Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.11.1999, Blaðsíða 18

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.11.1999, Blaðsíða 18
Ættir Þingeyinga Útgáfa á Ættir Þingeyinga sem Indriði Indriðason tók saman hófst uppúr 1950, og komu samtals út íjögur bindi. á árunum 1959-83. Þrátt íyrir að Indriði hefði unnið mikið þrekvirki með að draga að mestu saman efni í næstu bindi, varð ekki af frekari útgáíú, vegna heilsufars og annarra ástæðna. Nú hefúr þráðurinn þó verið tekinn upp aftur, og hefúr Brynjar Halldórsson tekið að sér að ritstýra framhaldinu. Eru gögn Indriða uppistaðan í verkinu, en nú er rakið allt til nútímans, og bætt við nýjum upplýsingum. Uppsetningu er nokkuð breytt, þar sem allt er tölvuunnið, og brotið er nú það sama og á flestum nýjum ættífæðibókum, eða 25x18 sm. Eru nú komin út 3 bindi í viðbót, eru tvö þau seinustu 360 bls. með myndum af á annað þúsund manns, en 5. bindið er aðeins minna. Félögum í Ættfræðifélaginu er nú boðnar þessar 3 bækur saman á kr. 12.000.-, en stakar kosta þær 5. bindi á kr. 3.900,- og 6. og 7. á kr. 4.500.-. Búðarverð mun vera um 18.000,- fyrir allar þrjár bækurnar. Pöntunum er veitt móttaka í síma 465-2240, eðaí Ættir Þingeyinga, Gilhaga 2 671 Kópaskeri. Fyrirspurn til félaga Ættfræðifélagsins! Ég ákvað að leita til ykkar félaga minna með tvær fyrirspurnir. 1. Getur einhver frætt mig á, hverra manna Þórarinn Þórðarson var. Hann var f.c. 1658 og d.c. 1720 og var bóndi á Víkingavatni í Kelduhverfi frá því um 1680 og eftir því sem ég best veit til dánardægurs. Kona Þórarins var Ingunn Þórarinsdóttir f.c. 1669 hún var dóttir Þórarins Jónssonar prests á Garði í Kelduhverfí 1657-69. og k.h. Þórdísar Bjarnadóttur. Mig vantar allt um foreldra Þórarins Þórðarsonar og forfeður þeirra. 2. Einnig langar mig til að vita hver var kona Markúsar Þorvarðssonar f. í ágúst 1723 á Garðsá í Eyjafirði, bóndi á Breiðumýri í Reykjadal 1752- 63. Skv. Ættum Þingeyinga II bindi bls 171 segir Indriði Indriðason að kona Markúsar sé 34 ára í bændatali 1762 þ.e. að hún sé fædd 1728 en getur ekki um nafn hennar. í þessu sambandi vantar mig svo að vita hverra manna þessi kona var, og einnig hver móðir Markúsar var og hverra manna hún var. Með von um að einhver geti liðsinnt mér í þessu máli. Sveinn Valdimar Jónasson Kaplaskjólsvegi 51 107 Reykjavík Sími 551 4139 Gömul Bæjarnafnavísa af Barðaströnd: Auðnar, Haugur, Hamar, Fossá, Hella í eyði sést. Sauðeyjar umgirt sjónum blá, samt Þverá vel byggist. Brjánslækur, Moshlíð ber mig frá, beint að Arnórsstöðum. Rauðsdöium, Hvammi ríð ég hjá, ríkur á Hamrinum. Tveir Vaðlar, Tungumúli og Kross, til Haga, Grænhól, Múla og Foss. Litlahlíð, Gerði Miðhlíð mæt, mun koma á Hrísnes. BrekkuvöII, Fót ég fylgja læt, framar Haukaberg les. Holt, Fit Skriðnafell hér að gæt, Hreggstaðir, Siglunes. Höfundur ókunnur 18

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.