Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.2004, Blaðsíða 9

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.2004, Blaðsíða 9
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í febrúar 2004 Gunnar B. Guðmundsson frá Heiðarbrún: Islenskar fornættir Erindi flutt á félagsfundi Ættfræðifélagsins 30. október 2003 í Fréttabréfinu hefur lítið verið fjallað um íslenskar fomættir, þá næstum tvo áratugi sem ritið hefur kom- ið út. Og þegar þar hafa birst ættrakningar (,,áatöl“), þá virðist það lenska að hætta ættrakningu þegar komið er aftur til 17. aldar þótt hægt sé að rekja viðkomandi karlleggi lengra aftur. Ég hef verið margbeðinn um að fjalla eitthvað um fornættirnar. Hér með kem ég með nokkur skrif þar að lútandi. I. Menn hafa spurt hvers vegna íslendingar höfðu mik- inn ættfræðiáhuga strax á fyrstu öldum búsetu í land- inu - og að því er virðist framyfir aðra Norðurlanda- búa. Margt kemur þar til. Sennilega hefur landnámið verið slíkur tímamótaviðburður í sögu hverrar land- nemaættar að menn hafa - með hverri nýrri kynslóð - talið sér sjálfsagt og skylt að geta rakið ættina lið fyrir lið til sjálfs sín, allt frá þeim manninum er fyrstur nam land á „höfuðbóli“ ættarinnar. Á landnámsöld - og bæði fyrr og síðar - var það lögfræðilegt/fjármálalegt atriði að kunna að rekja ætt sína og að þekkja ættmenni sín. Það kom til af því að erfðarétturinn gilti í fimm ættliði og framfærslu- skyldan til jafnlengdar. Mér er sagt að þannig hafi maður getað bankað upp á bæ og sagt: „I síðustu orrustunni tapaði ég skipi mínu, öllu góssi og varð örkumla maður. Nú er ég kominn heim, því það var hér sem sameiginlegur forfaðir okkar bjó í sjötta lið.“ Og húsbóndanum var skylt að taka við þessum fjar- skylda frænda sínum og sjá honum fyrir lífsviður- væri. Ættfræðiþekking var því eins konar hagfræði þess tíma. Ætli hefndarskyldan (og að styðja menn í ófriði) hafi ekki líka verið bundin við ættina(?) Með það í huga verður skilinn stuðningur Ketils hængs (síðar landnámsmanns á Rangárvöllum) við Skalla- Grím til hefnda gegn Haraldi hárfagra, en skyldleiki þeirra var „þremur að fjórða“ frá Ulfi hinum óarga úr Hrafnistu. (Úlfur óargi - Hallbera - Kveld-Úlfur - Skalla-Grímur. Hins vegar: Úlfur óargi - Hallbjörn hálftröll - Ketill hængur eldri - Hrafhildur - Ketill hængur landnámsmaður). Við Islendingar eigum meiri upplýsingar um fyrstu byggð í landinu og uppruna okkar en nokkur önnur þjóð jarðarinnar. Það kemur til af því að ritið Landnámabók segir á skipulegan og nákvæman hátt frá því hverjir námu hin einstöku landsvæði hringinn um landið og rakti jafnframt ættir frá rúmlega 400 landnámsmönnum og fram að ritunartíma bókarinnar („Frumlandnámu"). Telja má að frumgerð Land- námabókar sé frá því nærri 1130. Síðari tíma menn juku síðan við texta hennar og bættu þá við ætt- rakningum til síns samtíma. Þessir menn voru Styrmir hinn fróði Kárason d. 1235 (Styrmisbók), Sturla lögmaður Þórðarson d. 1284 (Sturlubók), Snorri Markússon á Melum d. 1313 (og e.t.v. Þorsteinn sonur hans d. 1353) (Melabók) og loks Haukur lögmaður Erlendsson d. 1334 (Hauksbók). Séu þessar ættartölur Landnámabókar bornar saman við ættartölur Islendingasagna (t.d. Njáls- sögu, Grettissögu) og ættartalnanna í Sturlungusafn- inu, þá ekki einungis ber þeim saman í öllum megin- atriðum, heldur má segja að hvert nýtt rit sem tekið er til samanburðar, auki við þann ættfræðigrunn sem hin ritin höfðu látið í té. Þannig höfum við mikla þekkingu á ættum okkar Islendinga frá landnámsöld og fram um aldamótin 1300. Síðan kemur svona 150 ára tímabil sem er ákaflega erfitt til ættrakningar vegna skorts á samtímaheimildum. Það er engu lfk- ara en Islendingar hafi að mestu misst áhuga á nýskráningu ættartalna nokkru eftir lok Þjóðveldis- ins, en hins vegar hættum við aldrei að endurrita eldri heimildir. Það er orðið langt síðan ég kom fram með þá tilgátu að þessi „doði“ hafi orðið sem afleið- ing af tilkomu erlendra manna á biskupsstólana í Skálholti og á Hólum, en áður höfðu sumir íslensku biskuparnir verið áhugasamir um hin þjóðlegu fræði þ.m.t. ættvísi. Að vísu getum við ekki staðhæft að Gunnar B. Guðmundsson frá Heiðarbrún er fœddur 4. júlí 1940 í Litlu-Tungu t Holtum, Rang. Foreldrar: Guðmundur Haraldur Eyjólfsson og Jóhanna B. Bjamadóttir, þá búandi í Litlu-Tungu. Kennarapróf 1965. Kennari á Varmalandi, Mýr 1965-1967. Skólastjóri á FlúðumÁm. 1967-1972. Skólastjóri og kennari á Laugalandi í Holtum 1972- 1980. Kennari á Hellu 1980-1984. Gœslumaður við Gunnarsholtshœlið 1984-2000. Gœslumaður í Veiðivötnum á Landmannaafrétti 1967- 1980. Er gjörkunnugur miðhálendi Islartds. Frá bamsaldri haft áhuga á sögu lands og þjóðar þ.m.t. œttfrœði og þá ekki livað síst íslenskum fomœttum. Sonur Gunnars er Högni fceddur 2. feb 1968, deildarstjóri hjá Loftorku í Borgarnesi. Kona Högna er Sigríður Kristín Halldórsdóttir og samtals eiga þau fimm börn. http://www.vortex.is/aett 9 aett@vortex.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.