamlársdag 1875. Þeir vom þrír á bát, sem hlekktist á við Fótartá. Gunnar var sonur Níelsar Klemenssonar og Gunnhildar Einarsdóttur, sem bjuggu á Hamarlandi og Skáldsstöðum í Reykhólasveit. Steinunn dó 13. mars 1910. Böm þeirra Steinunnar og Gunnars vom þessi: Hafliði, f. 1864, dó bam; Hafliði, f. 1865, bóndi í Bemrjóðri, frægur klettamaður; Jóhannes, f. 1867, d. sama ár; Gunnhildur, f. 1870, dó ung; Sigurður, f. 1872 (bóndi á Garði og Kleifum í Skötufirði) og Gunnar Steinn, f. 1876, kennari á Laugarbóli (kona hans var Halla skáldkona, sem orti mörg ljóð við lög Sigvalda Kaldalóns, læknis og tónskálds). Eftir Steinunni og Gunnar bjó á Kleifúm sonur þeirra, Siguróur Gunnarsson. Kona hans var Þorbjörg Elín Pálsdóttir, f. 1871 á Kleifúm í Skötu- fírði, dóttir Páls Pálssonar húsmanns þar og Valgerðar Gunnarsdóttur konu hans. Þannig vom þau Sigurður og Þorbjörg bæði frá Kleifúm. Eins og sjá má hér að ofan hafa í það minnsta 5 liðir þessarar ættar búið á Kleifúm í Skötufirði í eitthvað töluvert á aðra öld samtals. Þess vegna hef ég valið að kalla ættina Kleifaætt og tel ég að oft hafí ætt verið kennd við bæ með minni rétti. Af þessari ætt er margt merkra manna og væri vissulega þarft verk að rekja hana af vandvirkni. Mér er ljóst að einhverjar villur kunna að vera í því sem hér að ofan segir, en vonandi em þær ekki alvarlegar. Samt þætti mér vænt um, ef allir þeir sem telja sig vita betur eða meira um eitthvað ofansagt, létu mig vita, svo að hægt væri að leiðrétta rangfærslur. Ég er sjálfúr af þessari ætt þannig: 1. Sigurður Daðason 2. Guðmundur sterki Sigurðsson 3. Jóhannes Guðmundsson 4. Hannibal Jóhannesson 5. Magnús Hannibalsson (f. 1871) 6. Þorgerður Magnúsdóttir (f. 1925) og 7. Magnús Óskar Ingvarsson (f. 1949). Magnús Ó. Ingvarsson 11

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.