Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.05.2002, Blaðsíða 14

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.05.2002, Blaðsíða 14
Fréttabréf ættfræðifélagsins í maí 2002 Steinun Jóhannesdóttir rithöfundur: s Ahrif ættfræði í sköpun persónu Guðríðar Símonardóttur Úr fyrirlestri um Guðríði Símonardóttur - uppruna hennar og líf, herleiðingu og hjónabönd - á félagsfundi í Ættfræðifélaginu 18. apríl 2002 Fyrirlestur þennan langar mig til þess að tileinka minningu Ara Gíslasonar ættfræðings af Akranesi. Ari var góðkunningi móður nrinnar, Bjarnfríðar Leósdóttur, [Bíu] og saman höfðu þau forystu fyrir ferðalögum um landið sem kennd voru við þau og kölluðust Ara-Bíu-ferðir. Eg man vel eftir Ara úr æsku. Hitt skiptir þó meiru á þessum vettvangi, að Ari Gíslason er höfundur Niðjatals Hallgríms Péturs- sonar og Guðríðar Símonardóttur, sem hefur verið mér sérlega mikilvægt við persónusköpun Guðríðar í þeim tveim verkum sem ég hef sett saman um ævi hennar, leikritinu Heimi Guðríðar og heimildaskáld- sögunni Reisubók Guðríðar Símonardóttur. Ég á því Ara mikið að þakka. Það er að sjálfsögðu afrek að taka saman niðjatal hjóna sem uppi voru á 17. öld, en það sem skipti mig svo miklu máli var að Ari lét ekki þar við sitja heldur reyndi að ættfæra þau hjón bæði, Hallgrím og Guð- ríði. Fram að því að Niðjatal Ara kom út árið 1989, höfðu mér vitanlega ekki verið gerðar alvarlegar tilraunir til þess að ættfæra Guðríði, hvorki af ævi- söguriturum Hallgríms né þeim tveim höfundum sem skrifað höfðu ritgerðir um Irana. Sigurður Nordal ritaði fræga Skírnisgrein, Tyrkja-Gudda, 1927 og 1988 gaf Hallgrímskirkja út bækling eftir Sigurbjörn Einarsson biskup, Guðríður Símonardóttir. Af bréfi sem Guðríður ritaði manni sínum frá Alsír sést að hún hefur verið gift sjómanni í Vestmannaeyjum, Eyjólfi Sölmundssyni í Stakkagerði, þegar henni var rænt í Tyrkjaráninu 1627. Almennt hefur því verið litið svo Steinunn Jóhannesdóttir fæddist á Akranesi 24. maí 1948. Hún er dóttir hjónanna Bjamfríðar Leósdóttur verkalýðsleiðtoga og f.v. alþingis- manns, f. ó.ágúst 1924 og Jóhannesar Finnssonar sjómanns og skrifstofumanns á Akranesi f. 26. júní 1917 d. 15. febrúar 1974. Steinunn varð stúdent frá MA 1967, og útskrifaðist frá Leiklistarskóla Þjóð- leikhússins 1970. Hún var við nám í leikhús- fræðum og leiklist í Svíþjóð 1970-1972 og starfaði sem leikkona við Þjóðleikhúsið 1973-1986. Steinunn hefur helgað sig ritstörfum undanfarinn áratug. Auk leikrita hefur hún skráð sögu Halldóru Briem og Reisubók Guðríðar Símonardóttur. Steinunn er gift Einari Karli Haraldssyni ritstjóra og eiga þau þrjú böm og tvö bamabörn. á að hún hafi verið ómenntuð alþýðukona, sennilega hvorki læs né skrifandi og á flestan hátt ósamboðin seinni manni sínum Hallgrími Péturssyni, fremsta trúarskáldi þjóðarinnar. „Líklega hefur Guðríður ekki ritað þetta bréf með eigin hendi“, segir Sigurður Nordal í sinni grein án þess að rökstyðja þá skoðun nánar og aðrir hafa samsinnt honum. Ættfærsla Ara hefur hins vegar hjálpað mér til að komast að annarri niðurstöðu og auðveldað mér að skýra einstök atvik í lífi hennar, frumkvæði hennar og atorku, útsjónar- semi og getu til að komast af við erfiðustu aðstæður, sem og þátt hennar sjálfrar í útlausn hennar úr ánauð- inni. Og gef ég nú Ara orðið þótt hann undirstriki að ekkert sé vitað um ætterni hennar með vissu. Hann telur að faðir hennar hafi verið: „Sínron Arnfinnsson, sem var í Presthúsum 1596. [Guðríður var fædd 1598] Móðir hennar er hvergi nefnd. Lengra væri ekki unnt að halda með ættfærslu Guðnðar ef tilvilj- anir hefðu ekki komið við sögu sem nú skal greina. Halldór Sigfússon fyrrv. skattstjóri tók mig eitt sinn tali á Þjóðskjalasafninu og spurði hvað ég væri að fást við. Ég sagðist vera að fást við ættir sr. Hallgríms og Guðríðar og viðurkenndi að um ættir Guðríðar vissi ég nákvæmlega ekkert. Ég spurði hvort hann væri nokkurs vísari. Hann varð íbygginn en svaraði: „Ég veit ekki hvað skal segja, en ég man að gamlar konur höfðu það eftir Þorgerði Runólfsdóttur, langalang- ömmu minni, að ein formóðir hennar hefði verið hálf- systir Guðríðar Símonardóttur." Halldór hafði ekki kannað þetta nánar og þetta vakti auðvitað forvitni mína. í ljós kom að Þorgerður átti 16 formæður sem tímans vegna gætu verið mæður Guðríðar. En aðeins ein þeirra vakti áhuga minn á frekari rannsóknum og fylgir árangur þeirra hér á eftir.“ Ari rekur síðan alllanga sögu uns hann nemur staðar við Astu Eyjólfsdóttur sem hugsanlega móður Guðríðar. „Asta er f. 1575-80. Hún var systir Kláusar Eyjólfssonar (1584-1674) lögréttumanns í Hólmum í Landeyjum, um tíma sýslumanns í Vestmannaeyjum. Hann var allra manna lengst lögréttum., 49 ár. Foreldrar þeina voru Eyjólfur Egilsson bóndi í Kjós eða sunnanverðum Borgarfirði að því er talið er og k.h. Guðríður Þorsteinsdóttir frá Höfn í Melasveit, Sighvatssonar. Bróðir Eyjólfs var sr. Olafur Egilsson í Vestmannaeyjum, en bróðir Guðríðar var hinn presturinn í Eyjum, sr. Jón Þorsteinsson. Systur Guð- http://www.vortex.is/aett 14 aett@vortex.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.