Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.05.2004, Blaðsíða 13

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.05.2004, Blaðsíða 13
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í ntaí 2004 Eiríkur G. Guðmundsson Manntalið 1703 Elsta heildarmanntal í heimi Árið 1703 var lokið við töku fyrsta heildarmanntals hér á landi. Þetta manntal á því stórafmæli um þessar mundir. Á því skal vakin athygli enda er urn einstæða heimild að ræða. Manntalið 1703, eins og það er jafnan kallað, er elsta varðveitta manntal í heimi sem nær til allra íbúa í heilu landi þar sem getið er heimilis, nafns, aldurs og stöðu eða atvinnu allra íbúanna. Það manntal sem kemst næst því íslenska var tekið árið 1666 í Nýja Frakklandi í Kanada. Það manntal taldi þó aðeins franska íbúa nýlendunnar en þeir voru þá 3.200 að tölu. Frá þessum árum og fram um 1700 eru til talningar á fólki í Noregi og Englandi. Þær voru ekki eins nákvæmar og náðu ekki til allra. Árið 1719 var tekið heildarmanntal í Prússlandi og er það fyrsta heildarmanntal á megin- landi Evrópu. Fyrir daga manntala hafði tíðkast víða um heim að telja skattgreiðendur og vopnfæra menn. Svipað þekktist hér á landi löngu áður en manntalið 1703 var tekið. Gissur Isleifsson Skálholtsbiskup mun hafa látið telja skattbændur um 1100. Önnur slík talning fór fram 1311. Engar talningaskýrslur hafa varðveist en til eru frásagnir af þessum talning- um. Þá má nefna skrá yfir skattgreiðendur frá árinu 1681 þegar lagður var á aukaskattur á íslendinga vegna stríðs Dana og Svía. íslendingar kvörtuðu Ákvörðun um töku manntalsins má rekja til slæms efnahagsástands á Islandi á 17. öld og stöðugum harðindum í lok aldarinnar. Það var þó ekki bara slæmt árferði með erfiðleikum til lands og sjávar sem skóp hið bága ástand. Breytt skipulag einkonunarverslunarinnar á síðasta fjórðungi 17. aldar hafði hér mikið að segja. Þar má einkum nefna skiptingu landsins í verslunarsvæði með boði og bönnum og ströngum refsingum ef brotin voru. Islendingar kvörtuðu undan þessu ástandi við yfirvöld í Kaupmannahöfn og óskuðu þess að fá að senda fulltrúa sinn á fund konungs. Sú beiðni var samþykkt og það kom í hlut Laurtiz Gottrups lög- manns að ganga fyrir konung og skýra stöðu mála á Islandi. I kjölfarið skipaði konungur jarðabókar- nefndina svokölluðu en í henni voru þeir Árni Magnússon skjalavörður og prófessor í Kaupmanna- höfn og Páll Vídalín varalögmaður. Hlutverk nefndarinnar var margþætt en mestur starfi þeirra félaga var heildarúttekt á efnalegum aðstæðum Islendinga og fólst í því að telja fólk og fé og semja nákvæmar lýsingar á öllum bújörðum á landinu. Manntalið var tekið árin 1702 til 1703, kvik- fjártalið sumarið 1703 og jarðabókin var í smíðum 1702 til 1714, enda mikið verk. Þessar heimildir eru varðveittar í Þjóðaskjalasafni Islands. Manntalið er að fullu varðveitt. í kvikfjártalið vantar nokkuð og Múla- og Skaftafellssýslur vantar í jarðabókarverkið. Líklega hefur sá hluti jarðabókarinnar farið í brunanum mikla í Kaupntannahöfn árið 1728. Þrátt fyrir að örlítið vanti á að þessar heimildir séu að fullu varðveittar er hér engu að síður um að ræða ein- stæðar heimildir um íslenskt þjóðfélag á öndverðri 18. öld. Líklega getur engin önnur þjóð státað af sambærilegum heimildum. Bæði manntalið og jarða- bókin voru gefnar út á prent á fyrri hluta síðustu aldar. Fyrirmæli um manntal Erindisbréf konungs til Árna Magnússonar og Páls Vídalíns frá 22. maí 1702 felur í sér mörg fyrirmæli Manntalið 1703 Sýning Þjóðskjalasafnsins Þjóðskjalasafnið setti á fót sýningu árið 2003 í tilefni þess að þá voru liðin 300 ár frá því að manntalið 1703 var tekið. En það er elsta varð- veitta heildarmanntal í heimi. Þar voru m.a. sýnd frumskjöl manntalsins og úrvinnsla ýmiss konar. Höfundur sýningarinnar var Eiríkur G. Guð- mundsson sagnfræðingur og sviðsstjóri upplýs- inga- og útgáfusviðs Þjóðskjalasafns, en fleiri starfsmenn safnsins lögðu hönd á plóginn. Olöf Garðarsdóttir mannfjöldafræðingur vann við gerð tölfræðiefnis og Olafur Engilberts- son hönnuður sá um uppsetningu veggspjald- anna. Þjóðskjalasafnið hefur veitt Fréttabréfi Ætt- fræðifélagsins leyfi til að birta veggspjöld sýn- ingarinnar sem eru einkar áhugaverð og eiga erindi við alla þá sem ættfræði unna og er þeim fléttað hér inn í grein Eiríks G. Guðmundssonar. Ættfræðifélagið kann safninu bestu þakkir fyrir. http://www.vortex.is/aett 13 aett@vortex.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.